Milli mála - 2022, Side 131

Milli mála - 2022, Side 131
MILLI MÁLA 130 Milli mála 14/2/2022 um og hrollvekjum, kvikmyndagreinum þar sem konan er gjarnan viðfang kynferðislegrar löngunar eða dauðaþrár – eða hvort tveggja í senn, að minnsta kosti í þeirri síðarnefndu – sem vekur óhjákvæmi- lega spurningar um masókisma og sadómasókisma.36 Þar að auki elur Macabéa með sér þrá um að verða kvikmyndastjarna – sem sýnir fram á vilja kvenpersónu karlkynshöfundar til sviðsetningar, hlutgervingar og jafnvel dauða. „Hið ráðandi karllega augnaráð varpar órum sínum á ímynd konunnar sem mótuð hefur verið eftir því. Hefðinni sam- kvæmt er konan sýningargripur, á hana er horft á sama tíma og hún er til sýnis.“37 En konan stendur einnig sem „táknmynd „annars“ gagnvart sjálfi karlsins“ og er „bundin á klafa táknlega kerfisins þar sem karlinn getur, í krafti tungumálalegs valds, varpað hugarórum sínum og þráhyggjum á þögla ímynd konunnar sem enn er undirseld merkingu sem hún á sjálf engan þátt í að skapa“.38 Eins og áður segir, þá lýsir sögumaður yfir ást sinni, sköpunarverkið kviknaði af ást við fyrstu sýn, en næfurþunn lína er á milli ástar og eyðileggingar í Stund stjörnunnar sem og í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þau mörk eru meðal annars til umræðu í greininni „Á frátekna staðnum fyrir mig“ þar sem Alda Björk Valdimarsdóttir greinir Tímaþjófinn í ljósi sálgreiningar, og samkvæmt henni mætti tala um ödipíska þrá sem söguhetjan yfirfærir á ástmann sinn. „Hún er dæmd til þess að deyja en lætur sig dreyma um hið ómögulega, að sætta lífið og dauðann, verða lifandi í dauðanum, eignast það sem hún girnist í dauðanum [...] Það gerir hún með hinni eilífu sameiningu dauðans og elskhugans.“39 Í Stund stjörnunnar er Macabéa frá upphafi dæmd til að deyja en höfundur hennar lætur sig dreyma um að bjarga henni 36 Árið 1991 birti Linda Williams afar áhugaverða grein um klámmyndir í samhengi við hrollvekjur og „vasaklútamyndir“ sem varpar sérstaklega ljósi á framsetningu, birtingarmyndir og virkni kvenlíkamans, sem og líkamlegar og tilfinningalegar viðtökur áhorfandans, og birtist íslensk þýðing Guðrúnar Elsu Bragadóttur á þessari grein í Ritinu árið 2016. Sjá Linda Williams, „Líkamar kvikmyndanna, kyn, grein og ofgnótt“. Einnig er vert að benda á ákveðna vísun til þessara afbrigða lostans í einkennisstöfum sögumanns, Rodrigo S.M. – sem og jafnvel til höf- undar hinnar alræmdu nítjándu aldar skáldsögu Venus í pelsi, sem sé Leopold von Sacher-Masoch. Marta Peixoto dregur þessa sadómasókísku skírskotun einnig stuttlega fram: „[…] (að gefnu þessu samhengi grimmdar er erfitt að leiða ekki hugann að sadómasókismanum sem þessir einkennis- stafir tákna stundum)“. Sjá Peixoto, 91. 37 Mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, 334. 38 Sama heimild, 331. 39 Alda Björk Valdimarsdóttir, „Á frátekna staðnum fyrir mig. Ást og dauði í Tímaþjófnum í ljósi sálgreiningar“, 155. LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR 10.33112/millimala.14.1.6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.