Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 90

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 90
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202290 „Þegar ég ákvað að koma á Akra­ nes árið 1965, þá nýútskrifaður frá Samvinnuskólanum að Bifröst, var ætlunin að vera hér aðeins í eitt sumar og æfa og leika með ÍA í fót­ boltanum. Mér var í framhaldinu tryggð vinna í Samvinnubankanum um sumarið. En vera mín á Akranesi gekk ekki alveg samkvæmt fyrir­ huguðum áætlunum mínum. Hér er ég enn. Eiginkona mín Guð­ munda Ólafsdóttir hafði auðvitað úrslitaáhrif á að ég varð hér áfram. Ég kynntist henni þannig að ég var í fæði í mötuneyti Sementsverksmiðj­ unnar þetta sumar, en hún starfaði hjá fyrirtækinu og leist mér heldur betur vel á stúlkuna,“ segir Þröstur. Sumarstarfið hjá Þresti í bank­ anum varð að farsælum 43 árum. Í fótboltanum urðu leikirnir tæplega 260 fyrir ÍA og þorri þeirra sem fyrirliði liðsins. Íslandsmeistaratitl­ arnir urðu þrír og fimm landsleikir fyrir Íslands hönd. Ekki slæmur afrakstur það. Gæfuspor að koma á Skagann „Það var mikið gæfuspor í lífi mínu að ég kom á Skagann. Hér hef ég unað hag mínum vel. Við Búbba eigum dæturnar Öldu, sem er verk­ efnastjóri hjá Ferðamálastofu, og Sigurbjörgu, rithöfund, og að auki þrjú barnabörn. Í gegnum fótbolt­ ann, starfið mitt, félagsstörf fyrir ÍA og Kiwanisklúbbinn Þyril hef ég eignast marga góða og trygga vini og fjöldann allan af kunningjum. Fyrir það er ég afar þakklátur,“ segir Þröstur Stefánsson í spjalli við blaðamann. „Tildrög þess að ég kom á Akra­ nes á sínum tíma má rekja til þess að Friðleifur bróðir minn og Sig­ urður Sigurðsson, þáverandi skrif­ stofustjóri Sementsverksmiðj­ unnar, voru gamlir skólafélagar úr MA og ágætis vinir. Mér skilst að Sigurður hafi nefnt það við Guð­ mund Sveinbjörnsson, sem þá var formaður ÍA og samstarfsmaður hans í verksmiðjunni, að bróðir Friðleifs væri nokkuð liðtækur knattspyrnumaður hjá KS á Siglu­ firði, þar sem við bjuggum. Fljót­ lega höfðu Skagamenn samband og óskuðu eftir því að fá mig til liðs við sig, mér var um leið tryggð vinna í Samvinnubankanum um sumarið og Einar Sörensen og fjölskylda hans á Sunnubrautinni buðust til að leigja mér herbergi. Í þá daga þótti það bara ágætis samningur við félag að fá vinnu og aðstoð við að finna húsnæði,“ rifjar hann upp. Og ýmislegt kryddaði dagana. „Á þessum árum voru til dæmis árlegir leikir á milli knattspyrnu félaganna KA og Kára á Akranesi og Helgi heitinn Daníelsson sá um að skrá mig í Kára. Þessir leikir voru miklir baráttuleikir, þeir voru oft leiknir á miðju sumri og menn fóru oft lemstraðir frá þeim því það var ekkert gefið eftir og það gat bitnað á ÍA­liðinu sem missti þá menn í meiðsli á miðju Íslandsmóti. Þessum leikjum var síðan hætt sem var að ég held ágætis ákvörðun og til hagsbóta fyrir ÍA.“ Sterkt lið hjá KS varð Norðurlandsmeistari „Það var góður gangur í knattspyrnunni á Siglufirði hjá KS þegar ég var að alast þar upp. Ég lék upp alla flokkana með liðinu, við vorum með öflugt lið í 2. og 3. flokki og urðum líka Norður­ landsmeistarar í meistaraflokki eftir að hafa sigrað Akureyrarliðin KA og Þór og einnig Tindastól frá Sauðárkróki. Einnig man ég að við fórum til Reykjavíkur og lékum gegn bæði Val og Fram og sigruðum þá. Það er líka gaman að segja frá því að við erum þrír bræðurnir og höfum allir leikið fyrir Íslands hönd í íþróttum. Frið­ leifur, sem er elstur, keppti bæði í frjálsum íþróttum og badminton. Hjálmar, sem var næstelstur, keppti á skíðum og ég í fótboltanum. Systir okkar Sigríður Kristín fór ekki í íþróttir en hún fór í Fóstru­ skólann og hefur einnig kennt við Háskóla Íslands.