Milli mála - 2022, Blaðsíða 188
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 187
Rebekka Þráinsdóttir
Háskóla Íslands
Um Ísaak Babel, Riddaraliðið
og „Pan Apolek“
Ísaak Babel, 1894–1940, var gyðingur og fæddist inn í sæmilega
stæða kaupmannsfjölskyldu í borginni Odessu. Babel lauk grunn-
skólagöngu í heimaborg sinni en sótti framhaldsskóla í Kænugarði.
Að því loknu fór hann til Pétursborgar að reyna sig sem rithöfundur.
Líkt og fleiri ungir menn sem vildu láta ljós sitt skína í bók-
menntaheiminum leitaði Babel til Maksíms Gorkí eftir fremur
árangurslitlar heimsóknir á ritstjórnir blaða og tímarita. Babel segir:
„Og sjá – ég á allt þessum fundi að þakka og alla tíð síðan mæli ég
nafn Aleksejs Maksímovítsj1 með ást og lotningu.“2 Fyrstu sögur
Babels komu út í tímariti Gorkís, Letopís. Þegar í ljós kom að reynslu
rithöfundarins unga af lífinu væri ábótavant, að enn vantaði nokkuð
upp á að eitthvað yrði úr þessu bókmenntabrölti „og að [ég] skrifaði
ótrúlega illa,“ segir Babel, „sendi Aleksej Maksímovítsj mig út á
meðal fólks“.3 Lífsreynslu-förin stóð í sjö ár. Ekki bara einhver sjö ár,
heldur voru þetta mikil hamfaraár í sögu Rússlands og Sovétríkjanna,
1917–1924. Um þetta segir Babel:
Á þessum tíma var ég hermaður á rúmensku vígstöðvunum, síðan var ég í
þjónustu Tsjeka, í nefnd um menntamál, tók þátt í matarúthlutunarferðum,
var í Norðurhernum gegn Júdenítsj, í Fyrsta Riddaraliðinu […] Það var
ekki fyrr en árið 1923 að ég lærði loks að koma hugsunum mínum skýrt
til skila og ekki í of löngu máli. Þá tók ég aftur til við skriftir.4
1 Eigin- og föðurnafn Gorkís.
2 Исаак Бабель, Сочинения, 1. bindi, 31.
3 Sama heimild, 32.
4 Sama heimild, 32.