Milli mála - 2022, Síða 181

Milli mála - 2022, Síða 181
MILLI MÁLA 180 Milli mála 14/2/2022 hafa hingað til haldið á lofti: að hann hefði verið veikur þegar hann skrifaði og setti upp Ímyndunarveikina. Ég hef alls staðar lesið að Molière hafi verið sárþjáður og að dauða kominn – dauða sem bar að þegar hann var á sviðinu á fjórðu sýningu á gamanleiknum. Georges Forestier telur þetta ekki vera rétt. Hann skrifar: „Molière dó fyrir slysni úr fylgikvillum umgangspestar.“4 Það sem hann hefur fyrir sér í þessu eru fyrst og fremst vitnisburðir samtímamanna. Hann teflir þeim á móti öðrum vitnisburðum sem ævisöguritararnir höfðu hingað til byggt sögu sína á. Niðurstaða hans er að Molière hafi ekki verið „oftar veikur en samtímamenn hans, á tímum þar sem hinn minnsti hiti, ef maður slapp lifandi frá honum, kostaði margar vikur af rúmlegu“.5 George Forestier telur sig þannig hafa rifið niður grímu, afhjúpað goðsögu. En ég er ekki sannfærð. „Hinn minnsti hiti“, „margar vikur af rúmlegu“? Þessi staðhæfing þolir enga rýni. Þó ekki sé tekið nema eitt dæmi: Hermaður á stríðs- vellinum barðist jafnvel þótt hann væri veikur – og aðalsmenn vörðu a.m.k. helmingi ævinnar á stríðsvellinum. Skilin milli veikinda og heilsu voru í raun mjög óljós. Þetta þýðir að enginn vitnisburður gat verið óumdeilanlegur á þessum tíma og það af tveimur ólíkum ástæðum. Annars vegar brugðu menn veik- indum iðulega fyrir sig til að koma sér hjá því að fara í heimsókn, í veislu eða hitta ákveðinn aðila. Allir vissu að veikindi voru oft upp- gerð en fyrst svo auðvelt var að grípa til þeirra hlýtur það að þýða að þau gátu verið meinlaus og einkenni þeirra óljós. Á sama tíma var fólk oft veikt, og jafnvel mjög veikt, og hvaða sjúkdómseinkenni sem var gat táknað upphafið að endalokunum. Afleiðingar veikinda voru ófyrirsjáanlegar. Það þýðir að fólk lifði í ævarandi ótta við að deyja á sviplegan og ófyrirsjáanlegan hátt. Það þýddi líka að ímyndunin var næstum því óumflýjanlegur fylgifiskur veikinda. Að lokum gefa þau atriði þar sem Molière hæðist að læknum (sér- staklega í leikritunum L’Amour médecin eða Ástin læknar og Monsieur de Pourceaugnac) tvennt til kynna. Læknar voru ekki færir um að greina sjúkdóma og þess vegna var gert svo mikið grín að þeim og 4 Molière, Œuvres complètes, I–II, París, Gallimard, ritröð Bibliothèque de la Pléiade, ritstj. Georges Forestier, 2. bindi, 2010, bls. 1544. 5 Sama rit, bls. 1543. MOLIÈRE 10.33112/millimala.14.1.8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.