Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 75

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 75
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 75 Starfsfólk og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sendir íbúum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á líðandi ári SK ES SU H O R N 2 01 9 GLEÐILEG JÓL Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hljómsveitin Mersier frá Akra­ nesi gaf út í haust á Spotify lagið Leyndarmál sem fékk mjög góðar viðtökur. Í lok nóvember kom síðan út nýtt lag frá sveitinni sem heitir Heaven´s Own og er undanfari breiðskífunnar Carved In Stone sem er væntanleg á næsta ári. Blaða­ maður fékk tvo meðlimi Mersier, Inga Sigurð Ólafsson og Dag Alex­ andersson, í heimsókn á skrifstofu Skessuhorns fyrir skömmu til að forvitnast um sveitina. Ingi og Dagur spila báðir á gítar í bandinu en auk þeirra eru Oliver Kon­ stantín Hilmarsson sem spilar á trommur, Aðalgeir Aðalgeirsson er á bassa og Sævar Snorrason sér um sönginn. Allir í hljómsveitinni eru af Skaganum, nema Aðalgeir sem er úr bænum, og eru á aldrinum 21 til 26 ára. Hvaðan er nafnið á hljóm­ sveitinni komið? Ingi segir að hann hafi einhvern tímann verið að vafra á netinu og var ein­ hverra hluta vegna að lesa sig til um svarthol. Þar rakst hann á nafnið Messier sem tengist stærð á svartholi og fannst það heillandi nafn. „Fyrstu drög að nafninu var Messier og svo nefndi Dagur það við mig að það heillaði hann meira ef þeir myndu skipta út einu essi og setja í staðinn eitt err. Okkur fannst það einnig meira franskt og meira bragð af því þannig. Svo var enginn búinn að finna upp á þessu nafni og við því sáttir með þetta nafn enda ansi mörg góð hljóm­ sveitanöfn frátekin.“ Smullu strax saman Dagur og Ingi byrjuðu að spila á gítar árið 2016 og voru fyrst að spila í „cover“ böndum. Svo fóru þeir að semja lög og vantaði fleiri áhugasama í að semja með þeim. „Við sáum Oliver pósta í grúppu þar sem vantaði hljóðfæraleikara og við hittum hann, tókum smá djamm og smullum strax saman. Þá þekkti Ingi Sævar frá því úr menntaskóla, hóaði í hann og hann var til í þetta. Síðan fluttum við allir í bæinn, fengum aðstöðu og fórum að æfa í Tónhyl og þar hittum við Aðalgeir. Sveitin var stofnuð í lok árs 2019 og fyrsta og hálfa árið vorum við að æfa í bílskúr við Merkigerði heima hjá Oliver trommara. Við komum yfirleitt með beinagrind af lögum og vinnum svo allir saman að því að búa til lögin en textana semja Ingi og Sævar og eru þeir yfirleitt samdir eftir á.“ Hvernig mynduð þið lýsa tón­ listinni ykkar? Melódískt metal mestmegnis með svona „ambient“ áhrifum. Nýja platan verður öll á ensku en við fengum mikið hrós fyrir lagið okkar sem kom út í sumar á íslensku þannig að við eigum örugglega eftir að gera meira af því seinna meir. Við ákváðum að gefa þessi tvö lög út til að sýna tvo ólíka póla til að sýna fjölbreytnina, það úir og grúir af ýmsu í tónlistinni okkar.“ Varðandi áhrifavalda segja þeir tveir að franska hljómveitin Gojira sé í miklu uppáhaldi, einnig Metallica, System Of A Down og íslenska hljómsveitin Sólstafir sem hafi gefið þeim vissan innblástur. Hver stjórnaði upptökum á plöt­ unni? „Hann heitir Arnór Sigurðs­ son og heyrði í okkur eftir Músík­ tilraunir í fyrra og spurði hvort við vildum taka upp lag með honum. Við gerðum það og það gekk mjög vel. Við vorum komnir með svo mikið af lögum að við þurftum að festa þetta einhvern veginn og ákváðum að kýla á það að gefa út plötu.“ Mjög stoltir af plötunni En hvaðan kemur þessi áhugi ykkar á tónlist? „Við erum allir sjálflærðir og kunnum ekki á nótur nema Oli­ ver sem lærði á trommur. Ég og Dagur æfðum saman og vorum alltaf í keppni og urðum fljótt góðir á gítar. Við æfum að jafnaði einu sinni í viku og svo oftar ef við erum að fara að spila á tónleikum. Svo erum við einnig að æfa í sitthvoru lagi, að gera „demó“ af lögum og þannig.“ Varðandi framhaldið segja þeir Ingi og Dagur að fyrsta mál á dagskrá sé að koma plötunni út og síðan fylgja henni vel eftir. „Stefnan er að reyna að gefa hana út á vínyl því að koma henni á fast form er upplifun sem fátt kemst nálægt, það höfum við heyrt frá mörgum. Við erum mjög stoltir af þessari plötu og getum ekki beðið eftir því að leyfa fólki að hlusta á hana,“ segja þeir félagar að endingu spenntir fyrir nýjum ævintýrum. vaks Hljómsveitin Mersier gefur út sína fyrstu plötu Hljómsveitin Mersier. Ljósm. aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.