Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 80

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 80
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202280 Íslenski fáninn blaktir við snoturt hús á Varmalandi í Stafholtstungum þegar blaðamaður Skessuhorns rennir þar í hlað í byrjun desem­ ber. Þarna er annað heimili þeirra Vilhjálms Hjörleifssonar og Eliza­ beth Goodall Alexandersdóttur, en þau eiga einnig íbúð í Reykja­ vík. Athygli vekur hvað umhverfið er fallegt og þéttur greniskógur skapar skemmtilega og óvanalega umgjörð um húsið. Náttúrulega kirkjukór Ekki er síður gaman að koma inn þar sem allt er glæsilega skreytt, enda er komin aðventa. Veggina prýða falleg málverk eftir Eliza­ beth sem er frístundamálari og hélt sýningu á Varmalandi fyrir tveimur árum. En erindi blaðamanns er að eiga nokkur orð við Vilhjálm, eða Villa eins og hann er kallaður. Við það tækifæri býður hann upp á bragðprufu af grænlensku hrein­ dýrakjöti, því hann er nýkominn heim frá Grænlandi. En maður­ inn er Lunddælingur og þar hefst samtalið. „Lundarreykjadalurinn var ósköp venjulegt sveitasam félag þegar ég var að alast upp,“ segir Villi. „Það var hlustað á Rás 1 og horft á sjónvarpið. Bókasafnið var opið á fimmtudögum í félagsheim­ ilinu í Brautartungu. Svo voru auð­ vitað skemmtanir og ég man eftir þorrablótum þar sem bragir voru kveðnir sem ég kann enn hrafl úr. Og það var náttúrulega kirkjukór og ungmennafélag.“ ­ Þetta þætti nú gott þó um fjölmennara sam­ félag væri að ræða en Lundar­ reykjadalinn, hugsar blaðamaður. Upplifði ekki aldursmun Villi heldur áfram og segist ekki hafa farið á þorrablót fyrr en hann var orðinn sextán ára. Hann er yngstur þriggja barna Olgu Þ. Júlíusdóttur og Hjörleifs Vilhjálmssonar bænda á Tungufelli og faðir hans var fæddur og uppalinn á bænum. „Pabbi var yngstur systkina sinna, fæddur árið 1909,“ segir Villi. „En mamma var fædd 1934 svo það var mikill aldurs­ munur á þeim. En ég upplifði ekk­ ert þennan aldursmun, þetta voru bara foreldrar mínir. Það er eins og annað sem maður elst upp við, það finnst manni eðlilegt. Rafmagn kom t.d. ekki að Tungufelli fyrr en rétt fyrir 1970, þó er Lundarreykja­ dalurinn varla talin afskekkt sveit. Aldrei fannst mér það nokkuð há okkur í dalnum, eða við vera öðru­ vísi fyrir það.“ Olga móðir Villa var úr Arnar­ firðinum og átti einn son frá því áður. Hann hét Heiðar Bergmann Baldursson og var fæddur árið 1949, en ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Bíldudal. Systkinin á Tungufelli voru hins vegar þrjú og Villi yngstur þeirra. Hin eru Júl­ íus fæddur 1955 og Kolbrún fædd 1958. Villi er yngstur og kom í heiminn 18. maí 1963. Blaðamaður hefur orð á því að hann nái ansi langt aftur með því að eiga for­ eldri sem var fætt árið 1909. Hann tekur undir það og segir að hann sé bræðrabarn við fólk sem er núna orðið mjög aldrað. Páll Jökull Eins og fyrr segir var móðir Villa úr Arnarfirðinum. „Afi hennar og langafi minn var Páll Pálsson sem nefndur var Páll Jökull,“ segir hann. „Hann var fylgdarmaður jöklakönnuðarins William Watts á árunum 1874 og 1875 og þeir voru fyrstir til að fara yfir Vatna­ jökul.“ Watts hafði heyrt vel af Páli látið og valdi hann til farar með sér ásamt fleirum. Þeir lögðu upp frá Núpsstað í ágúst 1874. Þess má geta að norður af Kálfafelli er fell sem heitir Pálsfell sem Watts nefndi svo í höfuðið á ferðafélaga sínum. Af ýmsum ástæðum gekk ferðin ekki að óskum í þetta sinn og þeir urðu að snúa við. Sumarið eftir var reynt aftur. Þá báru þeir það nauðsynlegasta á bakinu, og drógu á sleðum en aðrir fylgdarmenn og hestar fóru austur með byggðum og komu til móts við þá á Gríms­ stöðum á Fjöllum. „Þeir þurftu að hafa allt með sér gangandi,“ segir Villi. „Þeir komu þarna að Gríms­ stöðum og morguninn eftir kemur einhver gestkomandi og segir að það sé eldur uppi í suðri. Þá var byrjað að gjósa í Víti; Öskjugosið fræga. Þeir fóru þá náttúrulega beint þangað til að skoða þetta, langafi og Watts. Þeir gengu upp á fjallið og horfðu yfir Öskjuvatn og Víti og upplifðu þetta allt saman.