Milli mála - 2022, Qupperneq 197
MILLI MÁLA
196 Milli mála 14/2/2022
– Mig langar að segja yður pan, hvíslar Apolek og leiðir mig af-
síðis, – að Jesús, sonur Maríu, var kvæntur Deboru, stúlku af lágum
stigum frá Jerúsalem …
– O, ten człowiek!4 – hrópar pan Robatskí í örvæntingu. – Þessi
maður ekki deyja í rúmið sitt … Fólk myrða þessi maður …
– Eftir kvöldmatinn, hvíslar Apolek lágum rómi, – eftir kvöld-
matinn ef það hentar pan skrifara …
Það hentar mér. Innblásinn af upphafi sögu Apoleks geng ég um
gólf í eldhúsinu og bíð óskastundarinnar. Úti stendur nóttin eins og
svört súla. Fyrir utan gluggann kólnar lifandi og dimmur garðurinn.
Undir mánanum flæðir gatan eins og skínandi mjólkurstraumur heim
að kirkjunni. Jörðin er lögð rökkurskyni, perlufestar úr sjálflýsandi
ávöxtum skreyta runnana. Angan liljanna er hrein og sterk eins og
spíritus. Þetta ferska eitur læsir sig í feitan, ósandi andardrátt elda-
vélarinnar og deyfir gljásvarta mollu frá grenigreinum sem liggja á
víð og dreif um eldhúsið.
Apolek, með bleikt hálstau og í snjáðum, bleikum buxum, dundar
sér í horninu sínu eins og blíðlynd og göfug skepna. Borðið er þakið
leir og litum. Gamli maðurinn vinnur með fínum og hröðum hreyf-
ingum og hljóðlátur, melódískur sláttur berst úr horninu. Gottfried
gamli slær taktinn skjálfandi fingrum. Blindinginn situr hreyfingar-
laus með sköllótt ennið í gulu olíuskini lampans. Álútur hlustar hann
á óendanlega tónlist blindu sinnar og muldur Apoleks, síns eilífa
vinar.
– … Og það sem þeir segja herranum, prestarnir og guðspjalla-
maðurinn Markús og guðspjallamaðurinn Mattheus, er ekki sann-
leikurinn … En ég get opinberað yður sannleikann, pan skrifari, og
fyrir fimmtíu mörk er ég tilbúinn að mála af yður mynd í líki heilags
Frans með gróður og himin í bakgrunninum. Pan Frans var afar lát-
laus dýrlingur. Og ef pan skrifari á unnustu í Rússlandi … Konur
unna heilögum Frans, en þó ekki allar konur, herra …
Þannig hófst sagan af brúðkaupi Jesú og Deboru í horninu, sem
angaði af greni. Stúlkan átti sér biðil, eftir því sem Apolek sagði.
Unnusti hennar var ungur Ísraeli sem verslaði með fílabein. En brúð-
kaupsnótt Deboru lauk í örvinglan og táraflóði. Konan varð gripin
skelfingu þegar hún sá eiginmann sinn nálgast rekkju sína. Hiksti
4 „Æ, þessi maður!“, pólska.
PAN APOLEK
10.33112/millimala.14.1.12