Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 92

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 92
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202292 Kristín Þorleifsdóttir var fyrst Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í landslagsarkitektúr eða umhverfis­ hönnun, eins og hún kallar það. Hún er fædd og uppalin í Reykja­ vík en býr nú í Stykkishólmi. Þar starfar hún við sitt helsta áhugamál; að móta umhverfi fyrir fólk í sátt við náttúruna. Sameiginlegt embætti Árið 2021 ákváðu fjögur sveitar­ félög á Snæfellsnesi að stofna nýtt sameiginlegt svið umhverfis­ og skipulagsmála. Þetta voru Eyja­ og Miklaholtshreppur, Grundar­ fjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmur, en þau tvö síðast­ nefndu hafa nú sameinast í eitt sveitarfélag. Auglýst var eftir sviðs­ stjóra umhverfis­ og skipulagsmála, kraftmiklum leiðtoga til að stýra nýju sviði og leiða þróun umhverfis­, skipulags­ og byggingarmála auk yfirstjórnar verklegra framkvæmda. Viðkomandi átti jafnframt að gegna embætti skipulagsfulltrúa sveitar­ félaganna fjögurra. Allt í einu komin í Hólminn Kristín sá auglýsinguna þegar hún sat heima hjá sér í Madison í Wisconsin og var að undirbúa fjar­ kennslu. Hún hafði þá starfað sem háskólakennari í landslagsarki­ tektúr og hönnun í sjö ár við Uni­ versity of Wisconsin. Umsóknar­ fresturinn var daginn eftir og eftir að hafa rætt málið við eiginmann sinn ákvað hún að sækja um. Starfið hljómaði einstaklega spennandi og þeim hjónakornum fannst vera tími til kominn að flytja aftur heim, enda farin að sakna fjölskyldunnar heima og barnabarnsins sem þá var tveggja ára. Þrátt fyrir að líða mjög vel úti og ákvörðunin væri stór hjálpaði heimsfaraldurinn líka, því heim­ sóknum í báðar áttir hafði fækkað og söknuðurinn aukist. Snæfellsnes hafði líka alltaf dregið þau til sín og þau höfðu árlega varið fríum þar frá því þau muna. Enda kannski mjög eðlilegt þar sem segja má að Kristín reki báðar ættir á svæðið. Til að gera langa sögu stutta, fékk Kristín starfið og þau voru flutt til Íslands og í Stykkishólm áður en þau eigin­ lega áttuðu sig. Framundan var spennandi en jafnframt krefjandi starf við að móta nýja sviðið, sem hefur vinnuaðstöðu í Grundarfirði og í Stykkishólmi. Sem sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi starfar hún náið með byggingafulltrúa svæðis­ ins, sem reyndar hafði nýlega sagt upp starfi sínu þegar blaðamaður Skessuhorns settist niður yfir tebolla með Kristínu í fallegu húsi hennar í Hólminum, þar sem hún nýtur glæsilegs útsýnis yfir Breiða­ fjörðinn. Þar býr hún ásamt manni sínum Ólafi Ólafssyni, íþrótta­ og tómstundafulltrúa í Grundarfirði. Fjöreggið í Súgandisey Verkefni Kristínar eru sannar­ lega bæði fjölbreytt og spennandi. Við upphaf samtalsins var hún að koma beint úr Súgandisey þar sem verið er að undirbúa skemmtilegan og óhefðbundinn útsýnisstað með listaverki sem ber heitið Fjöregg og verður upplifunar­ og áningar­ staður í senn. Fjöreggið verður sýnilegt frá bænum og bætist við í kennileitaflóru hans. Tengslin við Snæfellsnes Fyrsta spurningin snýr að því hver tengsl Kristínar séu við Snæfells­ nesið. „Við Óli höfum bæði alltaf sótt mikið hingað. Við vorum fyrst í leiguhúsnæði í sex mánuði í Stykkis hólmi, en plássið var lítið, við gátum vart tekið á móti börn­ unum okkar tveimur, Diljá og Þor­ leifi og