Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 94

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 94
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202294 um­Landsýn og byrjaði svo í lög­ fræðinámi. „En ég fann fljótt að það átti ekki við mig,“ segir hún. „Það vill samt svo til að ég vinn í stífu lagaumhverfi í störfum mínum í dag, en það er nú önnur saga.“ Þau Óli eignuðust Diljá dóttur sína árið 1990 og Þorleif þremur árum síðar. „Ég var alltaf að hugsa um hvernig ég gæti komist út í nám, en allar dyr virtust lokaðar. En þegar krakkarnir voru fjögurra og eins árs gafst tækifærið til að komast í nám í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var ekki hægt að fá námslán fyrir skóla­ gjöldum í grunnnám og því erfitt að komast í nám til Bandaríkjanna eða Bretlands. Til þess að láta draum­ inn rætast þurftum við skólastyrk. Óla langaði ekkert sérstaklega í framhaldsnám. En hann langaði hins vegar að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum. Og þá gerðist það að honum bauðst einmitt tækifæri á að spila fyrir háskóla í Alabama. Það var svo sem ekki draumastað­ urinn og pabba féllust alveg hendur þegar ég sagði þessum raunvísinda­ manni og sósíalista að við værum að fara til Alabama og að ég ætlaði í listnám! Ég ólst sko upp við það að bera út Þjóðviljann og merkja við á íbúalistum á kjörstað!“ En leiðin var að klára listnám á styrkjum og komast þannig í þriggja ára fram­ haldsnám í landslagsarkitektúr. Gnótt af kartöfluuppskriftum Kristín segir að þau hafi átt tvö mjög góð ár í hita og svita í Alabama. „Óli var orðinn dálítið þreyttur í hnjánum en átti þar svo tvö sín bestu fótboltaár. Fyrsta önnin var erfið. Við vorum fimm manna fjöl­ skylda því Björk yngri systir mín kom með okkur til að hjálpa með börnin. Við vorum á einu námsláni. Óli fékk strax styrk en ég þurfti að sanna mig og fá topp einkunnir til þess að fá skólastyrk, sem gerðist strax eftir fyrstu önnina. Þetta var erfitt fjárhagslega. Fyrsta hálfa árið sváfum við á uppblásnum dýnum á gólfinu og fengum húsgögn og annað á bílskúrssölum. Síðan þá má ég ekki nefna kartöflurétti við systur mína því við borðuðum svo mikið af kartöflum því það var svo ódýrt! Að lokum vorum við öll orðin meistarar í kartöfluréttum,“ segir Kristín og hlær. Skúlptúr í Suðurríkjunum Þar kom að Kristín vildi kanna nýjar slóðir í námi. „Við völdum Alabama fyrst og fremst vegna fótboltans og möguleikja á styrkjum til þess að halda síðan áfram. Við þennan háskóla var ekki boðið upp á arki­ tektúr eða landslagsarkitektúr. En ég fór þess í stað að læra skúlptúr og kláraði þriggja ára nám á fjórum önnum. Ég naut þess mikið að vera í listnáminu, það gekk rosalega vel og ég vann til margra verðlauna þar af annað sætið í samkeppni nem­ enda í skúlptúr í fylkjum sunnan 32 breiddargráðu, sem eru nokkuð mörg. En þetta hafði ég samt aldrei séð fyrir mér þótt ég hefði reyndar að einhverju leyti alist upp með skúlptúr og átt tíðar ferðir sem unglingur í garð Ásmundar Sveins­ sonar í Sigtúni,“ segir Kristín. North Carolina State University Kristín lauk BA prófi í myndlist frá Auburn University í Alabama árið 1996. Á meðan notaði hún tímann til að finna rétta skólann í lands­ lagsarkitektúr, þar sem þessi félags­ legi vinkill var til staðar. Hún segir það ekki auðvelt að komast inn á fullum námsstyrk í Bandaríkjunum. „Svo ég var mjög ánægð með að vera á endanum boðin vist í fjórum af sex skólum sem ég sótti um og það á góðum styrkjum og valdi að lokum Ríkisháskólann í Norður Carolínu (NCSU).