Milli mála - 2022, Side 177

Milli mála - 2022, Side 177
MILLI MÁLA 176 Milli mála 14/2/2022 lúta hinum frægu reglum frönsku nýklassíkurinnar um einingarnar þrjár (einingu í tíma, rúmi og atburðarás). Þeir lúta einnig kröfunni um trúverðuga framsetningu leiksýningarinnar. Þessi regla, sem á rætur að rekja til Aristótelesar, felur í sér að áhorfendur eiga að geta gleymt stað og stund. Þeir eiga að trúa, eða geta trúað, að þeir séu vitni að raunverulegum atburðum. Leiksviðið og áhorfendasalurinn eru, samkvæmt þessari hefð, ekki raunverulega aðskilin. Það er eins og leikararnir viti ekki af því að verið sé að horfa á þá, rétt eins og hinu raunverulega lífi er lifað án þess að nokkur sé að fylgjast með. Molière lék sér að þessari forskrift á ýmsan hátt og átti það til að gera áhorfendur að þátttakendum í leiksýningunum. Í leikritinu Les Femmes savantes (Lærðu konurnar) gerir Molière gys að þekktum monthana að nafni Cotin sem varð fyrirmynd leikpersónunnar Trissotin í gamanleiknum. Ljóð eftir Cotin sjálfan var lesið upp á sviðinu til þess eins að vera gert að athlægi. Annað dæmi um hvernig skilin milli leiksviðsins og raunveruleikans renna saman er að finna í Aurasálinni. Þegar Harpagon uppgötvar að fjárkistli hans, sem hann hafði falið í garðinum, hefur verið stolið, kemur hann á sviðið, viti sínu fjær af reiði og örvæntingu. Í einræðu sinni talar hann til áhorf- enda og þykist sjá í þeim þjófinn. Svo vísar hann í hláturinn sem hann heyrir í áhorfendasalnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta atriði, og strax á 18. öld var það orðið skýrasta skólabókardæmið um það þegar rammi innra heims leikhússins er brotinn upp. Það sem mér persónulega finnst vera svimandi tilhugsun er sú skelfilega áskorun sem þetta atriði er fyrir leikarann sem leikur Harpagon – sem var upphaflega Molière sjálfur. Leikarinn verður að leika þannig að áhorfendur hlæi, annars fellur textinn um sjálfan sig! Hver einasti leikari sem tekst á við þetta hlutverk hlýtur að finna anda Molières líða hjá þegar hann fer með þetta eintal, sem er auðvitað prófsteinn á list leikarans. Að lokum var Molière höfundur að atvinnu, sem var langt frá því að vera sjálfsagður hlutur fyrir leikskáld þeirra tíma. Hann lagði mikla alúð við útgáfu leikrita sinna, eins og sjá má af formálunum sem hann skrifaði. Hann gaf út leikrit sín, var meðvitaður um mikil- vægi hins ritaða orðs og vildi ná til sem flestra með því að bæta les- endum við áhorfendahópinn, í þeirri von að ná til komandi kynslóða. Það ætlunarverk hefur honum sannarlega tekist. MOLIÈRE 10.33112/millimala.14.1.8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.