Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 101

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 101
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 101 Minningarsjóður Einars Darra – Eitt líf Eins og áður segir starfar Andrea líka í afmörkuðum verkefnum fyrir Minningarsjóð Einars Darra og situr sem aðalmaður í stjórn sjóðs­ ins. Einar Darri lést 25. maí 2018 vegna lyfjaeitrunar. Hann var þá 18 ára gamall og hafði litla sem enga sögu um misnotkun á lyfseð­ ilsskyldum lyfjum né öðrum vímu­ efnum. Andlátið kom því fjölskyldu hans algjörlega í opna skjöldu og ákváðu vinir og fjölskylda í fram­ haldinu að stofna minningarsjóð í hans nafni til að hjálpa ungmennum í fíknivanda. Minningarsjóður­ inn stendur fyrir ýmsum fræðslu­, forvarnar­ og vitundarvakningar­ verkefnum og kannast eflaust margir við bleiku armböndin sem svo marga hafa prýtt síðan þeim var dreift árið 2018. Armböndin voru kærleiksgjöf og var þeim dreift til einstaklinga að kostnaðarlausu. Að bera armbandið er tákn um sam­ stöðu og er einnig ætlað til að fá fólk sem sér armbandið til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það misnotar lyf eða önnur vímuefni. Þörf áminning um að við eigum bara eitt líf. Há hlátrasköll Þrátt fyrir tíu ára aldursmun voru systkinin Andrea og Einar Darri miklir vinir. „Margir hefðu örugg­ lega viljað vera fluga á vegg þegar við systkinin fórum á trúnó,“ segir Andrea og brosir yfir minningunni. „Við gátum spekúlerað um öll lífs­ ins málefni fram og til baka, og já vissulega þrættum við um ýmislegt inn á milli en hlógum líka mikið. Og þá var sko hlegið almennilega enda voru há hlátrasköll eitt af því sem einkenndi okkar samband.“ Minningarnar sem Andrea geymir um bróður sinn veita henni bæði hlýju og gleði en vekja á sama tíma upp sorg og söknuð. Hún á erfitt með að lýsa þeim til­ finningum sem upp komu fyrst eftir að hún heyrði af andláti bróður síns. „Mér leið hreinlega eins og ég væri að kafna öllum stundum. Ég réð ekki við tárin sem láku stanslaust. Ég held að allar mögulegar tilfinningar hafi komið upp. Og ekki bara þær sem ég flokka sem erfiðar því ég gat líka hlegið þegar ég rifjaði upp allt sem við gerðum saman. En svo kom söknuðurinn aftur yfir mig þegar ég áttaði mig á því að slíkar stundir kæmu aldrei upp aftur,“ segir Andrea og bætir við eftir stutta kúnstpásu. „Og þær áttu að verða svo mikið fleiri.“ Andrea var þá búin að ákveða að flytja í Hvalfjarðarsveit um sum­ arið 2018 og hefði þá búið rétt hjá Einari Darra og fjölskyldu sinni. „Þannig að ég var bæði að syrgja hann og það sem við áttum en líka það sem aldrei varð,“ segir Andrea sem þurfti þá að sætta sig við að hún fengi engu breytt. Það er í lagi að gráta Andrea segir að sér hafi verið ómögulegt að takast á við allar þessar tilfinningar ein en hún er einstaklega heppin með bakland. „Ég þurfti hjálp frá öllum í mínu nærumhverfi en ég þurfti líka að leita mér sérfræðiaðstoðar því ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að læra að halda áfram að lifa eftir svona skyndilegt áfall.“ Hún fékk svo aðstoðina sem hún þurfti og segir köfnunar­ tilfinninguna ekki vera eins sterka í dag og hún var áður. „Ég sakna samt elsku litla brósa á hverjum degi og tárin leka ennþá af og til,“ segir Andrea. „En það er allt í lagi að gráta, tárin eru leið lík­ amans til að losa um erfiðar til­ finningar. Og í dag hef ég lært að lifa með þeim og sorginni og ég vil heldur ekki lifa án sorgarinnar því það að sakna er líka að minn­ ast og ég mun aldrei hætta því, að minnast.“ Rannsóknarefnið var lyfjamisnotkun ungra íslenskra karlmanna Lokaverkefni Andreu í meistara­ náminu fjallar um reynslu ungra íslenskra karlmanna af misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og tileinkaði hún ritgerðina bróður sínum, sem lést af þeim völdum. „Í meistara­ náminu fengu nemendur að vinna verkefni sem hentuðu áhugasviði hvers og eins og út frá því fór ég að vinna verkefni sem vörðuðu lyfjamisnotkun. Það varð svo til þess að mig langaði að kynna mér þau mál betur og ákvað að sníða loka verkefnið mitt að því,“ segir Andrea og bætir við að sú ákvörðun hafi verið tekin í byrjun árs 2018, þegar Einar Darri var ennþá á lífi. Andlát hans átti því ekki þátt í því að hún valdi þetta ákveðna viðfangsefni. „Ég var byrjuð að sérhæfa mig í þessu mál­ efni þegar hann lést og þá hafði ég enga vitneskju um að hann, elsku bróðir minn, ætti við fíknivanda að stríða.“ Andlát Einars Darra kom Andreu og fjölskyldunni allri algjörlega í opna skjöldu og seg­ ist hún aldrei munu gleyma því þegar hún fékk fyrst fréttir af and­ látinu. „Ég fékk þær fréttir að það hefði orðið slys og að litli bróðir minn væri dáinn. Þegar ég heyrði orðið slys þá kom aldrei upp í hug­ ann hjá mér að lyfjaeitrun væri orsökin. