Milli mála - 2022, Blaðsíða 136

Milli mála - 2022, Blaðsíða 136
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 135 sköpunarverkið veitir eða speglar ákveðna sýn á skapara sinn. „Maddaman hitti naglann rakleitt á höfuðið þegar kom að fortíð Macabéu, hún vissi meira að segja að hún hefði aldrei þekkt föður sinn og móður og verið alin upp af ættingja sem var eins og vonda stjúpmóðirin. Macabéa var furðulostin yfir þessari opinberun: hingað til hafði hún trúað því að frænka hennar hefði veitt henni tilsögn í því augnamiði einu að gera hana að góðri stúlku“ (67). Maddaman dregur ekkert undan en eðli málsins samkvæmt hlýtur lesandi að draga í efa allt sem hún segir, jafnvel þótt Macabéa sjálf gleypi við því öllu. Ekki síst vegna þess að „list“ spákonunnar er gjarnan tekið með fyrirvara, en einnig vekur hin spegilslétta plastáferð óhjákvæmilega hugmyndir um að hún sé fölsk. Macabéa er eftir allt saman mállaus og undirorpin valdi þeirra sem málið hafa. Og þegar spákonan hefur á vissan hátt endurskrifað upplifun Macabéu af eigin lífi, þá ljær hún henni öllu glæstari framtíð: […] líf þitt á eftir að umturnast! Og það sem meira er: það mun snarbrey- tast um leið og þú stígur út úr þessu húsi! Þér á eftir að líða allt öðruvísi. Þú mátt vita það, litla blómið mitt, að meira að segja kærastinn þinn mun koma aftur og biðja þig að giftast sér, hann sér eftir öllu saman! Og yfirmaðurinn mun láta þig vita að hann hefur hugsað málið og ætlar ekki að reka þig! […] Og meira til! Þú átt eftir að eignast heilmikla peninga sem þér verða færðir að nóttu til af útlenskum manni. Þekkirðu einhvern útlending? (67) Spákonan sparaði ekki fögru fyrirheitin, slíka spá yrðu flestallir fegnir að fá en um leið yrðu þeir fremur reiðir ef kærastinn léti síðan ekki sjá sig, enga atvinnu væri að fá og engir útlendingar færðu þeim pening að nóttu til. En spákonan sver að þetta sjái hún, hún myndi ekki ljúga að henni og til marks um það hafi hún spáð stúlkunni á undan snörpum dauðdaga. En vissulega hljómar þetta of gott til að vera satt. Þannig að völvan var annaðhvort svona ægilega glámskyggn eða þá að hún hefur logið að Macabéu. Svo virðist sem greina megi í senn togstreitu og tengsl á milli spákonunnar og söguhöfundarins. Spákonan verður óvænt valdamikill aðili innan frásagnarinnar og þjónar sem miðill aristótelískra kennsla og hvarfa í skilningi klass- ARNÓR INGI HJARTARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.