Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 89

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 89
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 89 Vísnahorn Þorsteinn Guðmundsson fæddist 31. maí 1901 og voru foreldrar hans Guðmundur Auðunsson og Guðbjörg Aradóttir. Hann var uppalinn hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf sem hugsanlega þættu ekki í full­ komnu sambandi við hugmyndir uppeldis­ fræðinga nútímans varðandi hverjar kröfur eru gerðar til barna og hvað börn eru lengi börn. Tilviljanir réðu því að Þorsteinn fór fyrst á Alþýðuskólann á Núpi og síðar á Bændaskólann á Hvanneyri og lauk námi þaðan vorið 1923. Á Núpi kynntist Þor­ steinn verðandi konu sinni Þórunni Vigfús­ dóttur frá Tungu í Valþjófsdal og gengu þau í hjónaband vorið 1929. Stofnuðu fyrst heim­ ili á Akranesi þar sem Þorsteinn stundaði sjó og síðar smíðar um tíma. Vorið 1930 kaupa þau ungu hjónin síðan Skálpastaði af föður Þorsteins og hefja búskap þar í byrjun krepp­ unnar, sem þau fengu sannarlega sinn skerf af, ásamt ýmsum erfiðleikum sem af henni hlut­ ust beint og óbeint. En svo vikið sé að vísnagerð Þorsteins munu eftirfarandi vísur um Stjarna vera með því fyrra sem náði einhverju flugi frá hans hendi: Fyrst og seinast finn ég það í ferð á nótt og degi. Best er að muna stund og stað stuðlamál og vegi. Vekur styrk og veitir frið, vonir rætast mínar, gegnum taum að tala við tilfinningar þínar. Eintóm snilld á alla lund, en hvað væri gaman ef að við mættum yndisstund eiga marga saman. Vel ég finn mér væri það veigamestur auður ef þú gætir gert mig að góðum manni Rauður. Um annan reiðhest sinn yrkir Þorsteinn: Átti ég hann að einkavin. Í hans sanni og dyggðum aldrei fann ég yfirskin eins og í mannabyggðum. Þorsteinn hafði snemma mikið yndi af veiði­ skap og sérstaklega stangveiði í Grímsá. Eitt haustið er hann kom aflalaus úr sinni síðustu veiðiferð það sumarið, sem og hafði orðið raunin með þá fyrstu, varð honum að orði: Mundi ekki mér og þér möttull sami skorinn? Hinsta gangan okkar er eins og fyrstu sporin. Og við annað tækifæri: Mig sem vantaði mat á disk -mikil var sú eyða-. Engan hitti ég feigan fisk, fór ég þó að veiða. Þorsteinn var hraustmenni á yngri árum eins og algengt var í föðurætt hans og harðdug­ legur maður til verka eins og merki sjást um víða á jörðinni. Um byggingu nýs íbúðarhúss á jörðinni má ætla að hér sé kveðið: Ég byggði mér hús eins og bænda er siður og bjó um af mikilli spekt. Hafði þröskuldinn upp en þakið niður, -þá var ég arkitekt.- Og um sitt ævistarf segir Þorsteinn: Eg er bóndi og ekki skorti önn með striti. Ég er skáld sem aldrei orti orð af viti. Skoðunum sínum á skáldskap lýsir hann hins­ vegar með þessum orðum: Bestu skáldin buðu mér það besta er þau sungu en besta ljóðið aldrei er ort á nokkra tungu. Og eitthvað hefur hann greinilega verið búinn að læra af lífinu þegar hann kvað: Lífið kennir manni mest að meta kasta og safna en öllum getur yfirsést í að velja og hafna. Að gengnum nágranna sínum til fjölda ára, Magnúsi í Arnþórsholti, yrkir Þorsteinn kvæði eða rímu sem aðeins verður birt brot úr hér: Gengins bónda minnast má. Margt var þar að heyra og sjá sem að ætti að segja frá svo það ekki falli í dá. Ferskt er margt frá fyrri öld þó fyrnist það sem skeði í kvöld man ég granna, hraustan höld, hinstu kneifa sláttugjöld. Löngum hafði í ströngu strítt, storma hreppt og veður blítt. Mér fannst hann hefði í mig ýtt að ævistarfið væri þýtt. — Heyra mátti hófaskell, hljóðið endurtóku fell, gatan var hið glæra svell, glampi á sveittan jóinn féll. Heimaræktað hrossakyn höfuðkosti gaf í skyn. Hafði yndi af hófadyn hestinn átti sér að vin. Færi tryppi á tölti sprett, tæki fætur hátt og létt og gatan