Milli mála - 2022, Page 157

Milli mála - 2022, Page 157
MILLI MÁLA 156 Milli mála 14/2/2022 komin forðum. En einungis með samanburðarrýni má meta tryggð þýðanda við frumtexta og það hvaða grundvallarnálgun búi að baki þýðingarvinnunni.38 Ef rýna skal þýðingu úr millimáli þarf að bera hana saman við millimálsþýðinguna, sem er ígildi frumtexta í því tilviki, og upprunalega textann, auk þess sem bera þarf millimáls- þýðinguna saman við upprunalega textann. Það er ekki hlaupið að þessu vegna þess að þetta krefst staðgóðrar þekkingar á a.m.k. þremur tungumálum og þar fyrir utan væri þess sjaldnast getið hvort og þá hvaða millimálsþýðing var lögð til grundvallar. Á málum sem margir tala eru stundum til nokkrar þýðingar á sama textanum og getur þá verið handleggur að glöggva sig á því hver þeirra var notuð, ef það var þá nokkur ein. Martin Ringmar bendir á að þegar þýtt hefur verið úr millimáli sé ólíklegra en hitt að þess sé getið, aftur á móti sé stundum tekið fram ef þýtt hafi verið úr frummáli og þá til að lesandinn haldi ekki að um þýðingu úr millimáli sé að ræða.39 Nálgun millimálsþýðandans skiptir meira máli en halda mætti að óathuguðu máli enda geta margs konar öfl haft áhrif á það hvaða pól hann tekur í hæðina eins og að framan greinir. Margir þýðendur reyna t.d. að skapa það sem kallað hefur verið áhrifajafngildi og felur í sér að „ná fram áhrifum á lesandann sem jafngilda þeim sem frum- textinn hefur á sína lesendur“.40 Þetta kann að hljóma eins og sjálf- sagður hlutur en þegar betur er að gáð, og Lawrence Venuti bendir á í bókinni The Translator‘s Invisibility, getur slík nálgun falið í sér kröfu um að textinn verði lesinn eins og hann sé ekki þýddur, þ.e. að verka þýðandans sjái vart stað vegna þess að hann hafi sveigt þýðinguna undir viðmið markmenningarinnar. Það getur að mati Venutis falið í sér að ýmislegt sé máð úr þýdda textanum sem er öðruvísi en lesendur markmálsins eiga að venjast, nánar tiltekið menjar hins málsins og þess menningarheims sem það er hluti af. Svo róttæka heimfærslu (e. domestication) kallar hann ofbeldi, það sé gert lítið úr málheimi frum- textans með því að gera viðmiðum markmálsins hærra undir höfði.41 38 Hér hefur einungis verið stiklað á stóru hvað mat á gæðum þýðinga varðar. Hvert atriði sem hér hefur verið tínt til er margfalt í roðinu og um þau öll hefur verið skrifað mikið. Tryggð við frum- texta má t.d. nálgast eftir mörgum leiðum. Sjá nánar í t.d. Tvímælum Ástráðs Eysteinssonar og Translation Criticism – The Potentials and Limitations eftir Katharinu Reiss. 39 Ringmar, „“Roundabout Routes“: Some remarks on indirect translations“, 9. 40 Ástráður Eysteinsson, Tvímæli, 91. 41 Venuti, The Translator‘s Invisibility, 20–21. ÞEGAR ÞÝTT ER ÚR MILLIMÁLI 10.33112/millimala.14.1.7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.