Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 77

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 77
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 77 „Það er svo mikill erill í borginni og margt fólk. Ég fer tvisvar á ári þangað og það tekur mig orðið tvo daga að venjast hávaðanum og mannmergðinni. Ég sé það líka með augum Björns þegar hann kemur út með mér að þetta á ekki við hann. Og ég hef breyst hér,“ segir hún hugsi. „Lært að vera róleg og þolinmóð og að kunna að meta þögnina.“ Lítill breytingamaður Björn tekur undir orð Jennu um lífið í stórborginni. Hann segir að fólk sé þar mikið inni við og sjón­ varpið sé stærsti hluturinn í stof­ unni. Úti séu líka svo há tré, að það sé mikill skuggi, jafnvel þegar veðrið er gott. Svo sé erfitt og tíma­ frekt að eiga erindi eitthvert, það geti tekið fjórar klukkustundir að fara í eina verslun. Hann er sjálfur fæddur og uppalinn á Akranesi en fólkið hans kemur af Ströndum og úr Svarfaðardal. Hann segist alltaf hafa verið á Skaganum og sé lítill breytingamaður. „Ég vann í sem­ entinu í 34 ár og hætti ekki þar fyrr en verksmiðjan lokaði. Þá fór ég í álverið og er búinn að vera þar í tíu ár. Ég er ekki með framhalds­ menntun í farteskinu; hef aldrei getað lært á bók og þá er ekki margt hægt að gera,“ segir hann. En seinna í þessu viðtali kemur í ljós að honum er margt til lista lagt. Björn á eina systur á lífi sem býr á Skaganum. „Við vorum þrjú systk­ inin en ein systir mín lést eftir að hafa barist lengi við krabbamein. Pabbi okkar vann í sementinu, var á sjó, í virkjunum og var á hvalnum. Hann breytti oftar til en ég,“ segir hann kíminn. „En mamma var heimavinnandi og vann líka í Skagaveri og í frystihúsum og slíku.“ Að horfa ekki í augun Við höldum áfram að ræða mun­ inn á átta þúsund manna sam félagi á Íslandi og nærri nítján millj­ óna borg í Bandaríkjunum. Björn segir margt hafa virst sérstakt í augum Jennu þegar hún kom fyrst á Skagann. „Þegar við keyrðum um bæinn tók hún eftir að ég heilsaði mörgum. Það voru jú ýmsir kunn­ ingjar, skólafélagar og frændfólk. En hún ályktaði að ég hlyti að vera frægur Íslendingur sem margir vissu hver var. Á hennar heima­ slóðum gætir maður þess nefnilega að horfa ekki í augun á fólki sem maður mætir. Þú gætir þá allt eins verið búinn að mynda tengingu við geðveikan brjálæðing. Hún hrökk líka við að sjá lítil börn frjáls ferða sinna hér, á heimleið úr skóla eða úti að leika og sagði að barn eins og þetta væri horfið eftir tvær mín­ útur í New York!“ Jenna samsinnir þessu og segir að í stórborginni sé umhverfið afar ólíkt. „Þér er kennt í skóla að óttast alla fullorðna sem þú ekki þekkir. Og hvernig getur það verið að krakki gangi einn heim úr skólanum? En hér er þetta allt öðruvísi. Það versta sem gæti skeð væri að barn villtist. En þá myndi örugglega einhver þekkja til þess og vísa því veginn,“ segir hún og hlær. Í miðju hamfara Jenna er uppalin í Queens, stærsta hverfi New York borgar. „Hverfið var ágætt, en maður var samt ekki úti við án þess að hafa varann á sér,“ segir hún. „Hér er maður hins vegar áhyggjulaus á ferli.“ Hún lærði blaðamennsku og fjölmið­ lun við Háskólann í Connecticut og hafði einsett sér að sérhæfa sig í skrifum um stjórnmál. En þegar til kom hugnaðist henni ekki stjórn­ málaástandið í Bandaríkjunum svo hún færði sig yfir í viðskipti og fjár­ mál. Næstu þrettán árin skrifaði hún helst um málefni Kauphallar­ innar í New York (Wall Street), fasteignaviðskipti og tryggingamál, m.a. fyrir fjármálaritið Pensions and Investments. Hún segir að það hafi ekki verið upphaflega planið að vinna með þennan málaflokk. „En mér fannst þetta samt áhugavert. Þá sex mánuði sem ég dvaldi á Íslandi árið 2008 ætlaði ég svo að afla tekna með því að skrifa. En hrunið varð tveimur vikum eftir að ég kom og það breytti öllu. Allt í einu var ég stödd í miðju hamfara og fólkið mitt hafði miklar áhyggjur af mér.