Milli mála - 2022, Blaðsíða 160
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 159
ræða, það er jú ekki óalgengt að málsgreinar og jafnvel heilar efnis-
greinar falli milli skips og bryggju, en ensku þýðingunni lýkur á
svo vel völdum stað að erfitt er að trúa því. Það komu einnig upp
álitamál varðandi tíðir. Enska þýðingin er öll í þátíð og í íslensku
þýðingunni er því fylgt. Hins vegar felst engin tíðaskírskotun í kín-
verskum sögnum og þarf því að ákvarða tíðina út frá samhenginu. Á
það reynir strax í fyrstu setningu. Átti að þýða í þátíð eða nútíð? Það
virtist að hluta til valkvætt og sýndist sitt hverjum, þýðandanum,
gátaranum og ritstjórunum.
Í tilfelli taílensku sögunnar fundust líka ýmis frávik. Íslenski
þýðandinn, sem þýddi beint úr taílensku, tók eftir því þegar hann
skoðaði enska þýðingu á sögunni að sá þýðandi lengdi iðulega
málsgreinar með því að steypa saman tveimur málsgreinum úr
frumtexta. Þýðandinn átti reyndar líka til að sleppa úr ákveðnum
efnisatriðum og bæta öðrum inn sem ekki áttu sér stoð í frumtexta.
Enn fremur hafði hann greinaskil á öðrum stöðum en í frumtext-
anum sem okkar manni fannst líka sérkennilegt, því að þótt ekki séu
sams konar greinarmerki í taílensku og við notum liggur setninga-
skipan ljóst fyrir. Allt verður þetta til þess að hrynjandin breytist og
því er talsvert annar blær á enska textanum en á þeim íslenska eins
og eftirfarandi dæmi úr annarri efnisgrein sögunnar er til marks um:
Chamnongsri L. Rutnin:
The man had been downhearted from the moment he pushed away
from the market pier. His full boatload of heavy, green watermelons had
brought him a sum so pitiful that he couldn‘t bring himself to buy the
cheap lace blouse that his wife had asked him to bring her from the market
– not the blouse, not even a small toy for his little daughter.47
Hjörleifur Jónsson:
Báturinn hafði verið fullur af vatnsmelónum en maðurinn fékk þó ekki
nema smáræði greitt fyrir þær. Því var hann orðinn niðurlútur áður en
hann hafði svo mikið sem ýtt bátnum aftur frá bryggjunni við markaðinn.
Ekki keypti hann ódýru blúndublússuna sem konan hans hafði beðið um.
Ekki heldur ómerkilegt leikfang handa dóttur þeirra.48
47 Thammachot, Thai P.E.N. Anthology of Short Stories and Poems of Social Consciousness, 1.
48 Tammatsjót, Smásögur heimsins – Asía og Eyjaálfa, 103.
RÚNAR HELGI VIGNISSON