Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 10

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 10
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202210 Jólagjöfina færðu í Model Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 Gleðjum með gæðum www.gjafahus.is Starfsmenn Fjöliðjunnar á Akranesi lögðu af stað í mótmælagöngu rétt eftir hádegið síðastliðinn miðviku­ dag til að mótmæla ósamræmi milli vilja starfsfólks Fjöliðjunnar og bæjar stjórnar Akraneskaupstaðar í húsnæðismálum. Starfsmönnum finnst ósamræmið felast í því að þau séu sett í tvö hús sem eru langt frá hvort öðru en þau vilji öll vera saman í einu húsi. Áætlað er að samfélags­ miðstöð verði við Dalbraut 8 og móttaka einnota umbúða, áhalda­ hús og nytjamarkað urinn Búkolla verði á Kalmansvöllum 5. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri gekk með starfsmönnum frá Fjöliðjunni og upp á skrifstofu bæjarins að Dal­ braut 4. Þar ávarpaði Sævar Freyr við­ stadda og sagði meðal annars að það væri búin að vera mikil óánægja hjá þessum hópi með þá ákvörðun að bæjarstjórn vilji byggja upp Fjöliðjuna á tveimur stöðum. „Mig langar aðeins að segja frá því hvað bæjarstjórnin er búin að vera að leggja áherslu á hvað sé gert fyrir fatlað fólk og aðra hópa hér á Akranesi. Við erum búin að vera að glíma við að það séu margar stofnanir hér í húsnæðishraki og Fjöliðjan ekki búin að fara varhluta af því. Nú erum við að reyna að leysa húsnæðis vanda ansi margra í einu og bæjarstjórnin hefur mikinn áhuga á því að tryggja að fatlað fólk geti elt sína drauma og væntingar og geti tekist á við fjölbreytt verk­ efni í framtíðinni.“ Sævar sagði einnig að kjarninn í þessu væri að bærinn væri búinn að vera að vinna að því að leysa þarfir gríðarlega margra í einu og það hafi verið ósætti um þessa leið hjá starfsmönnum Fjöliðjunnar. „Okkur langar rosalega mikið að eiga samtal við ykkur áfram til þess að tryggja það að það sé hægt að skapa sátt um þessa leið sem er búið að varða. Okkur langar að eiga fundi með ykkur til að ræða málin af því við trúum því að við getum búið til sátt um það sem er markmið okkar allra, að líf fatl­ aðra á Akranesi verði framúrskar­ andi til framtíðar og að við getum með öllu móti tryggt að þið verðið hluti af framúrskarandi samfélagi. Þetta snýst ekki um það að þó að þurfi að fara í annað húsnæði til að sinna dósamóttöku og Búkollu að þá sé verið að slíta ykkur í sundur. Ég vona að okkur takist að skapa sátt um þessa leið, það er draumur bæjarstjórnar fyrir ykkar hönd og að geta gert ykkar líf enn betra á næstu árum.“ Starfsmenn Fjöliðjunnar og aðrir fengu síðan að spyrja Sævar Frey spurninga er varðaði þetta mál og reyndi hann eftir besta megni að svara öllum þeim fyrirspurnum. Að því loknu var fundi slitið og göngu­ menn gengu missáttir út í daginn. vaks Fjöliðjan fór í mótmælagöngu á bæjarskrifstofuna Starfsmenn Fjöliðjunnar mættu með mótmælaspjöld í gönguna. Ljósm. vaks Ingþór Guðjónsson úr bæjarstjórn bauð gestum inn fyrir úr kuldanum. Það var vel mætt á bæjarskrifstofuna. Gestir fengu að spyrja bæjarstjóra spurninga. Sævar Freyr bæjarstjóri gerði sitt besta að svara spurningum viðstaddra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.