Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202240 Fréttaannáll ársins 2022 í máli og myndum byggð og Hvalfjarðarsveit. Í Reykhólasveit var sami háttur hafður, en athygli vakti að þar var kjörsókn einungis 53,8%. Fjallað var ítarlega um úrslit kosninganna í Skessuhorni. Ráðherra hyggst efla lögregluembættin Í maí kom fram að Jón Gunnarsson dómsmálaráð­ herra hefði falið sjö lögreglu­ embættum á landsbyggðinni að efla starfslið sitt og aug­ lýsa stöður lögreglumanna. Var Vesturland þeirra á meðal. Ekki fylgdi tilkynningu um þetta hversu mikið stuðningur við embættin yrði aukinn, en tekið var fram að markmiðið væri að styrkja embætti lögreglu á landsbyggðinni þannig að hægt yrði að efla útkallsviðbragð og veita sambærilegri þjónustu um allt land. Sæmundur skrifaði Árbókina Árbók Ferðafélags Íslands 2022 fjallaði að þessu sinni um vest­ asta hluta Snæfellsness, svæðið undir Jökli. Höfundur megin­ efnis var að þessu sinni fræðimaðurinn og leiðsögumaður­ inn Sæmundur Kristjánsson í Rifi en Daníel Bergmann skrif­ aði náttúrukafla og tók langflestar myndirnar. Báðir eiga þeir ættir að rekja til Snæfellsness. Árbókin í ár ber heitið Undir Jökli og undirtitill er Frá Búðum að Ennisfjalli. Þess má geta að í inngangi kom fram að nýtt félag hefði bæst í hóp deilda Ferðafélagsins. Var það Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs sem stofnað var árið 2021 og birti nú í fyrsta sinn starfsskýrslu sína í bókinni. Skjálftavirkni vestur af Snæfellsnesi Kristín Jónsdóttir, eldfjalla­ og jarðskjálftafræðingur, setti í lok maí færslu á samfélagsmiðla vegna aukinnar jarðskjálfta­ virkni um 35 km vestur af Snæfellsnesi, en þar hafði mælst um tugur skjálfta. Hún benti á að slíkt væri nýnæmi á þessu svæði og væri áhugavert. Jafnframt tók hún fram að mikil­ vægt væri að fylgjast áfram vel með virkni á þessum slóðum. Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma. Að minnsta kosti tuttugu hraun hafa runnið úr fjallinu sjálfu auk þriggja meiriháttar þeytigosa síðustu tíu þúsund árin. Skipt um flotbryggju í Grundarfirði Í lok maí stóðu starfsmenn Grundarfjarðarhafnar og Köfunar­ þjónustunnar í ströngu þegar skipt var um flotbryggju í höfn­ inni í Grundarfirði. Nýja flotbryggjan var talsvert lengri en sú gamla og því munu fleiri farþegabátar geta lagst að bryggju með farþega skemmtiferðaskipanna á komandi árum. Gamla bryggjan var svo hífð upp og fór í söluferli. Ýmsar aðrar endurbætur hafa farið fram á höfninni í bænum á undan­ förnum árum og var hún fjórða stærsta löndunarhöfn lands­ ins á árinu 2021. Tvíburasystur með bestan námsárangur Sá fáheyrði atburður átti sér stað við útskrift frá Menntaskóla Borgarfjarðar í lok maí að tvíburasystur voru með bestan námsárangur á stúdentsprófi. Þetta voru þær Þóra Kristín og Ásrún Adda Stefánsdætur. Báðar voru þær með einkunn­ ina 9,32 og fengu fyrir það verðskuldaða viðurkenningu frá Arion banka. Sláttur hófst á Vesturlandi Sláttur hófst á Vesturlandi laugardaginn 4. júní. Á Jörva í Kolbeinsstaðarhreppi hófst sláttur þann dag og sömuleiðis á a.m.k. tveimur bæjum í Hvalfjarðarsveit; Eystra­Miðfelli og í Belgsholti. Víðar á Vesturlandi var vel sprottið á friðuðum túnum miðað við árstíma og brátt huguðu fleiri bændur að fyrsta slætti. Heyfengur reyndist ágætur í sumar. Hjólaði Vestfjarðahringinn Þorsteinn Eyþórsson í Borgarnesi lagði land undir fót um miðjan júní og hjólaði Vestfjarðahringinn, orðinn 68 ára gam­ all. Alls hjólaði hann um 755 kílómetra. Steini, eins og hann er yfirleitt kallaður, hóf ferðalag sitt við Geirabakarí sunnu­ daginn 12. júní. Hann hjólaði til styrktar Píeta samtökunum í minningu tengdasonar síns, Árna Guðjónssonar, sem féll fyrir eigin hendi fyrr á árinu. Áður hafði Steini hjólað Snæfells­ nesið árið 2015 og hringinn í kringum Ísland árið 2016, þá til styrktar ADHD samtökunum. Skorradalshreppur stöðvar óleyfisframkvæmd Í byrjun júní voru framkvæmdir við slóðagerð í hlíðum Dragafells í Skorradal stöðvaðar. Þar hafði Skógræktin í huga að planta í norðurhlíð fjallsins í landi Stóru­Drageyrar. Til að auðvelda aðgengi með plöntur hafði verið ákveðið að fá verktaka til að ryðja vegslóða þvert á mosavaxna hlíðina ofan­ verða. Framkvæmdaleyfi lá hins vegar ekki fyrir og því var að beiðni skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps lögregla fengin til að stöðva slóðagerðina. Fleiri slík mál komu upp á árinu, þar sem skógrækt stríddi gegn aðalskipulagi svæðis og í septem ber ákvað Skorradalshreppur að kæra Skógræktina fyrir meintar óleyfisframkvæmdir. Fyrstu umferðarljósin í Borgarnesi Fyrstu umferðarljósin í Borgarnesi voru tekin í notkun 10. júní við gangbraut á þjóðvegi nr. 1 við leikskólann Klettaborg. Til stóð að ljósin yrðu stillt sem svokölluð alrauð ljós, þ.e. að það yrði alltaf rautt ljós sem breyttist í grænt ef ekið væri að þeim á löglegum hraða. Var það fyrirkomulag hugsað með þessum hætti til reynslu í Borgarnesi. Það reyndist hins vegar ekki vel. Var stillingunni breytt um haustið til að auka öryggi gangandi vegfarenda og ljósin virka nú á hefðbundinn hátt. Minnismerki um eina skipaskurð landsins Upplýsingaskilti um Flæðilækinn í Saurbæ í Dölum var afhjúpað 17. júní að tilstuðlan Sigurðar Þórólfssonar frá Innri­Fagradal, en hann hefur verið mikill áhugamaður um að viðhalda munnmælum um þennan eina skipaskurð lands­ ins og merkja hann. Flæðilækurinn er 430 metra langur og um 18 metra breiður en mjókkar nokkuð síðustu 30 metrana. Hann liggur til suðurs í átt að Staðarhóli frá Hvolsá í Saurbæ. Baldur bilaði skammt frá Stykkishólmi Laugardagsmorguninn 18. júní kom upp bilun í gír í Breiða­ fjarðarferjunni Baldri þegar hún var nýlögð af stað frá Stykkis hólmi klukkan 9. Um borð í skipinu voru 102 farþegar og níu manna áhöfn. Björgunaraðilar voru ræstir út á hæsta forgangi og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í Stykkishólm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.