Milli mála - 2022, Síða 198
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 197
þandi út kok hennar. Hún spjó upp úr sér öllu sem hún hafði etið í
brúðkaupsveislunni. Skömm féll á Deboru, föður hennar og móður,
og alla ætt hennar. Eiginmaðurinn yfirgaf hana, hæddist að henni og
kallaði saman alla gestina. Þegar Jesús sá raunir konunnar, sem beið
manns síns og hræddist hann, klæddi hann sig í föt brúðgumans,
og fullur meðaumkunar sameinaðist hann Deboru þar sem hún lá í
spýju sinni. Síðan gekk hún til gestanna hávær og sigri hrósandi eins
og kona sem er hreykin af hrösun sinni. Og Jesús stóð einn álengdar.
Dauðasviti spratt út á líkama hans, býfluga sorgarinnar stakk hann
í hjartað. Óséður yfirgaf hann hátíðarsalinn og hélt af stað til lands
eyðimerkurinnar, austur af Júdeu, þar sem Jóhannes beið hans. Og
Debora ól frumburð sinn …
– Hvar er hann? hrópaði ég.
– Prestarnir földu hann, sagði Apolek ábúðarfullur og færði léttan
og kaldan fingurinn að drykkjumannsnefi sínu.
– Pan listamaður, hrópaði Robatskí skyndilega, þar sem hann reis
upp úr myrkrinu og grá eyru hans blöktu, – hvað þér segja? Þetta
ekki satt …
– Tak, tak, Apolek hnipraði sig saman og greip í Gottfried, – tak,
tak, panie5 …
Hann dró blindingjann að útganginum, en á þröskuldinum dokaði
hann við og benti mér til sín með fingrinum.
– Heilagur Frans, hvíslaði hann og deplaði augum, – með fugla
á ermunum, dúfur eða þistilfinkur, allt eftir því sem herrann kýs …
Og hann hvarf á braut ásamt sínum blinda og eilífa vini.
– Ó, þvílíkur vitleysa! sagði þá kirkjuþjónninn Robatskí. Þessi
maður ekki deyja í rúmið sitt …
Pan Robatskí glennti upp ginið og geispaði eins og köttur. Ég
kvaddi og fór heim að sofa, heim til gyðinganna minna sem höfðu
misst allt.
Heimilislaus máninn slæptist um þorpið. Ég slóst í för með honum
og vermdi innra með mér drauma sem aldrei rætast og hjáróma
söngva.
Rebekka Þráinsdóttir þýddi
5 „Já, já, herrar mínir“, pólska.
ÍSAAK BABEL