Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 115

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 115
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 115 Hann sagði strax að hann hefði ekki not fyrir mig, það væri verið að skera niður og ég væri hluti af þeim niðurskurði. Samband okkar byrjaði því brösuglega og hann sagði við mig að ef ég yrði þarna áfram fengi ég ekkert að spila. Það var smá skellur að heyra það en ég hef alltaf verið þannig að maður vill sanna sig. Ef einhver segir að þú getir ekki eitthvað þá fer smá eld­ móður í gang hjá manni.“ Arnór gekk til liðs við rússneska liðið Torpedo Moscow á láni í febr­ úar 2015 og skoraði mark í sínum fyrsta leik á móti Zenit. Hann lék alls ellefu leiki og skoraði tvö mörk á þessu hálfa ári hjá félaginu. Arnór og liðsfélagar hans fóru í verkfall 19. maí vegna ógreiddra launa en liðið sat þá á botni deildarinnar. Liðið endaði í 15. sæti og féll niður um deild þetta tímabil. Drakk í sig menninguna Arnór segir að deildin í Rúss­ landi hafi verið sú sterkasta sem hann hafi spilað í á ferlinum. „Ég skoraði í mínum fyrsta leik á móti Zenit sem voru með leikmenn eins og Hulk, Salomón Rondon, Axel Witsel og André Villas­Boas var að þjálfa þá. Hulk kom þeim yfir úr aukaspyrnu og svo náði ég að stela einu stigi með marki á síðustu mínútunni. Það var mjög gaman að fá að spreyta sig í þessari deild og gaman að búa í Moskvu. Ég ákvað að drekka í mig alla menn­ ingu, fór á fullt af söfnum, var alltaf í einhverjum skoðunarferðum um borgina og upplifði hana eins og hægt var.“ Í apríl í leik Torpedo Moscow og Arsenal Tula brutust út slags­ mál meðal stuðningsmanna og þurfti að stöðva leik á meðan óeirðalögreglan skakkaði leik­ inn. „Stuðnings mennirnir voru með apahljóð þegar dökkir leik­ menn voru að spila í hinu liðinu nokkrum vikum áður og fengu fyrir þá hegðun þriggja leikja bann. Það voru því engir stuðningsmenn okkar í þremur heimaleikjum í röð og loks þegar þeir máttu koma aftur sem var í þessum leik brutust út alvöru slagsmál. Þá fengu þeir aftur fjóra leiki í bann þannig að ég náði ekki að spila marga heimaleiki með stuðningsmönnunum okkar,“ segir Arnór og hlær. Arnór upplifði ýmislegt á meðan á dvöl hans stóð í Rússlandi og segir að hann lumi á ansi mörgum skemmti­ legum sögum frá þessum tíma en blaðamaður náði út úr honum með herkjum einni skemmtilegri sögu úr búningsklefanum. „Nei, ég sagði það aldrei“ „Eins og gengur og gerist í þessum löndum þá eru bónusar í gangi fyrir sigurleiki og við vorum að fara að spila mikilvægan leik sem við þurftum að vinna. Sumir af okkur voru ekki búnir að fá launin sín síðustu mánuði og ég var einn af þeim. Forseti félagsins kom inn í klefa hjá okkur og sagði: „Ef þið vinnið leikinn á eftir þá tvöfalda ég sigurbónus inn hjá ykkur!“ Allir voru þá vel gíraðir í leikinn sem við unnum svo, komum inn í klefa og allir þvílíkt peppaðir. Forsetinn kom inn, allir að spyrja um bónus­ inn því venjan var að hann kæmi inn og dreifði honum. Forsetinn kom síðan inn og sagði: „Nei, ég sagði það aldrei.“ Það varð allt vitlaust í klefanum og menn alls ekki sáttir. Daginn eftir voru menn enn brjál­ aðir yfir þessu og sögðu að þetta væri algjör skandall. Allur klef­ inn neitaði síðan að fara á æfingu fyrr en forsetinn kæmi og borg­ aði þennan bónus. Þjálfarinn kom síðan inn og sagði öllum að fara á æfingu og það sátu allir leikmenn kyrrir. Svo kom forsetinn inn og allir mjög pirraðir út í hann. Síðan fór hann út í bíl, náði í einhvern poka og svo byrjaði hann að dreifa til allra. Þá fórum við allir fljótlega út á æfingu og allir sáttir.“ Eftir dvölina í Rússlandi sneri Arnór aftur til Helsingborg, vann sér fljótt sæti í byrjunarliðinu og spilaði 14 af síðustu 15 leikjum leikjum liðsins í deildinni. „Þegar ég kom til baka frá Rúss­ landi til Helsingborg fékk ég þau skilaboð aftur að ég fengi ekk­ ert að spila en ég hélt nú ekki. Ég ætlaði að sanna mig, spilaði síð­ ustu 14 leiki liðsins og var orðinn einn af lykilmönnum liðsins.