Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 96
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202296 Unnsteinn Kristinn Hermanns­ son tók við kúabúi foreldra sinna á Leiðólfsstöðum í Laxárdal árið 1997. Þar býr hann nú ásamt konu sinni Þóreyju Björk Þórisdóttur og börnum þeirra. Blaðamaður Skessuhorns lagði leið sína í Dalina til að frétta af búskapnum og tilver­ unni almennt. Í daglegu tali er maðurinn nefndur Steini Kiddi eða Steini. Hann hefur sterkar skoðanir á ýmsu, sérlega þó stöðu íslensks landbúnaðar. Svo finnst honum gott að vera á ferðinni og hitta fólk. Nánar verður komið að því síðar, en það er ljóst að það er nóg að gera á Leiðólfsstöðum II. Þó vinnur Steini út frá búinu líka og hefur gert í mörg ár. Við byrjum á að ræða upprunann. Ekki á leiðinni burt „Ég er fæddur og uppalinn á Leið­ ólfsstöðum og hef aldrei flutt lög­ heimilið héðan,“ segir hann. „Og ég er ekki á leiðinni burt, þótt enginn viti ævina fyrr en öll er. Það er gaman að gera það sem maður er búinn að gera og leiðinlegast að hafa ekki gert meira,“ segir hann og hlær. Þórey er ættuð úr Dölunum en alin upp í Kópavogi. Þau hafa verið saman í um þrettán ár og segja að örlagavaldurinn hafi verið ball sem Þórey fór á ásamt frænku sinni og hitti Steina. „Þetta gerðist bara,“ segir hann. „Ég var sko ekki í neinum konuhugleiðingum!“ Dalakona að sunnan Blaðamaður laumar inn spurningu til Þóreyjar um hvernig henni líki við að búa í dreifbýlinu fyrst hún er ekki alin upp í þannig umhverfi. Fram kemur að hún var mikið í sveit hjá afa sínum og ömmu á Hofakri í Hvammssveit svo hún þekkir vel til aðstæðna og kann vel við sig. Þau eiga saman tvö börn, fyrir átti hún eitt barn og hann tvö svo fjölskyldan telur fimm ung­ menni á ýmsum aldri. Börnin sem þau eiga saman eru tíu og ellefu ára og ganga í skóla í Búðardal í um korters akstursfjarlægð. Þórey starfar að búinu, en er auk þess með bókhald, hún er lærður bókari og vann við það fyrir sunnan þegar þau kynntust. Fjósið mætti vera stærra Hvað eruð þið með margar kýr? „Þær eru á bilinu 45 til 60 eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir Steini. „Sá fjöldi myndi henta vel fyrir einn mjaltaþjón og það væri gaman að geta keypt einn slíkan. En eins og er erum við með mjalta­ gryfju. Fjósið var byggt árið 2004 og ég þakka Ólafi Sveinssyni atvinnuráðgjafa það að hafa kom­ ist gegnum þá fjármögnun. Hann reyndist mér ákaflega vel,“ segir Steini. „Við erum reyndar komin á þann stað núna að það væri gott að stækka fjósið og hafa meira pláss, t.d. til að hafa geldkýr í. Svo mætti kúnum fjölga eitthvað. Við þyrftum helst að ná því að hafa um fimmtíu mjólkandi kýr í fjósinu allt árið um kring, það væri hentugri eining.“ Praktískt samstarf milli bæja Þau búa á Leiðólfsstöðum tvö, en á Leiðólfsstöðum eitt býr Bjarni eldri bróðir Steina og er með sauðfé. Þegar Steini ákvað að kaupa kúa­ búið af foreldrum þeirra var gengið frá skýrum samningi um hvaða land tilheyrði hvorum bræðr­ anna, en lögbýlinu sem slíku hefur hins vegar ekki verið skipt. Blaða­ maður spyr hvort nægt land sé til að afla fóðurs fyrir kýrnar? „Já,“ segir Steini. „En til að auka það enn frekar keyptum við nágranna­ jörðina Höskuldsstaði þar sem eru fínir ræktunarmöguleikar. Þetta gerðum við í samstarfi við frænda minn og vin sem býr á Svarfhóli hér framar í dalnum. Hann er líka í samstarfi við okkur bræðurna um öll heyvinnslutæki og við vinnum allan heyskap saman.