“ Þröstur hóf störf hjá Samvinnu­ bankanum vorið 1965 og vann þar óslitið til ársins 2008, þegar hann lét af störfum, eða í 43 ár eins og áður sagði. „Ég man hvað ég var hissa þegar ég hóf störf hjá bankanum, sem var til húsa í tveimur herbergjum við Suður­ götu 36, minnugur þess að heima á Siglufirði var frekar stór spari­ sjóður og Útvegsbankinn var með stórt útibú þar. Ég og Vésteinn Vésteinsson vorum í öðru her­ berginu og Sveinn Guðmundsson útibússtjóri í hinu. En þrátt fyrir þröngan húsakost gekk útibúið vel þótt við hefðum nánast þurft að fara út til þess að skipta um skoðun,“ segir Þröstur og hlær við endurminninguna. Bankinn flutt­ ist síðan á Kirkjubrautina þar sem verslunin Brú var áður og síðan í nýtt og glæsilegt húsnæði sem byggt var á lóðinni við hliðina. Á starfstíma Þrastar í bankanum breyttist síðan Samvinnubankinn í Búnaðarbankann, þá í KB banka og loks í Arion banka sem hann er í dag. Lífið snerist um útgerð og síld Á uppvaxtarárum Þrastar á Siglu­ firði snerist lífið um útgerð og að sjálfsögðu síldina. „Ég byrjaði 13­14 ára að vinna hjá útgerðar félaginu Ísafold sem Þráinn Sigurðs son átti og þar man ég eftir að Guð­ jón Þórðarson var að vinna á síldar­ planinu sem krakki og unglingur þegar hann var með foreldrum sínum á síldinni fyrir norðan. Faðir hans Þórður Guðjónsson var skip­ stjóri á Önnunni, sem Þráinn Sig­ urðsson átti, og Marselía móðir hans vann á síldarplaninu. Þráinn flutti síðar á Akranes og vann um tíma með mér, þá hjá Samvinnu­ tryggingum, en áður en kom að því var hann með Þórði Guðjónssyni við útgerð Sigurborgar AK. Þrá­ inn hefur alltaf verið mér minnis­ stæður. Hann var mikill skákmaður og bridgespilari og starfaði með Taflfélagi Akraness eftir að hann flutti hingað suður. Hvað Guð­ jón Þórðarson varðar þá hvarflaði nú lítt að manni á þessum tíma að við ættum síðar eftir að verða sam­ herjar í sigursælu liði Skagamanna! Það var mikil vinna í síldinni á þessum árum sem gaf vel af sér. Eitt af fyrstu verkefnum var að fara á stjá, kasta steinvölum í glugga síldarkvennanna og kalla „ræs”, þegar enn var nótt hjá öðrum. Ýmis önnur störf voru unnin og ég náði að safna fyrir náminu mínu í Sam­ vinnuskólanum þar sem skóla­ gjöldin og uppihaldið þótti frekar dýrt og því engin lán tekin. Ætlunin var að vera hér aðeins í eitt sumar Rætt við Þröst Stefánsson fyrrverandi bankamann og þrefaldan Íslandsmeistara með ÍA Þröstur Stefánsson með viðurkenningar sem hann fékk fyrir 200 og 250 leiki með meistaraflokki ÍA. Fjölskyldan. Aftari röð. Alda Þrastardóttir, Þröstur, Þröstur Elvar Ákason, Tómas Guðni Eggertsson, Hildur Ása Ákadóttir. Fremri röð. Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurbjörg Helga Ákadóttir og Guðmunda Ólafsdóttir. Í leik gegn Val á Laugardalsvelli árið 1972. Þröstur í baráttu um boltann gegn Jóhannesi Eðvaldssyni. Jón Alfreðsson er einnig skammt undan. En Jón tók einmitt við fyrirliðastöðunni af Þresti árið 1974. Íslandsmeistarar árið 1970. Þröstur með bikarinn á Melavellinum. Íslandsmeistaralið Skagamanna 1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.