Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.357 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.763. Rafræn áskrift kostar 3.413 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 3.146 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Líður að helgum tíðum „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum, lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum.“ Þannig komst Dalaskáldið góða Jóhannes úr Kötlum svo vel að orði í íslenskri þjóðvísu sinni. Helgasta hátíð kristinna manna gengur í garð um næstu helgi. Fyrir okkur Íslendinga eru jólin ekki einvörðungu hátíð sökum fæðingar frelsarans fyrir rúmum tvö þúsund árum, heldur og ekki síður vegna þess að þá tekur daginn aftur að lengja. Allt fram að síðustu helgi var jörðin marauð og því litla birtu að fá þann stutta tíma sem sól var á lofti. Snjórinn sem féll um helgina birti því til í öllu tilliti. Jafnvel þótt færð hafi spillst um tíma á laugardaginn, var það einmitt þetta veður sem minnti mig allavega á jólin í æsku. Svo fannst mér sérlega ánægjulegt að fá loksins snjó, því vissulega finnst manni á stundum erfitt að réttlæta eign á vel búnum jeppa, ef ekki kæmi einstaka ófærðar­ dagur. Ég gladdist því mjög og leitaði uppi alla þá snjóskafla sem ég gat. Rétt eins og lítið barn með leikfangið sitt. Hér á síðum blaðsins eru nokkrir sem rifja upp jólasiði sína og minningar. Alltaf finnst mér skemmtilegur og sérlega hátíðlegur hluti af mínu starfi að lesa slíkt efni inn til birtingar. Sjálfur á ég afskaplega bjartar minningar úr æsku. Það voru forréttindi að fá að alast upp í sveit þess tíma. Á bænum var lítið, blandað bú með kúm, kindum, nokkrum hrossum, hænum, fjósketti og barngóðum heimilishundi. Um jólin var sérlega passað upp á að allar skepnur, stórar sem smáar, fengju góðan viðurgjörning. Útigangshrossum var gefið ríflega að deginum og jafnvel farið með brauðmola í poka til að gleðja þau sem þorðu að þiggja. Við kvöldmjaltir á aðfangadag hljómaði messan í útvarpinu og engu líkara var en kýrnar skynjuðu kyrrðina sem fylgdi helgri hátíð mannfólksins. Þær vingsuðu halanum letilega í takti við Heims um ból Dómkirkjukórsins og nutu þess að éta bestu töðuna sem fundin hafði verið í hlöðunni. Í fjárhúsunum var sömuleiðis ágæt stemn­ ing, en kannski eilítið frjálslegri. Hrútarnir voru nefnilega á þessum tíma í óða önn að gera sér dælt við ærnar sem létu þá ákveðið vita ef þeirra atlota væri vænst. Ilmandi taða var gefin á garðana og dálitlu fiski­ og maísmjöli sáldrað yfir. Svona rétt eins og við notum sósu eða sultu til að gera hátíðar­ matinn okkar einstakan. Að lokinni gjöf settist maður ætíð niður á jötu­ bandið og naut þess að horfa á þakklátar ærnar kjamsa í sig fóðrinu. Lágvær kliður frá þeim var engu líkur. Meira að segja fjóskötturinn fékk sinn jóla­ mat. Skata í afgang frá deginum áður, eða jafnvel nýsoðin ýsa með spen­ volgri mjólk. Allir skyldu jú fá eitthvað extra á jólunum. Um leið og ljósin voru slökkt í útihúsunum var sagt gleðileg jól við blessuð dýrin. Þeim bar að þakka og óska alls hins besta, enda áttu og eiga bændur allt sitt undir velferð þeirra. Þegar inn var komið var þvottastund áður en sest var að hátíðarborði. Dagskráin var nokkuð þétt því öllu þurfti að vera lokið í tæka tíð fyrir bíl­ ferð í Reykholt þar sem aftansöngur hófst á slaginu tíu. Órjúfanleg hefð sem viðhöfð hafði verið á mínu heimili síðan löngu fyrir mína tíð. Afi var organisti í kirkjunni og foreldrarnir áttu sinn stað í kórnum. Messa á aðfangadagskvöld var þannig í senn heilög og heilandi stund. Í minn­ ingunni var nánast alltaf kalt veður, en stjörnubjart. Skítkalt var í Willys jeppanum á heimleiðinni enda miðstöð í slíkum bílum ekki það sem áhersla hafði verið lögð á við hönnun þeirra. Þegar heim var komið, á