“ Ekki gott að fara aldrei neitt Þótt vel sé á málum haldið í búskapnum vinna þau hjónin líka út frá búinu til að hlutirnir gangi upp. Þórey er með bókhaldsverk­ efni heima fyrir og hann gerir út vörubíl. Þau eru reyndar bæði með meirapróf og aðspurð segir Þórey að hún hafi tekið prófið þegar hún var einstæð móðir á sínum tíma og vantaði peninga. Blaða­ maður er fullur aðdáunar á því að kona sé með meirapróf, en tím­ arnir hafa vissulega breyst og slíkt er gamaldags hugsun. Þau segja það koma sér vel fyrir þau bæði að hafa meiraprófið. Steini annast allan akstur fyrir Sláturfélag Suðurlands að haustinu og ekur fyrir þá með gripi af öllu Vesturlandi og suður á Selfoss. Þegar á þarf að halda sefur hann í bílnum þar sem gott er að stoppa. Áður annaðist hann nauta­ flutninga af Vestfjörðum fyrir slát­ urhúsið í Króksfjarðarnesi og fór þá nánast allan Vestfjarðarhringinn aðra hvora viku. Hann byrjaði að keyra fyrir Sláturfélagið árið 2010. Þetta er aukabúgreinin að haustinu. „Ég var áður í rúningi og klippti þá átta til tíu þúsund fjár á hverju hausti hérna í Dölunum. En það reynir mjög á mjaðmirnar svo ég hætti því.“ Hann segir akstur­ inn vera ágætis atvinnu. „En mest finnst mér gaman að komast að heiman og hitta fólk, það er ekki gott að fara aldrei neitt,“ segir hann. Faldi sig í skólanum Nú berst talið að bakgrunninum, en eins og áður kom fram er Steini uppalinn á Leiðólfsstöðum. Hann er fæddur árið 1972, langyngstur og níu árum yngri en næsta systk­ ini. Hann segir að sér hafi gengið illa í barnaskóla og ekki liðið vel. „Ég var örugglega með bullandi lesblindu og athyglisbrest og rakst illa,“ segir hann. „Á haustin passaði ég að velja mér stað aftast í skóla­ stofunni eða í skoti þar sem hurðin var. Þar gat ég setið með skólatösk­ una uppi á borði, hálfgert í felum. Í þá daga var ekkert gert til að aðstoða krakka sem ekki fundu sig í bók­ legu námi og gátu ekki setið kyrr. Ef ég var svo óheppinn að vera tek­ inn upp sagðist ég ekki skilja alveg og var þá bara sagt að fylgjast betur með,“ segir hann hugsi. „Það versta er að ég er enn að rekast á svona lagað í skólakerfinu í dag. En Þórey er frábær í því að fylgja krökkunum okkar vel eftir svo þeim gangi betur en mér á sínum tíma.“ Stimplaði einstaklinga ekki vonlausa Þegar komið var fram í níunda bekk gafst Steini alveg upp á frek­ ari skólagöngu. „Ég sá engan til­ gang í að vera í skólanum áfram og er þrjóskur skratti,“ segir hann. Við Harald Óskar áðurnefndur frændi minn á Svarfhóli erum nán­ ast eins og bræður, hann er systur­ sonur minn en bara tveimur árum eldri. Hann bjó þegar þetta var í Stykkishólmi og vann í fiski. Ég var í Reykjavík í tannréttingum þá en hringdi í mömmu og sagði henni að ég kæmi ekkert heim, ég væri að fara í Stykkishólm í fiskinn. Ég gat búið þar hjá systur minni, fór á vertíð og leið vel, það var yndis­ legt að komast úr skólanum og gott að fara að vinna með höndunum,“ segir hann. „Þegar ég var yngri var hérna kennari sem hét Björn Guð­ mundsson og hjá honum gat ég reyndar lært, hann náði einhvern veginn til mín. En svo flutti hann inn að Laugum í Sælingsdal og fór að kenna þar. Hann kom þá til for­ eldra minna og spurði hvort hann mætti taka mig með í þann skóla, en á þeim árum vildi ég ekki fara að heiman. En hann náði til þeirra sem áttu erfitt með að læra á Laugum, hann stimplaði ekki einstaklinginn fyrir fram sem vonlausan, en það viðhorf er mjög slæmt,“ segir Steini og leggur áherslu á orðin. Halldór og Jóhannes Steini var á vertíð í Hólminum fram til 1. maí þetta ár. Þá kom hann aftur heim í Dalina og fór að vinna hjá Jóhannesi Benediktssyni sem rak fyrirtækið Tak í Búðardal. Hann segist hafa litið mjög upp til vinnuveitanda síns. „Það eru tveir menn sem ég hef alltaf litið upp til, annars vegar Halldór Guðmunds­ son heitinn í Magnússkógum og hins vegar Jói Ben.