Milli mála - 2022, Síða 132

Milli mála - 2022, Síða 132
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 131 og reynir jafnframt að sannfæra lesandann um það. Því að saman við drauminn um ástina og hamingjurík endalok tvinnast þráin um að „verða lifandi í dauðanum“ og eignast það sem hann girnist í dauð- anum. Ekki sínum eigin dauða, heldur dauða sögupersónunnar sem hann elskar svo mjög. Rodrigo virðist ekkert ráða við persónu sína, enda þótt hún sé auðsveip og undirgefin, líkt og leir í höndum hans. Sköpunarferli Stundar stjörnunnar kviknar af ást við fyrstu sýn og sýnir hugarástand karlkyns skapara sem er gagntekinn af sköpunarverki sínu – sem hefur ekki minnsta áhuga á honum, sem veit raunar ekki einu sinni af honum. Ást höfundarins er margvísleg. Greina má föðurlega ást, guðlega ást skaparans, brúðumeistarans og elskhugans, en þegar allt kemur til alls er hún óendurgoldin. Hún veit ekki af honum. „Ég verð að segja að stúlkan veit ekki af mér, ef hún vissi af mér þá hefði hún eitthvað að ákalla og það fæli í sér bjargræði. En ég er mjög meðvitaður um hana: í gegnum þessa ungu manneskju hrópa ég hrylling lífsins. Lífsins sem ég elska svo mjög“ (25). Höfundur Macabéu orðar hér hugmynd um sjálfan sig sem skapara og guð sem fylgist með Macabéu, óséður en þó yfir og allt um kring.40 Í lýsingunni má einnig greina öllu skuggalegri mynd sem minnir jafn- vel á gluggagægi eða eltihrelli, en í þessu einhliða ástarsambandi höf- undar og persónu má greina góðvild, meðaumkun og samúð, sem og kvalalosta. Höfundur Macabéu segist vilja henni allt hið besta, hann kennir í brjósti um hana, hann elskar hana sem faðir og elskhugi í senn, en ákveðin togstreita felst í því að hann vill sömuleiðis sjá hana veslast upp, þjást og kveljast. Macabéa er á vissan hátt aukapersóna í eigin lífi, leiksoppur ytri afla, valdalaus með öllu og upp á náð og miskunn annarra komin, 40 Fleiri fræðimenn hafa túlkað þessa æðri stöðu sögumannsins í verki Rodrigos gagnvart sköpunar- verki sínu, Macabéu, á forsendum samfélagsádeilu eða spegils sem varpar ljósi á, ögrar og rífur niður viðteknar hugmyndir um valdajafnvægi kynjanna, eða þannig að sögumaður sé táknmynd karlveldisins og Macabéa sé ekki aðeins táknmynd konunnar heldur hinna undirokuðu í heild sinni, bæði hvað varðar kyn, stöðu og stétt. En einnig í samhengi frásagnarfræði og bókmennta- hefðarinnar. Til sumra slíkra greina er vísað í þessari grein, en hér skal viðurkenna ákveðnar hömlur sem stafa af vanþekkingu á tungumáli því sem mikill meirihluti fræðiskrifa um Clarice Lispector er skrifaður á, eða portúgölsku. Sjá t.d. Cynthia A. Sloan, „The Social and Textual Implications of the Creation of a Male Narrating Subject in Clarice Lispector’s „A hora da estrela““; Cinthya Torres, „On Poverty and the Representation of the Other in „The Hour of the Star“ by Clarice Lispector“; Maria José Somerlate Barbosa, „„A hora da estrela“ and „Um sopro de vida“: Parodies of Narrative Power“, og Marta Peixoto, Passionate Fictions. Gender, Narrative, and Violence in Clarice Lispector. ARNÓR INGI HJARTARSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.