Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 71

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 71
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 71 og Guðfinna, lögðu áherslu á að börnin þeirra hlytu menntun og hvöttu þau til náms. „Við fórum þrjú systkinin í Reykholt, en Bryn­ hildur elsta systir mín hafði farið fyrst og reyndar kom ekki aftur vestur, kynntist ungum manni í sveitinni og búsetti sig þar. Ég er þarna tvo vetur og var ánægður. Þetta var að mörgu leyti agaður og góður skóli með úrvalsmenn á borð við Þorgils Guðmundsson, bræð­ urna Björn og Magnús Jakobssyni og séra Einar Guðnason, þeim á ég öllum gott að upp unna,“ segir Hallur. Haldið suður Eftir veturna í Reykholti fer Hallur aftur vestur í Önundar­ fjörð og fór fyrst á bát sem hét Egill Skallagrímsson, sem HB&Co hafði átt en selt Angantý Guðmundssyni skipstjóra á Flateyri. „Ég var með honum nokkuð lengi, en Kvikk hafði þá verið seldur til Bíldu­ dals. Ég geri svo út eigin bát, Kára ÍS­19, í félagi við annan, 6,5 tonna trilla og gekk vel að fiska á honum. Ég og Fjóla giftum okkur 1953 og börnin okkar fæðast fyrir vestan. Árið 1967 hætti ég að læknisráði sjómennsku og við seljum bátinn. Læknirinn sagði einfaldlega við mig að ef ég ætlaði að eiga lengra líf yrði ég að hætta á sjó, ég þyldi ekki kuldann. Haustið 1967 ákveðum við því að flytja til Reykjavíkur og foreldrar mínir fylgja okkur suður. Við komum okkur fyrir á Framnes­ veginum og fyrstu þrjú og hálft árið starfaði ég hjá heildversluninni Johnson Lindsey. Guðjón Hólm eigandi fyrirtækisins var besti vinnuveitandi sem ég hef haft og reyndist mér mjög vel. Árið 1970 kaupum við svo hverfisverslun­ ina Svalbarða sem var í sama húsi og við bjuggum í. Til að fjármagna kaupin tókum við fjölskyldan okkur til, fengum kindamör frá Reykhús­ inu í Skipholti sem kaupmaður­ inn hafði tekið upp í skuld, skárum heima og bræddum, formuðum í mót og seldum á hverjum degi í gegnum heildverslunina. Áður hafði ekki verið hægt að kaupa hamsatólg í verslunum. Við hjónin bjuggum á efri hæð­ inni á Framnesveginum en for­ eldrar mínir í íbúð á neðri hæð­ inni. Svalbarða rekum við nær sam­ fellt í 30 ár þegar við ákveðum að selja. Reyndar hafði ég í millitíð­ inni lokað versluninni í tvö ár og tekið að mér verslunarstjórnun í JL húsinu við Hringbraut. En í Sval­ barða snéri ég aftur enda féll það mér betur að vera eigin herra. Þá kom með mér í rekstur Svalbarða Björgvin Magnússon sem verið hafði aðstoðar verslunarstjóri í JL húsinu.“ Byggði upp verslun með sérstöðu Þegar Hallur hóf kaupmennsku í Svalbarða í Reykjavík sá hann fljótlega að byggja þyrfti upp sér­ stöðu til að auka viðskiptin. Haf­ andi verið sjómaður í yfir aldar­ fjórðung ákvað hann að nýta þekk­ inguna og fara að selja harðfisk og annan séríslenskan mat. Harðfiskur var þá ekki almennt til sölu í versl­ unum á höfuðborgarsvæðinu eins og við þekkjum í dag. „Ég fór að kaupa harðfisk fyrir vestan og gerði strangar kröfur um gæði og áreiðan­ leika. Aðallega keypti ég af þremur körlum á Þingeyri, Bolungarvík og Flateyri. Þessi vara spurðist út og á nokkrum árum urðum við stærsti einstaki harðfisksalinn á landinu. Seldum jafnvel tvo togarafarma á ári, eða yfir 20 tonn af þurrk­ uðum fiski. Til að rúma innkaupin kom ég mér upp frysti­ og kæli­ gámum í porti á bak við verslunina. Auk harðfisksins seldum við ýmsan annan íslenskan mat í búðinni. Meðal annars mikið af hákarli. Axel Thorarensen á Gjögri seldi mér reyktan rauðmaga sem varð gríðar­ lega vinsæl söluvara. Þá keypti ég og áframseldi sólþurrkaðan saltfisk frá Hjálparsveitinni á Ísafirði og Elín í Svartárkoti í Bárðardal seldi mér gríðarlegt magn af reyktum silungi. Með því að leggja áherslu á gamla vestfirska matinn og þjóð­ lega matarhefð, sem margir þekktu úr æsku, má segja að verslunin hafi gengið ágætlega. Við eignuðumst marga trausta og trygga viðskipta­ vini sem gátu vitað að hverju þeir gengju,“ segir Hallur. „Ég lét síðan af kaupmennsku þegar ég var sjötugur. Eftir söluna á Svalbarða kaupum við Fjóla okkur íbúð hér í Frostafold í Grafarvogi og hér hef ég búið frá aldamótum.“ Fjólu sína missti Hallur í febrúar á þessu ári en hann býr áfram í íbúð­ inni sinni. Hann fær heimilishjálp tvisvar í mánuði til að skúra gólfin, en að öðru leyti bjargar hann sér sjálfur og kveðst una hag sínum vel. Börnin hans búa öll á höfuðborgar­ svæðinu og eru honum traust stuðnings­ og hjálparnet. mm/ Ljósm. úr einkasafni Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Magnús SH 205 Sjóvá Akranesi, sími 440-2360 Sjóvá Borgarnesi, sími 440-2390 Sjóvá Ólafsvík, sími 436-1617 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Um tíma gerði Hallur út bátinn Kára ÍS-19. Kvikk ÍS-306 var smíðaður á Ísafirði 1906. Helgi Sigurðsson útgerðarmaður á Kvikk ÍS fór eftir hverja veiðiferð og gaf lítilmögnum soðningu. Hér er mynd af honum sem vafalítið prentast illa og er beðist velvirðingar á því. Kristín Dóra Ólafsdóttir barnabarn Halls og Fjólu gerði þessa vatnslitamynd af framhlið verslunarinnar Svalbarða við Framnesveg 44.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.