Milli mála - 2022, Side 179
MILLI MÁLA
178 Milli mála 14/2/2022
Molière fann upp gamanleiki sem gjörbyltu þessum greinarmun.
Annars vegar setti hann hvorki á svið konunga né prinsa heldur
staðsetti leikpersónur gamanleikja sinna (sem skilgreiningunni sam-
kvæmt einkennast af löstum) ofar í þjóðfélagsstiganum, þ.e. sumir
gamanleikir hans, t.d. Mannhatarinn, sýna persónur sem lifa og
hrærast við hirðina. Don Juan er tiginn aðalsmaður og hagar sér sem
slíkur en þjónn hans segir hann vera „tiginn herra, vondan mann“!
Mascarille, í leikritinu Les Précieuses ridicules, er vissulega ekki nema
þjónn sem gefur sig út fyrir að vera markgreifi og samkvæmisljón –
en honum ferst það vel úr hendi, svo vel að gamanleikurinn umsnýst
og fer út í það að vera háðsádeila á markgreifa í samkvæmislífinu.
Svipað er hægt að segja um sjálfumglaða eftirlíkingu herra Jourdain
á aðlinum í Le Bourgeois gentilhomme. Þarna er ekki farið mjúkum
höndum um aðalinn heldur er hann gagnrýndur og gert að honum
grín. Molière setur einnig á svið lögmenn, sem voru því sem næst
opinberir embættismenn, lækna og jafnvel lækna konungs. Hann
setur ekki á svið biskupa eða kardínála – en Tartuffe er næstum því
kirkjunnar maður. Í stuttu máli sagt færa þessar leikpersónur áhorf-
endur nær hinu opinbera sviði þjóðfélagsins og þá fyrst og fremst
hirðinni. Aðalsmaður við hirðina þurfti nefnilega að leika hlutverk á
svipaðan hátt og sviðslistamaður því honum bar að fylgja ákveðnum
reglum í framkomu sinni gagnvart konunginum. Þó er hið opinbera,
samkvæmt skáldskaparfræðinni, ekki viðfang gamanleiksins heldur
harmleiksins.
Hins vegar notar Molière fjölbreytt málsnið og ritstíl. Viss tilsvör
– t.d. þegar Alsest í Mannhatanum tjáir afbrýði sína – eru þess eðlis
að halda mætti að þau væru eintöl úr raunverulegum harmleikjum,
ef þau væru tekin úr samhengi. Þau vekja hlátur vegna þess að þau
stinga í stúf við samhengið sem þau eru sögð í. En þetta er stæling
á bókmenntastíl frekar en afskræming. Molière gerir í þessum til-
vikum aðför að harmleiknum með því að sýna að hann sé falskur,
uppskrúfaður og jafnvel yfirgengilegur.
Reyndar tengja leikrit hans hið háleita og hið lágkúrulega vegna
þess að þau fjalla um kynlíf, en ekki endilega á niðrandi hátt. Í leik-
ritinu Les Femmes savantes (Lærðu konurnar) er gert grín að Armande,
sem býður við tilhugsuninni um kynlíf, en ekki að systur hennar sem
langar til að ganga í hjónaband með öllu því líkamlega samneyti sem
MOLIÈRE
10.33112/millimala.14.1.8