“ Saman nefndu þeir gíginn Víti. Fólkið fyrir vestan Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig Hjörleifur á Tungufelli kynntist Olgu, fyrst þau voru sitt úr hvorum landshlutanum. Sagan byrjar örlítið fyrr, eða með syni Páls Jökuls, Júlíusi móðurafa Villa. „Hann var farkennari og bjó austur á Fjörðum þar sem hann átti konu og tvö börn sem hann svo missti,“ segir Villi. „Þá flutti hann þvert yfir landið yfir í Arnarfjörð og var þar við farkennslu og búskap. Þar kynntist hann Ragnhildi ömmu minni og eignaðist nýja fjölskyldu. Mamma mín og systkini hennar urðu þá til, alls níu systkina hópur. Fjölskyldan bjó á mörgum stöðum, m.a. á Dynjanda. Þar leið þeim best, því þar var besti húsakostur­ inn. En síðast bjuggu þau á Bíldu­ dal. Mamma hafði eignast Heiðar son sinn þegar hún var bara ung­ lingur. Hann ólst líka upp í stóra systkinahópnum hjá afa og ömmu, en mamma hafði alltaf samband við hann þótt langt væri á milli eftir að hún flutti í Borgarfjörð. Mamma kom einfaldlega sem ráðskona til pabba, það var ekki óalgengt á þeim árum. Þá var á Tungufelli nýbyggt þriggja hæða steinhús og Hjör­ leifur á Tungufelli var myndar­ legur maður þó að hann væri 25 árum eldri en ráðskonan,“ segir Villi. Hann segir að foreldrar sínir hafi aldrei gifst, en þau gengu með gullhringa hvors annars og hvíla nú hlið við hlið í Lundarkirkjugarði. Átta ára í skóla Í barnæsku Villa var ekki um aðra skólagöngu að ræða en heimavistar­ skóla. „Það var mörgum erfitt og sumir fengu mikla heimþrá,“ segir hann. „Þá fór maður í skólann sjö ára gamall. En ég fór þó ekki þangað fyrr en átta ára. Málið var að ég var orðinn fluglæs, reiknandi og skrifandi og hafði lesið allar bækur á heimilinu. Mér var því hlíft við að fara fyrsta skólaárið,“ segir hann. „En átta ára fór ég í heimavist á Kleppjárnsreyki og lík­ aði ágætlega. Samt þekkti ég mjög fáa.“ Þrátt fyrir að hann þekkti ekki marga í fyrstu breyttist það fljótt því Villi hefur alltaf haft gaman af samskiptum við fólk. Skóla­ stjórn var á þessum tíma í höndum Hjartar Þórarinssonar sem hann segir að hafi verið mikill ljúflingur en samt góður stjórnandi sem gaf ekkert eftir. Strax á þessum árum var Villa falin ákveðin forysta fyrir nemendur svo sem með störfum fyrir skólafélagið. Næst lá leiðin í aðra heimavist, í Reykholt, þar sem Villi var þar til hann fór að vinna. Hann var þar strax kominn í félags­ mál og var kosinn skólafélagsfor­ maður þótt hann væri ekki loka­ ársnemandi, eins og venjan var þá. Það hafði aldrei komið fyrir áður að skólafélagsformaðurinn væri ekki lokaársnemandi. „Ég tranaði mér samt aldrei fram,“ segir hann. „Ég var bara beðinn um þetta, og hafði líka verið beðinn um að taka þátt í leikuppfærslum. Sennilega var þetta af því ég þorði að koma fram.“ Ingiríður og Guðmundur Við grípum orð hans á lofti og ræðum þetta með leiklistina. Þú hefur ef ég man rétt staðið á sviði með Ingvari Sigurðssyni? „Já, Svona er ég Spjallað við Vilhjálm Hjörleifsson frá Tungufelli í Lundarreykjadal Villi og Elizabeth við hús sitt á Varmalandi. Villi á Grænlandi. Þennan dag hefði Ólafur Jennason heitinn vinur Villa orðið sextugur og það var flaggað í minningu hans. Falleg hleðsla eftir Unnstein Elíasson afmarkar brekk- una við grenilundinn og Econoline bíllinn er í forgrunni. Leikritið Ingiríður Óskarsdóttir var sýnt í Borgarnesi 1985 og setti aðsóknarmet. Hér er leikhópurinn ásamt leikstjóra. Efri röð f.v: Carmen Bonich, Guðjón Sigvaldason leikstjóri, Helgi Björnsson, Hreggviður Hreggviðsson, Ingvar E. Sigurðsson og Blængur Alfreðsson. Neðri röð: Villi, Grétar Sigurðarson, Jenný Lind Egilsdóttir og Hjördís Karlsdóttir. Málverk Elizabeth prýða veggi heimilisins og m.a. má sjá þar röð smámynda, Iceland on a line. Villi setti þetta fallega upp á vegg og línu undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.