“ Hún segir valið hafi kannski mest ráðist af því að þar voru bestu aðstæðurnar fyrir Óla til að spila og þjálfa fótbolta. „En þetta reyndist vera gæfuspor. Við vorum þarna í sex ár og þar af leiðandi átta ár í allt í námi úti. Ég kláraði meistaranám og skrifaði rit­ gerðina um Stykkishólm. Svona eru örlögin skemmtileg. Er þetta kannski bara allt skrifað í skýin? Svo hélt ég áfram í doktorsnámi á sama stað, enda mjög spennandi og áhugavert starfsumhverfi.“ Krefjandi nám Kristín segir doktorsnám sérstak­ lega krefjandi í Bandaríkjunum. „Flestir nemendur stunda sjálf­ stæðar rannsóknir en ekki sem hluta af rannsóknum prófessora. Það var nákvæmlega það sem ég gerði, sem er óheyrilega mikil og erfið vinna, sérstaklega með fjölskyldu. En þegar ég skrifaði doktorsrit­ gerðina fór ég meira út í bæja­ og hverfaskipulag, með áherslu á lýð­ heilsu og umhverfi barna. Líklega var það vegna þess að ég upplifði umhverfið þarna gegnum börnin mín og sá að það var langt frá því að vera nógu gott. Viðfangsefnið var að kanna áhrif mismunandi hverfahönnunar á hreyfingu barna á grunnskólaaldri og hvernig taka þurfi þroska­ og leikþarfir með í reikninginn þegar íbúðarhverfi eru hönnuð,“ segir hún. Að verða Íslendingar Þetta var nýtt og spennandi rann­ sóknarefni og þverfaglegt, sem gerði það yfirgripsmikið og flókið aðferðafræðilega séð. „Við keyptum okkur hús í Raleigh og bjuggum í sex yndisleg ár í þessu ameríska umhverfi. En svo missti Óli mömmu sína og ég pabba minn. Þetta gerðist með fjögurra mánaða millibili og breytti öllu. Hugurinn fór að leita heim. Við vorum þeim báðum náin og lífs­ sýnin breytist þegar maður missir fólkið sitt. Svo við íhuguðum heim­ ferð.“ Kristín lauk doktorsprófi árið 2008, sex árum eftir að þau fluttu heim, og vann um tíma sem sérfræðingur, landslagsarkitekt og háskólakennari á Íslandi. „Okkur fannst að við þyrftum að gefa börn­ unum okkar tækifæri til að verða Íslendingar. Svo einfalt var það.“ Smábæir og lýðheilsa En það blundaði alltaf í Krist­ ínu að starfa í bandarísku háskóla­ umhverfi. Þegar krakkarnir voru búin í menntaskóla og dóttirin komin í háskólanám til Banda­ ríkjanna fór Kristín að sækja um prófessorsstöður. Árið 2014 flutti hún aftur til Bandaríkjanna en Óli flutti ekki fyrr en rúmlega tveimur árum síðar. Kristín var ráðin í stöðu háskólakennara við University of Wisconsin í Madison. Þar starfaði hún sem sérfræðingur í skipulagi smábæja með áherslu á heilsu­ hvetjandi umhverfi. „Í rannsóknum mínum tók ég smábæjaskipulag fyrir og skoðaði fjögur smáþorp í Wisconsin. Þau höfðu byggst upp á grunni landbúnaðar, en hrunið vegna aukinnar vélvæðingar eftir stríð. Spurningin var hvernig þetta tengdist lýðheilsu og hvernig hægt væri að hjálpa bæjunum til að ná reisn sinni aftur og laða til sín fólk.“ Í fylkinu þeirra einu saman voru 500 smábæir með 2500 íbúa eða færri. „En það var samt enginn í Bandaríkjunum að fókus­ era á einmitt þetta viðfangsefni,“ segir Kristín. „Þetta voru áhuga­ verðar rannsóknir, sem ég tengdi saman við einn stóra kúrsinn sem ég kenndi og gat ráðið meistara­ nema til að aðstoða við kennslu og rannsóknir. Háskólinn stóð alveg ótrúlega vel að þessu og hélt vel utan um þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í rannsóknum. En þetta var gríðarleg vinna, ég vann 50­60 stundir á viku.