Milli mála - 2022, Side 140

Milli mála - 2022, Side 140
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 139 eingöngu sem ímynd kvenlegrar fegurðar og leikkona, heldur var hún líka þekkt fyrir ótímabæran dauðdaga sinn, 37 ára að aldri. Einnig missti Marilyn fóstur og reyndist því á vissan hátt, líkt og Macabéa, ófær um að skapa líf. Draumur Macabéu um að verða kvikmynda- stjarna, að líkjast Marilyn Monroe, snýst ekki um frægð og frama, fegurð og glæsileika. Það er draumurinn um að deyja sem rennur saman við kynhvötina. Þetta birtist á magnaðan hátt þegar hún bregður sér á klósettið í vinnunni og setur á sig skærrauðan varalit til að ná þokkafullum áhrifum leikkonunnar: „Þegar hún var búin stóð hún og horfði í spegilinn á veruna sem horfði furðulostin á móti. Því í stað varalitar leit út fyrir að þykkt blóð hefði frussast af vörum hennar eftir kjaftshögg sem mölvaði tennur og sprengdi hold“ (53). Dauði Macabéu hvín og veinar, kórsöngur hljómar, þegar hún stígur út á götuna fyrir utan hús spákonunnar, og „feiknarlegur sem flutningaskip keyrði Benzinn á hana (70)“. Hún er ekki sorgmædd, hún hefur nægan tíma til að átta sig á því hversu fínn bíll keyrir á hana. Að því leytinu hafði spákonan á vissan hátt rétt fyrir sér. Það var að rætast úr þessu. „Dagurinn í dag, hugsaði hún, dagurinn í dag er fyrsti dagur lífs míns: Ég fæddist“ (71). Á vissan hátt springur hún út, sólblómið sem fæddist í gröf lýkst upp í dauða sínum. Þetta er hennar stjörnustund. Hún verður sýnileg þar sem hún hniprar hún sig saman líkt og í fósturstellingu á götunni. „Og síðan – þar sem hún lá – sveif á hana makalaus og vot hamingja“ og „það var eitthvað svo nautnalegt við það hvernig hún hnipraði sig saman. Eða er það vegna þess að for-dauði líkist ofsalegum unaðskippum“ (74). Er Rodrigo kannski bak við stýrið á þessum risavaxna Mercedes Benz? Er hann útlendingurinn sem spákonan spáði fyrir um að Macabéa yrði samstundis ástfanginn af? Eða er það lesandinn? Í því ljósi verður áreksturinn að ofsakenndum ástaratlotum höfundar og persónu, sem lýkur í senn með fullnægingu, fæðingu og dauða. Skapari Macabéu nýtur hér ásta með sköpunarverki sínu og drepur það um leið, áður en hann sjálfur „laumast út um bakdyrnar“.50 Orðalagið gæti hæglega átt við um morðingja jafnt sem ástmann, 50 Hér er vísað til síðasta undirtitils skáldsögunnar (ef undirtitil skyldi kalla fremur en t.d. hliðar- titil, hjátitil eða aukatitil) sem hljómar á frummálinu, með hástöfum, þannig: SAÍDA DISCRETA PELA PORTA DOS FUNDOS og í enskri þýðingu Benjamins Moser: DISCREET EXIT THROUGH THE BACK DOOR. ARNÓR INGI HJARTARSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.