“ Steini fór á malara hjá Taki og vann á hjóla­ skóflum. Honum fannst gott að vinna með höndunum og fannst gaman í vinnunni. „Svo hætti ég þarna en var á sumrin samt alltaf í Taki. Ég vann í sláturhúsinu og var svo ungur að það þætti barna­ þrælkun í dag,“ segir hann kíminn. Afgreiddi búfræðina fljótt Hvað frekari skólagöngu varðar segist Steini hafa ákveðið að fara í búfræðinámið á Hvanneyri. En ég setti met í stuttri skólavist, tók þetta á tveimur vikum og fór þá heim. Það átti ekki við mig að sitja fastur á skólabekk, ég hafði enga þolinmæði í það,“ segir hann. Árið 1995 réði hann sig svo í tamningar austur í Landeyjar. „Það fannst mér bæði áhugavert og fræðandi því þar kynntist ég því hvernig menn ræktuðu túnin sín og endur­ ræktuðu. Það er frábært að stunda landbúnað þarna og ef mig lang­ aði að flytja eitthvert væri það þangað. Ég kynntist barnsmóður minni Ástu Kristínu Guðmunds­ dóttur þarna, hún var á næsta bæ. Við fluttum saman heim til hennar í Grímsnes og vorum þar til 1997 að við tókum við kúnum hér. Við slitum samvistum nokkrum árum síðar og eftir það var ég einn með son okkar hér til 6 ára aldurs. Þá flutti hann til Ástu en kom aftur eftir að við Þórey tókum saman,“ segir Steini. Svona á maður ekki að gera „Foreldrar mínir höfðu verið með kýr og sauðfé, líklega voru þau að jafnaði með tólf til fimmtán kýr. Þegar þau hættu búskap voru þær 21 talsins og meðalbúið á landinu var um 80 þúsund lítrar.“ Varstu alveg ákveðinn í því að vilja taka við? „Já, en eftir á veit ég að svona á maður ekki að gera. Ég var að spá í aðra jörð sem var betur byggð, en var ráðlagt að fara frekar hingað og byggja hús og svo fjós síðar. En það er í raun mun betra að kaupa sér jörð í fullum rekstri en að byggja upp frá grunni, það veit ég núna,“ segir hann hugsi. Við erum tvö í þessu og Þórey annast mjalt­ irnar ein ef ég er ekki á staðnum. Þórey skýtur inn í umræðuna að henni finnist nauðsynlegt að þau geti bæði gengið í öll verk. „Ef Steini dettur úr leik verð ég að geta farið í öll störf,“ segir hún. „En ef Þórey leggst lasin er allt í uppnámi,“ segir Steini og hlær. Hættuástand Ef eitthvað bjátar á geta komið upp flóknar aðstæður. Eitt sinn þegar Þórey var langt gengin með seinna barn þeirra lenti Steini í því að skjóta sig í fótinn. „Ég skaut mig í tána,“ segir hann og hlær að þessu svona löngu eftir á. „Við vorum þarna með árs­ gamalt barn og annað væntan­ legt. Siggi á Vatni var hjá mér, við vorum að stússast úti í fjárhúsum og ég þurfti að skjóta hrút sem var veikur. Ég segi áður glaðhlakka­ legur við Sigga að ég ætli nú ekki að lenda í því sama og Kjartan í Kringlu, að skjóta mig í tána. En það var nákvæmlega það sem ég gerði. Þetta var ekkert svo vont fyrsta korterið en svo fór mér að líða ansi illa, enda hafði kúlan farið gegnum fótinn. Ég keyrði sjálfur niður í Búðardal, veit ekki hvernig ég fór eiginlega að því,“ segir hann og hlær. Á sama tíma var Þórey á ferð gegnum bæinn og sá grunlaus að eitthvað var um að vera við heilsugæsluna. Henni var þá hugsað til þess hvað það hlyti að vera glatað að vera læknir í Búðardal, þar væri mikið álag. En þegar hún kom heim var syni þeirra mikið niðri fyrir og sagði formálalaust: „Pabbi skaut sig!“ Eftir að hafa náð sér af áfallinu og fengið aðeins betri upplýsingar hringdi hún í Steina, sem sagði pollrólegur: „Ég er að koma.“ „Íslendingar þyrftu fyrst að verða svangir“ Fjölskyldan á Leiðólfsstöðum II; Sara Björk, Þórir Fannar, Aðalheiður Rós, Þórey og Steini. Unnsteinn Kristinn í fjósinu stoltur af nýbornum kálfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.