“ Eftir hrunið fór Jenna heim­ leiðis. En Ísland fór ekki úr huga hennar og hún kom enn á ný til að ferðast um landið. Síðar þróað­ ist vinasamband hennar og Björns í að þau urðu par. Það þýddi búferla­ flutning til Íslands og þau gengu í hjónaband árið 2013. „Þetta var gríðarlega stór ákvörðun fyrir mig því starfsframi minn var mér mjög mikilvægur. Og ég vissi að ég myndi ekki fá sömu tækifæri hér og heima, jafnvel þótt ég lærði íslensku mjög vel,“ segir hún. Að starfa hjá forsetafrúnni Og hvernig finnst Jennu íslenskan? Það stendur ekki á svari. „Erfið! Ég var um þrítugt þegar ég fór að læra hana í háskólanum og fannst að margir þar væru lengra komnir en ég. Sumir kunnu mörg tungumál, en ég kunni bara ensku. Það var ekki lögð mikil áhersla á tungumál í New York. Ég lærði samt spænsku í þrjú ár í skóla. En ég hafði aldrei mikinn áhuga á spænskunni. En bara það að nema öll hljóð í íslensk­ unni er erfitt, en ég hef ekki gefist upp og þarf að taka mig á í þessu,“ segir hún brosandi. Jenna vann um nokkurt skeið í Reykjavík fyrir ferðaskrifstof­ una Nordic Visitors. Hún hefur líka skrifað fyrir The Reykjavík Grapevine og tímaritin Iceland Review og Icelandic Times. Hún skrifaði líka fyrir Flugblað Icelandair þegar Eliza Reid var ritstjóri þess og segir að pabba sínum hafi fund­ ist mjög flott að hún væri að vinna undir stjórn forsetafrúar Íslands. Að skrifa og teikna Ritstörf Jennu í dag eru fjölbreytt. Fjórða útgáfa ferðahandbókar­ innar er nýkomin út og í sumar skrifaði hún grein um hvalveiðar. Svo skrifar hún reglubundið fyrir íslensk fyrirtæki sem starfa á alþjóð­ legum grundvelli á sviði fjármála, tækni eða ferðamála svo nokkuð sé nefnt. Nýverið samdi hún svo grein fyrir inews.co.uk. um sér­ grein þjóðarinnar; íslenska bóka­ flóðið. Þar skýrir hún á fallegu máli um hvað er að ræða og tekur bæði bókaútgefendur og höfunda tali. „Að geta skrifað er aðdáunarverður eiginleiki,“ segir Björn. „Sjálfur get ég ekkert skrifað!“ Jenna skýtur inn í umræðuna að hún geti heldur alls ekki teiknað og málað eins og hann, myndirnar hans séu sterkar og áhrifamiklar. Áhrifavaldurinn Bowie Bakgrunnur Jennu og Björns er vissulega gjörólíkur. En það er augljóst að þau eru skyldar sálir. Ekki síst eiga þau það sameigin­ legt að tilheyra aðdáendahópi um líf og sköpunarverk David Bowie. Þau gjörþekkja hvert einasta verk. Gríðarlegt safn vínylplatna og myndir tengdar Bowie þekja veggina. Björn segir að hann hafi ungur kynnst tónlist Bowie þegar eldri systir hans fór að spila tón­ listina hans. Hann fékk lánaðar plötur hjá henni og heillaðist. „En ég sá hann ekki á tónleikum fyrr en hann kom til Íslands og kom fram á Listahátíð í Laugardalshöll­ inni árið 1996. Svo í annað skipti á tónleikum í Kaupmannahöfn árið 2003,“ segir hann. „En Jenna hefur farið á heila fjórtán tónleika með honum.“ Jenna staðfestir þetta. „Ég var líka svo lánsöm að vera við­ stödd þegar hann kom í síðasta sinn fram opinberlega. Það var á góð­ gerðarsamkomu í Hammerstein Ballroom á Manhattan í nóvember 2006, þar söng hann þrjú lög. Það þurfti að borga tvö þúsund dollara (um 280 þúsund ísl. kr.) til að kom­ ast inn svo ég hafði engan veginn efni á að fara. En vegna þess að ég tilheyrði Bowie samfélaginu bauðst mér að vera þarna sem ég auðvitað Við tökum að okkur færslu bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við starfsfólk okkar á skrifstofum KPMG á Vesturlandi í síma 545 6000 eða með tölvupósti á kpmg@kpmg.is Einblíndu á það sem skiptir máli __ kpmg.is Ein mynda Björns. Í forgrunni er Akranesviti. Hægra megin er myndin sem hann notaði sem innblástur. Tvær Bowie myndir eftir Baska (Bjarna Skúla Ketilsson). Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.