Milli mála - 2022, Side 128
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 127
Þetta er einnig til marks um það hvernig Macabéu er neitað um að-
gang að tungumálinu, en það birtist einnig í því hvernig höfundur
hennar skiptir hér snögglega um stefnu, líkt og svo oft þegar frásögn
hans um Macabéu virðist ætla á skrið, og beinir athyglinni aftur að
sjálfum sér: „Fyrirgefðu mér en ég ætla að halda áfram að tala um
mig sem er ókunnugur mér sjálfum, og um leið og ég skrifa kemur
mér á óvart að ég eigi mér örlög“ (7).
Um leið og sögumaður speglar ímynd sína í sögupersónu sinni,
mállausum líkama án sjálfsvitundar, beinist augnaráðið að spegil-
mynd þar sem höfundur, sögumaður, sögupersóna og lesandi renna
saman. „Ég sé stúlkuna að norðaustan líta í spegil og – trommu-
þytur – í speglinum birtist mitt eigið þreytulega og órakaða and-
lit. Svo hæglega má skipta okkur út“ (14). Lesanda er gefin sýn á
söguheiminn og sögupersónurnar með augum þessa sögumanns, en
hér rennur saman augnaráð allra þriggja (ef ekki fjögurra, að með-
talinni Lispector sjálfri) og það beinist að sjálfu sér og inn á við.
Mikilvægt er að hafa í huga miðlun frásagnar hér í þessu atriði og
þann kynjaleik sem liggur undir frásögninni: Macabéa horfir í spegil
en þjónar í senn sem spegill, eða kannski er skuggsjá hæfilegra orð
í þessu tilviki, fyrir bæði sögumann og lesanda. Auk þess þjónar
hún sem spegill á samfélagið og tákn fyrir skáldskap í mímetískum
skilningi.28 Hér kann hugurinn jafnvel að hvarfla til Virginiu Woolf,
en í Sérherbergi sínu segir hún: „Konur hafa í allar þessar aldir þjónað
eins og speglar sem eru gæddir þeim töfrandi og unaðslegu eigin-
leikum að stækka mynd karlmannsins um helming [...] Því að byrji
hún að segja sannleikann skreppur karlmaðurinn í speglinum saman;
lífshæfni hans minnkar.“29 Í þessu ljósi má sjá sögumann Stundar
stjörnunnar skapa þessa persónu sem hyldýpið sem hann horfir ofan í
og varpar til baka ásýnd hans sjálfs, og áhugavert er að líta til þess
hvernig sögumaðurinn, skapari Macabéu, lætur henni aldrei eftir að
segja sannleikann. Macabéa er hrópandi þögn.
Í mjög áhugaverðri grein, „Lispector, the Time of the Veil“, tekst
Cory Stockwell í víðum, táknrænum skilningi á við „blæjuna“ í
skáldsögu Lispector. Ekki þó blæju í bókstaflegum skilningi heldur
28 Hér er vitaskuld vísað til hinnar hefðbundnu hugmyndar um skáldskap sem eftirlíkingar veru-
leikans, sem er þó ekki einhlít eftirlíking, heldur þjónar oft sem spegilmynd.
29 Woolf, Sérherbergi, 52–53.
ARNÓR INGI HJARTARSON