þeirra fjölskyldum. En í þessu húsi sem við festum kaup á síðastliðinn vetur er góð aðstaða og nóg pláss – enda koma þau oft til okkar,“ segir Kristín. Síðan eru barnabörnin orðin þrjú því í sumar fæddust tveir litlir guttar til við­ bótar við elsta barnabarnið hana Kæju, sem kemur mjög oft til okkar,“ segir Kristín. Allskonar afrek og prakkaraskapur Blaðamaður spyr nánar um ræt­ urnar á Snæfellsnesi. „Mamma mín, Steinunn Dóróthe Ólafs­ dóttir ólst að hluta til upp í Hólm­ inum þar sem afi minn, Ólafur P. Jónsson, var héraðslæknir með aðsetur hér,“ segir Kristín. „Ég held að hann hafi starfað hér í um sextán ár. Mamma var elst sjö systkina og þótt hún og elstu systkinin hafi fæðst annars staðar, þá fæddust þau yngri hérna. Svo ég ólst upp við endalausar sögur úr Hólminum – það voru alls­ konar afrek og mikill prakkara­ skapur.“ Kjarval og Berserkjahraunið Mörg systkini Steinunnar fengu listræna hæfileika í vöggugjöf og eru og voru teiknarar, málarar, skúlptúristar og listasmiðir. Einn bróðirinn var Sverrir Ólafsson skúlptúrlistamaður og fyrrum for­ stöðumaður Listamiðstöðvarinnar Straums við Hafnarfjörð. Í við­ tali í Degi árið 1998 talar hann um æskuheimilið og segir foreldra sína bæði hafa verið listhneigð. Inn á heimilið kom líka mikið af listafólki og m.a. dvaldi Kjarval þar á sumrin í mörg ár því hann var að mála Ber­ serkjahraunið. Kristín segist hafa komið nokkrum sinnum í Hólm­ inn sem krakki. „Ég fór t.d. í mjög eftirminnilega tröllaveiðiferð með móðurbræðrum mínum og þeirra fjölskyldum. Þeir sögðu okkur krökkunum sögur og ævintýri um allskyns kynjaverur, enda allt fullt af tröllum í umhverfinu. Þetta eru sögur sem ég er farin að segja Kæju á gönguferðum okkar um skóg­ ræktina eða hraunið,“ segir Kristín. Frændfólk í Grundarfirði Faðir Kristínar var Þorleifur Einarsson jarðfræðingur sem átti einnig sterk tengsl við Snæfells­ nes og nærsvæði. „Langafi minn í föðurætt var fæddur á Fellsströnd og var ættleiddur sem ungabarn í Stykkishólm og langamma fæddist á Búðum,“ segir Kristín. „Amma mín og alnafna fæddist hér í Hólm­ inum og ólst hér upp með einum bróður og tveimur systrum, sem síðar bjuggu í Grundarfirði, þannig að ég á frændfólk þar líka. Ég man sérstaklega vel eftir heimsókn í Grundarfjörð til Lóu frænku, sem tók svo blíðlega á móti okkur með drekkhlaðið kökuborð og hlýjan faðm. Kristín amma ólst upp í Stykkishólmi fram yfir tvítugsaldur en flutti síðan til Reykjavíkur. Hún og afi byggðu svo hús við Lang­ holtsveg, þar sem ég ólst upp með þremur systkinum. Afar mínir lét­ ust áður en ég fæddist eða ég var það lítil að ég man ekki eftir þeim. En ömmurnar báðar bjuggu í næsta nágrenni þannig að ég kynntist þeim vel og á mjög góðar og hlýjar minningar um þær þótt þær hafi verið mjög ólíkar.“ Lykt af blýöntum Kristín hefur frá barnæsku haft áhuga á arkitektúr, hönnun og skipulagi og hafði tekið ákvörðun um að læra arkitektúr eða lands­ lagsarkitektúr í lok grunnskóla. „Það má segja að þetta sé dálítið Hönnun snýst um fólk Rætt við Kristínu Þorleifsdóttur í Stykkishólmi um landslagshönnun og fleira Kristín Þorleifsdóttir. Myndin er tekin á pallinum við hús hennar í Stykkishólmi. Fjölskyldan í einni af ævintýraferðunum um skóginn í Stykkishólmi. Frá vinstri: Óli, Karítas Lea (Kæja), Þorleifur, Kristín, hundurinn Bói og Diljá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.