“ Í við­ tali í desember árið 2015 eftir að Arnór hafði samið við Hammarby hrósaði Henrik Larsson þjálfari Helsing borg Arnóri í hástert og sagði meðal annars: „Arnór er mjög góður leikmaður en fyrst og fremst er hann einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst á ferlinum.“ Arnór samdi við sænska liðið Hammarby í lok árs 2015 og skrif­ aði undir þriggja ára samning. Hann lék alls 60 leiki með liðinu og skoraði ellefu mörk. „Fyrstu tvö árin spilaði ég nán­ ast alla leiki og var alltaf á hægri kantinum. Birkir Már Sævars­ son spilaði með mér í hægri bak­ verðinum fyrstu tvö árin og mark­ vörðurinn Ögmundur Kristins­ son var með okkur fyrsta árið. Hammarby er stærsta félag sem ég hef spilað fyrir, völlurinn tekur 30 þúsund og það var nánast fullt á öllum leikjum. AIK og Djurgår­ den eru granna leikirnir þarna, þeir eru rosalega stórir og fólkið gjör­ samlega lifði fyrir fótboltann og félagið. Ég náði alltaf að ná fram mínu besta í þessum stóru leikjum en náði einhvern veginn ekki alveg að sýna mitt rétta andlit í hinum leikjunum. En um leið og það voru einhverjir stórir leikir og mikið undir þá náði maður að stíga upp og spila vel.“ Árið 2018 færði Arnór sig yfir til Noregs og gekk í raðir Lilleström. Þar lék hann 36 leiki á þremur árum og skoraði í þeim ellefu mörk. Mikið meiddur „Síðasta árið hjá Hammarby datt ég út úr liðinu og ákvað að fara og skrifa undir hálfs árs samning við Lilleström sem var þá í smá ves­ eni og í fallbaráttu. Það gekk mjög vel hjá Lilleström en þá stend ég á þrítugu og hugurinn aðeins farinn að hvarfla heim. Ég skrifaði síðan í byrjun árs 2019 undir tveggja ára samning við Lilleström en nokkru síðar fór ég aðeins að finna fyrir í hnénu og spilaði nánast meiddur allt það ár. Ég komst því miður eig­ inlega aldrei almennilega í gírinn og við féllum þetta ár. Svo var ég bara frá allt síðasta tímabilið mitt og fór í aðgerð á hné. Lilleström komst svo upp aftur, Tryggvi Hrafn Haraldsson kom í hálft ár og stóð sig vel, Björn Bergmann Sigurðar­ son kom þarna einnig en ég náði mér engan veginn í gang. Ég náði ekkert að byrja að æfa fyrr en síð­ ustu vikurnar þegar samningur­ inn minn var að renna út og þarna vorum við þrjú fjölskyldan ein­ angruð í eitt ár í Covid­19 og ég meiddur. Þarna fór maður að huga að því að koma heim en var samt ekkert rosa jákvæður á að ég væri að fara að spila knattspyrnu aftur, ég bara vissi það ekki. Ég var búinn að vera í aðgerðum og varla snert bolta allt þetta ár þannig að ég vissi að ég þyrfti tíma.“ Arnór tók þá ákvörðun árið 2021 að flytja aftur heim til Íslands eftir 17 ár erlendis og gekk til liðs við Val sem gerði tveggja ára samning við hann. Arnór lék 34 leiki fyrir Val og skoraði sex mörk. „Það kom síðan á daginn að ég þurfti þennan tíma til að jafna mig af meiðslunum og fyrsta tímabilið með Val var vonbrigði, ég komst aldrei í gang og það má lítið út af bregða á svona stuttu tímabili. Ég tognaði aftan í læri fyrir fyrsta leik og var frá í meira en einn mánuð. Svo þegar ég var kominn í gang aftur þá tognaði ég hinum megin og þá var tímabilið búið. Tímabilið í ár var miklu betra fyrir mig persónulega og ég náði þar heilu undirbúningstímabili án meiðsla. Ég náði að lyfta almennilega, hnéð og skrokkurinn var í góðu standi og ég var með á öllum æfingum allt undirbúningstímabilið. Þá kemur maður inn í tímabilið á allt öðrum forsendum og veit að maður er til­ búinn í verkefnið.