Milli mála - 2022, Síða 135
MILLI MÁLA
134 Milli mála 14/2/2022
Spákona, Marilyn Monroe og Stund stjörnunnar
Því á dauðastund verður manneskjan að skínandi kvikmyndastjörnu,
það er dýrðarstund hvers og eins og hún kemur þegar þú heyrir hvínandi
veinin líkt og kórsöng (20).
Sagan nær hámarki þegar Macabéa heimsækir spákonu sem segir
henni sína eigin fjölskrúðugu ævisögu áður en hún sest yfir spil
stúlkunnar. Sögumaður heldur áfram að skjóta sér inn á milli, en
hér er líkt og völd hans yfir sköpunarverki sínu dvíni lítið eitt þegar
spákonan er komin inn í myndina, nærri því eins og annar sögu-
maður í lífi Macabéu. En spáum í spilin: „Macabéa skipti stokknum
með skjálfandi hendi: í fyrsta sinn á ævinni myndi hún eiga sér
örlög. Madame Carlota (sprenging) var hápunktur í lífi hennar. Hér
streymdi líf hennar allt í hringiðu og sogaðist inn í þessa stórkostlegu
dömu sem glitrandi vangaliturinn léði slétta plastáferð“ (66).
Loksins átti Macabéa að eiga sér eitthvað annað en þá rýru til-
vist sem skapari hennar bjó henni, nú voru örlög í spilunum, jafnvel
merking í stað tilgangsleysis. En hún var þó nokkuð sátt við lífið,
enda hafði hún ósköp lítið velt því fyrir sér. Eins og skapari hennar
orðar það: „Stúlkan vissi ekki að hún væri það sem hún var, rétt eins
og hundur veit ekki að hann er hundur. Svo hún var ekki óhamingju-
söm. Það eina sem hana langaði var að lifa“ (19). Það er ekki fyrr en
einhver annar færir það í orð sem hulunni er svipt af lífi hennar:
„Macabéa fölnaði: aldrei hafði henni komið til hugar að líf hennar
væri svo slæmt“ (66).
En stuttu áður en spákonan varpar ljósi á líf stúlkunnar spyr hún
hvort hún geti talað tæpitungulaust, hvort stúlkan sé hrædd við orð.
Macabéa játar því og þar er enn hamrað á valdi tungumálsins yfir
veruleikanum. „Maca, hins vegar, sagði aldrei setningar, fyrst og
fremst vegna þess að hún var ekki ýkja málgefin persóna. Og svo
vill til að hún hafði enga meðvitund um sjálfa sig og kvartaði alls
ekki, hún hélt meira að segja að hún væri hamingjusöm“ (60). Enn
og aftur er ljósi varpað á efniviðinn og enn fremur á hendur og hug
þeirra sem færa heiminn í orð, á vald orðanna og þeirra sem taka þau
sér til brúks. En um leið eru einnig dregin fram mjög sterk tengsl á
milli tungumáls, sjónar og sköpunar í þessu verki sem grundvallast
á því hvernig skaparinn sér heiminn og endurskapar hann og hvernig
LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR
10.33112/millimala.14.1.6