Milli mála - 2022, Side 150
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 149
tungumál.17 Sögulegar ástæður geta legið að baki því hvaða millimál
er ráðandi. Þannig hafði franska lengi virðingarstöðu sem alþjóðlegt
samskiptamál og varð þá iðulega helsta millimálið í Vestur-Evrópu,
t.d. gagnvart Þýskalandi.18 Við Íslendingar könnumst við þetta því
að okkar millimálsþýðingar voru gjarnan úr dönsku þegar hún var
ráðandi á okkar svæði en eru yfirleitt úr ensku í seinni tíð vegna
aukinna tengsla við hinn engilsaxneska heim og miðlægrar stöðu
ensku sem samskiptamáls í samfélagi þjóðanna. Einnig eru dæmi
um að pólitískar ástæður ráði vali á millimáli. Það er talin vera
ástæða þess að á tímum Sovétríkjanna notuðu mörg austantjaldsríki
rússnesku sem millimál enda var hún almennt kennd í skólum þar
eystra. Þá hafði rússneski textinn farið í gegnum ritskoðun og fengið
pólitíska blessun.19
Líkur á að þýtt sé úr millimáli aukast séu tungumálin ólík og
langt á milli þeirra landfræðilega.20 Þetta sjáum við t.d. þegar kemur
að því að þýða verk úr kínversku, japönsku, kóresku og arabísku á
íslensku. Það getur líka reynst þrautin þyngri að finna upprunalega
frumtextann þegar slík málsvæði eiga í hlut sem verður þá til þess að
gripið er til millimáls. Fyrir kemur að þýðing úr millimáli sé svo vel
heppnuð og virt að hún laði að sér þýðendur frá öðrum málsvæðum
og um slíkt eru dæmi erlendis frá. Rússnesk þýðing á kvæðum
Schillers varð t.d. svo miðlæg á sínum tíma að úkraínskur þýðandi
notaði hana sem millimál fremur en að þýða beint úr frummáli.21
Þá er þess að geta að þýðingar úr millimálum geta gegnt mikil-
vægu hlutverki þó að þýtt sé úr upprunalega málinu. Þannig hef ég
eins og fjöldi annarra þýðenda, íslenskra og erlendra, iðulega haft
aðrar þýðingar til hliðsjónar, einkum danskar og þýskar, þegar ég hef
þýtt úr ensku sem frummáli. Þá er hin þýðingin í rauninni eins kon-
ar viðmið, ætlað að koma í veg fyrir misskilning og veita innblástur
að þýðingalausnum. Þetta eykur vinnuálagið en getur hugsanlega
17 Heilbron, „Towards a Sociology of Translation: Book Translations as a Cultural World-System“,
435. Sjá einnig Rosa, Pięta og Maia, „Theoretical, methodological and terminological issues
regarding indirect translation: An overview“, 114.
18 Ringmar, „“Roundabout Routes“: Some remarks on indirect translations“, 5.
19 Sama heimild, 7.
20 Rosa, Pięta og Maia, „Theoretical, methodological and terminological issues regarding indirect
translation: An overview“, 114.
21 Washbourne, „Nonlinear narratives: Paths of Indirect and Relay Translation“, 612.
RÚNAR HELGI VIGNISSON