“ Allt breyttist Háskólinn var frábær vinnu­ staður og þau voru bæði mjög ánægð. „Við bjuggum í yndis­ legu 120 ára gömlu húsi í Madison sem við vorum búin að gera upp,“ segir Kristín. „Það er mjög fallegt í Wisconsin og mikið lagt upp úr útivist. Enda vorum við dugleg að hjóla, stunda gönguferðir og fara á gönguskíði. Við áttum líka góða og trausta nágranna og vini, sem allir eru meira og minna búnir að koma í heimsókn í Stykkis hólm eða eru á leiðinni! Þegar við fluttum til Wisconsin vorum við nokkuð viss um að krakkarnir myndu ekki setj­ ast að á Íslandi. Dóttirin var farin í nám úti og sonur inn á leiðinni að flytja til okkar og fara í nám. En svo bara breyttist allt, þau hafa bæði sest að á Íslandi og eru komin með yndislegar fjölskyldur. Og nú eigum við líka þrjú barnabörn!“ Vonaðist til að trappa sig niður „Þegar mér hafði verið boðin þessi spennandi vinna á Snæfellsnesi og við tekið ákvörðun um að þiggja hana var pakkað niður í tösku og flutt heim,“ segir Kristín. „Og það á uppáhaldsstaðinn á landinu! Ég vissi að þetta yrði mikil vinna en vonaðist samt til þess að ég gæti aðeins farið að trappa mig niður.“ Blaðamaður spyr hvað börnum þeirra hafi fundist um þá ákvörðun að flytja í Hólminn. „Þeim fannst þetta bara æðislegt og koma hingað mjög mikið,“ segir Kristín glöð í bragði. „Það er gott að geta verið hér á landi. Fyrst og fremst nálægt fjölskyldunni, en líka til að njóta náttúrunnar. Þegar þau koma hingað í helgarferð þá erum við bara saman en ekki þetta endalausa skutl sem margir kvarta undan í borginni.“ Sjálfbærnisstefna innleidd Að lokum berst talið að starfi Krist­ ínar. „Það gefur góða yfirsýn að þetta er á einni hendi,“ segir hún. „Svo er svæðisskipulagið frábær rammi og Snæfellsnes hefur verið leiðandi í sjálfbærri hugsun. Ég efast um að ég hefði tekið þetta skref nema að fyrir hendi var öll þessi mikilvæga vinna. Við erum líka með verndarsvæðið fyrir Breiðafjörð og Svæðisgarðinn sem er alveg einstakur. Ég kem lítil­ lega að verkefnum þar, sem er mjög gaman. En annars spanna verkefnin allt óendanlega spekt­ rúmið þegar kemur að stjórnun, skipulagsmálum, hönnun og fram­ kvæmdum, allt frá skrúfum og nöglum upp í svæðisskipulag! Aðal­ skipulagsáætlanir eru tengdar inn í svæðisskipulagið og núna erum við að byrja að innleiða sjálfbærnistefn­ una í því inn í rammaskipulög og deiliskipulög áður en komið er að framkvæmdunum sjálfum.“ Eigin leiðir Sviðið er nokkuð sjálfstæð eining sem vinnur náið með bæjarstjór­ unum í Stykkishólmi og Grundar­ firði og oddvitanum í Eyja­ og Miklaholtshreppi, auk allra sem sinna nefndarstörfum í skipulags,­ byggingar­ og umhverfismálum. Sveitarstjórnirnar taka ákvarð­ anir en við sjáum um að undir­ búa hlutina á faglegan hátt,“ segir Kristín af festu. Aðspurð um hvernig hún takist á við þetta anna­ sama starf segir hún: „Það er vissu­ lega listataug í mér og ég er búin að koma mér upp aðstöðu til þess að móta í leir en bíð enn eftir tíma til þess að geta týnt mér í því. Ég er mjög skipulögð og einbeitt í vinnu og hér fæst ég við mjög fjölbreytt verkefni. Það tekst á í mér mis­ munandi arfur frá foreldrunum. Mamma var flottur teiknari og það blundaði í henni listamaður sem fékk útrás í fallegri garðyrkju. Svo var pabbi jarðfræðingurinn og vísinda maðurinn. Þetta sameinast í áhuga á lýðheilsu og vellíðan fólks tengt umhverfinu. En þótt for­ eldrar mínir hafi vissulega mótað mig að einhverju leyti hef ég samt alltaf farið mínar eigin leiðir,“ segir Kristín Þorleifsdóttir að lokum. gj Horft út á Breiðafjörðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.