væri grundin slétt, gátan leyst og dæmið rétt. Þórunn var einnig prýðilega ljóðelsk kona og skáldhneigð og eftir hana er kvæðið Eldur: Það titrar í glæðunum bláleitur bjarmi blundar í öskunni neistinn sem dó. Eldhjartans draumur, ástir og varmi við eilífðardjúpin brosir í ró. Deyjandi eldur í aftansins friði eilífra minninga bergir þú skál. Þinn gullaldarbjarmi er genginn að viði og geislarnir leika við titrandi sál. Þú varst mikill og sterkur, þú áttir þér ævi, eldrúnir letraðar stolta og fríða. Þín skapgerð var aldrei við almúgans hæfi, þú elskaðir, lifðir og naust þess að stríða. Svo hljótt er og kyrrt yfir grafreit hins gleymda að geislarnir titra og þora ekki að anda. Ó! Dauði þú valdhafi lífsneistans leynda lít þú í náð yfir auðninnar sanda. Svo sem eðlilegt má telja smitaðist hag­ mælskan til sona þeirra hjóna og rétt að komi hér sín eftir hvorn þeirra Guðmundar og Þor­ steins. Guðmundur Þorsteinsson kvað eftir heimsókn dýralæknis: Oss þó gangi margt í mót mun ég lítið sorgum flíka. Gunnar mætti með sitt dót, málið dautt - og kýrin líka. Kirkjubygging var tekin í notkun og þótti sumum sem guðshúsið væri nokkuð „við vöxt” eins og sagt var um barnaföt í gamla daga, enda orti Þorsteinn Þorsteinsson: Hátt er risinn helgistaður. Húsið nýtt - og fyrirtak. Skelfing verður guð nú glaður að geta komist undir þak. Það er nú svo með skrokkinn á okkur að hann endist misvel eins og gengur en væntanlega við mismikla ánægju „skrokkhaldara“. Eitt­ hvað hefur Þorsteinn verið farinn að finna fyrir ellinni þegar hann kvað: Drottinn skapti mig til manns úr mold og leir og ryki. Var það ekki á ábyrgð hans að ekki smíðin sviki? Sú tilhneiging að vilja gjarnan eiga fyrir næstu máltíð eða kannske ríflega það hefur lengi fylgt mannkyninu þó hún sé vissulega mis­ sterk eða misáberandi hjá einstaklingunum. Um einhvern ágætan mann sem hafði lag á að láta bera svolítið á þessari þörf sinni sagði Þorsteinn: Auraglingur grálegt er, gert með ringum sóma. Ást á pyngju iðar þér út í fingurgóma. Ekki veit ég um hvern hann yrkir eftirfarandi vísur og ef út í það er farið veit ég raunar ekki heldur hvort þessar vísur eru samstæðar en allavega gætu þær verið það: Héðan í frá ég ekki efa eftir nokkra kynningu að þér er sælla að þiggja en gefa. Það ég geymi í minningu Margan durginn leiðan leit ég lífs um göngustig en jafnt í allra ógúnst veit ég engan nema þig. Sömuleiðis vissi hann fullvel að sjaldan vinn­ ast endanlegir sigrar í lífinu og þegar einu takmarki er náð fara menn óðara að stefna á annað: Ef á fjallið upp ég ræð er sú reynsla fengin að alltaf kemur önnur hæð eftir að þessi er gengin. Enda virðist þetta óhrekjanlegur sannleikur: Lauf af björkum falla fer, feigðarspárnar kalla, sóknargjaldið síðast er sama fyrir alla. Samanber manninn á bleika hestinum sem nær okkur öllum að lokum: Á hverfulleikans hálum stig heimur sveik að vonum. Einn á bleikum eltir mig, - ekki skeikar honum. Það er ekki svo þægilegt að raða vísum Þor­ steins í aldursröð en bendir margt til að hann hafi ort meira seinni ár sín þegar færðist meiri ró yfir. Allavega mun þessi vera um hvolp og frá seinni árum hans: Uggi er utan við glugga. Agnarlítið að gagni. Ljótur á litinn og vitið er lítið - en samt er hann skrítinn. Í raun virðist ekki mikið til af gamansömum vísum eftir Þorstein en eigum við samt ekki að enda á einni síðan farið var að auglýsa kossekta varalit: Brjóstafögur baugagná blessar vonir mínar. Bundið slitlag ber hún á báðar varir sínar. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt. S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Af vísnagerð Þorsteins Guðmundssonar frá Skálpastöðum Þorsteinn og Þórunn á Skálpastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.