“ Langaði upp á Skaga Þjálfari Vals, Heimir Guðjónsson, var rekinn um miðjan júlí í sumar og Ólafur Jóhannesson tók við liðinu. Það breytti heilmiklu hjá Arnóri, hann fékk lítið sem ekk­ ert að spila eftir það og var yfirleitt varamaður. „Það voru þvílík von­ brigði og mjög leiðinlegt því ég tel mig hafa verið einn af lykilmönnum liðsins. Ég vildi fá að koma upp á Skaga í leikmannaglugganum því ég sá bara í hvað stefndi með nýjum þjálfara. Ég fékk þá þau skilaboð frá honum að ég væri einn af mikilvæg­ ustu mönnum liðsins og myndi fá fullt af leikjum. Það var flott fyrir mig sem leikmann að heyra það og var ekkert að pæla meira í því. Eftir á að hyggja var þetta leiðin­ legt að þetta fór svona en við fjöl­ skyldan vorum búin að ákveða það um mitt sumar að okkur langaði að koma heim upp á Skaga. Ég fann að ég var tilbúinn í það, skrokkur­ inn í fínu standi og það var kom­ inn tími á það að fara heim. Það sem er í gangi hérna á Skaganum núna finnst mér spennandi, að vera hluti af því að búa til nýtt lið, nýja liðsheild með fullt af spennandi leikmönnum og aðstoða við það að bæta ÍA og koma þeim aftur í fremstu röð.“ Arnór á að baki 37 leiki með yngri landsliðum Íslands og skor­ aði í þeim níu mörk. Hann var í landsliðshópi Íslands í lokakeppni á Evrópumóti leikmanna 21 árs og yngri sem var haldið í Danmörku í júní árið 2011 þar sem Ísland end­ aði í þriðja sæti í sínum riðli og rétt missti af sæti í undanúrslitunum. „Það var rosalega skemmtilegt að taka þátt í því móti og mjög eftir­ minnilegt. Ég byrjaði fyrsta leik­ inn á móti Hvíta Rússlandi og kom síðan inn á í leiknum á móti Dönum sem Ísland vann 3­1 en við hefðum aðeins þurft eitt mark í viðbót til að komast upp úr riðl­ inum. Það má segja að þarna hafi verið saman kominn grunnurinn og hópurinn að velgengni íslenska landsliðsins næstu árin.“ Arnór hefur spilað 26 A landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað þrjú mörk. Fyrsti landsleikur Arnórs var árið 2008 gegn Wales þegar hann kom inn á sem varamaður tíu mín­ útum fyrir leikslok. Í byrjun árs 2019 spilaði Arnór sína síðustu tvo lands­ leiki í bili, við Svíþjóð og Eistland. Rosaleg liðsheild „Ég fékk til að byrja með ágætis rullu hjá landsliðinu og var síðan alltaf í hóp fyrstu árin hjá Lars Lagerbäck, spilaði ekki mikið en var alltaf hluti af þessum hópi. Ég var með í undankeppninni fyrir HM 2014 og mikið með fyrir EM 2016 og einnig í undankeppninni þegar við komumst á HM 2018. Ég var oftast í hóp í þessum leikjum en spilaði lítið, allir voru heilir og byrjunarliðinu var lítið breytt sem virkaði vel. Allir voru mjög sam­ stíga í þessum hópi og rosaleg liðs­ heild, það voru allir að vinna að því að liðinu myndi ganga vel. Það er mikill heiður að hafa verið hluti af þessum hópi mestmegnis en auð­ vitað vonbrigði og afar svekkjandi að hafa ekki komist með á EM og HM. Það eru samt alveg örugg­ lega margir sem hefðu viljað vera í minni stöðu og ótrúlega gaman að fá að upplifa þetta.“ Fann ekki skólann sinn Hvað sérðu fyrir þér eftir að þú hættir í boltanum? „Það er búið að bjóða mér að koma inn í sænska umboðsskrifstofu sem einhvers konar umboðsmaður sem mér finnst alveg spennandi. Eftir öll þessi ár úti og þessa reynslu sem ég hef fengið úr boltanum þá vil ég starfa eitthvað í kringum fót­ bolta. Hvað sem verður, það verður að koma í ljós. Ég tók menntaskóla í fjarnámi frá VMA á Akureyri en kom aldrei inn í þann góða skóla. Ég fór á útskriftarathöfnina með mömmu og pabba og við vorum að rúnta á Akureyri. Ég hafði ekki hugmynd um hvar skólinn væri sem ég var búinn að vera í öll þessi ár og það tók smá stund að finna hann en það tókst að lokum sem betur fer!“ Arnór segir að lokum að hann hafi upplifað ansi margt á sínum ferli og sé mjög stoltur af þessum tíma sem hann hefur spilað sem atvinnumaður. „Ég hef kynnst fullt af góðu fólki, margs konar menn­ ingu og lært mörg tungumál. Ég hef spilað með eða á móti mörgum frábærum leikmönnum þannig að ég lít mjög stoltur til baka á atvinnumannaferil minn.“ vaks/ Ljósm. aðsendar Arnór var á láni hjá rússneska liðinu Torpedo Moscow árið 2015. Bikarmeistari með Esbjerg árið 2013. Arnór að fagna marki í leik með Hammarby.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.