tólfta tím­ anum um kvöldið, tók við lestur jólabókar fram á nótt. Jafnvel að laumast var í kökudunkana og einhverjar þeirra fimmtán sorta af smákökum sem þar var að finna hafðar sem nesti í rúmið. Meinlætalíf vissulega, en þetta mátti. Það var jú jólanóttin. Ég vil enda þennan síðasta pistil ársins með að þakka lesendum Skessu­ horns, velunnurum og góðum vinum fyrir árið sem er að kveðja. Vonandi færir hækkandi sól og nýtt ár ykkur öllum gleði og hamingju. Magnús Magnússon Þrátt fyrir talsvert kalda daga undanfarið hefur ekki gætt skorts á heitu vatni á þeim svæðum á Vesturlandi sem Veitur ohf. ann­ ast. Í samtali við Skessuhorn sagði Gissur Ágústsson rekstrarstjóri fyrirtækisins að kerfið stæði undir álaginu en þó væri Deildartungu aðveituæðin sem stendur fullnýtt, en hún gefur um 220 sekúndulítra. Spáð er áframhaldandi köldu veðri þessa dagana. Gissur segir að auðvitað geti brugðið til beggja vona, en vonast til þess að ekkert óvænt gerist og grípa þurfi til ráðstafana. Aðspurður um neyðaráætlun ef til þess kæmi svar­ aði hann því til að ef ekki yrði nægt vatn yrði líklega fyrst gripið til þess að loka sundlaugum þó ástandið sé vel ásættanlegt núna. Hann hvatti að lokum til þess fólk færi vel með heita vatnið meðan kuldinn varir, t.d. með því að yfirfara ofna. Ekki væri þó ástæða til annars en að fólk hefði hlýtt inni hjá sér. gj Líkt og víða á landinu hefur snjóað talsvert í Ólafsvík frá því á föstudaginn, samhliða vindi og skafrenningi. Börnin í Ólafsvík hafa ekki látið blásturinn á sig fá og héldu með sinn snjósleða í Sjó­ mannagarðinn til þess að renna sér. Þetta er bara gaman sögðu þau þegar fréttaritari rakst á þau síð­ degis á laugardaginn. af Skautasvellið við Krúsina gömlu við Grundaskóla á Akranesi hefur nú verið tekið í notkun. Að sögn Jóns Arnars Sverrissonar garð­ yrkjustjóra Akraneskaupstaðar er það nú tilbúið, botnfrosið, renni­ slétt og alveg óhætt að stíga út á það. „Vonandi fær það frið fyrir fljúg­ andi stórum steinum sem sumum finnst gaman að leika með en verk efnið er alla vega tilraunar­ innar virði enda margir sem hafa kallað eftir að skautasvelli verði komið upp í bænum. Þessi stað­ setning varð fyrir valinu þar sem grunnur var til staðar og auðvelt að komast að. Einnig er staðsetn­ ingin miðsvæðis í bænum og góð lýsing til staðar. Slökkviliðinu eru hér færðar þakkir fyrir þeirra þátt í verkefninu en verkefnið er einn af 80 ára afmælisliðum Akraneskaup­ staðar. Svo nú er um að gera að taka fram skautana og nýta frostið framundan,“ segir Jón Arnar að lokum. vaks Á fundi bæjarstjórnar Grundar­ fjarðarbæjar síðla í nóvember var samþykkt að veita afslátt af gatna­ gerðargjaldi af tilteknum eldri lóðum í bænum. Í sumar sam­ þykkti bæjarstjórn að veita til reynslu 75% afslátt af gatnagerðar­ gjöldum til ársloka. Á fundi sínum 24. nóvember samþykkti bæjar­ stjórn svo að þessi afsláttur muni gilda til áramóta og renna þá út, en frá 1. janúar til 30. júní 2023 býðst 50% afsláttur gatnagerðargjalda af lóðunum. Lóðirnar sem um ræðir eru: Fellabrekka 1, Grundargata 63, Grundargata 82, Grundargata 90, Hellnafell 1, Ölkelduvegur 17, Ölkelduvegur 19 auk þess iðnaðar­ lóðir og metralóðir meðfram núver­ andi götu við Hjallatún. Nú eru ell­ efu íbúðir og íbúðarhús í byggingu í Grundarfirði og bæjarstjórn hefur síðan í júlí síðastliðnum samþykkt úthlutun tíu íbúðarlóða og tvær úthlutanir á iðnaðarlóðum. mm Ekki skortur á heitu vatni í bili Gott er að yfirfara ofnkrana til að hitinn nýtist sem best. Veita ríflegan afslátt af gatnagerðargjöldum Byggt í Grundarfirði. Ljósm. úr safni Skessuhorns frá 2007. Skautasvellið tilbúið til notkunar Nýja skautasvellið við Grundaskóla. Ljósm. Jón Arnar Sverrisson Njóta þess að renna í snjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.