Milli mála - 2022, Blaðsíða 152
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 151
getið fremst í bókinni að þýtt hafi verið úr ensku en dönsk og norsk
þýðing jafnframt verið höfð til hliðsjónar; allar þýddar úr frummáli
og allra þýðendanna getið. Helgi Hálfdanarson, sem beitti sambæri-
legri aðferð talsvert, gerir grein fyrir vinnulagi sínu í eftirmála að
þýðingum sínum á grískum harmleikjum: „Ekki kunni ég önnur
ráð en að sanka að mér svo mörgum þýðingum sem ég komst yfir og
þóttist skilja, bera þær saman og láta samhljóðan þeirra ráða ferðinni
í lengstu lög, en velja og hafna þar sem á milli bar.“25
Á ensku eru þýðingar úr millimáli gjarnan kallaðar óbeinar þýð-
ingar (e. indirect translations). Eins og Wenjie Li bendir á eru slíkar
þýðingar óbeinar í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi eru þær óbeinar
vegna þess að ekki er þýtt úr upprunalega frummálinu, stundum séu
m.a.s. tvö eða þrjú mál nýtt eins og áður sagði. Í öðru lagi þarf að
túlka textann sem þýddur er og þar hafa viðmið annars eða annarra
menningarheima en upprunalega frummálsins sitt að segja. Viðtakan
fer m.ö.o. fram að einhverju leyti í gegnum linsu annars eða annarra
tungumála en upprunalega frummálsins eða millimálsins, sem getur
haft áhrif á þýðingalausnir. Þar við bætist að verkið sem um ræðir
var valið til þýðingar til þess að fullnægja annars konar smekk en
þeim sem leiddi til samningar þess og viðtöku í upprunalandinu.26
Wenjie Li heldur því fram að kínverskar þýðingar á ævintýrum H. C.
Andersens hafi glatað vissum sérkennum af þessum sökum og nefnir
þar sem dæmi að Andersen hafi líkt hundsaugum við Sívala turninn
í Kaupmannahöfn en þeim hafi einfaldlega verið líkt við turn í kín-
versku þýðingunni eins og í millimálsþýðingunni. Kínverski textinn
verður þá ekki eins staðbundinn eða danskur sem getur að mati Lis
hafa stuðlað að þeim vinsældum sem ævintýrin öðluðust á heims-
vísu. Þar að auki getur túlkun þýðandans, hvort sem hún felst í
þýðingalausnum eða því sem hann segir eða ritar um verkið, mótað
að miklu leyti hugmyndir heillar þjóðar um tiltekið verk eða jafn-
vel heilt höfundarverk eins og Li hefur sýnt fram á hvað verk H. C.
Andersens áhrærir í Kína.27
Gjarnan er gert ráð fyrir því að þýðing úr millimáli verði
ónákvæmari en bein þýðing úr frummáli – þá með hliðsjón af
25 Helgi Hálfdanarson, Grískir harmleikir, 1197.
26 Venuti, The Scandals of Translation, 11.
27 Li, „The Complexity of Indirect Translation: Reflections on the Chinese Translation and Reception
of H. C. Andersen‘s Tales“, 197–98 og 192–194.
RÚNAR HELGI VIGNISSON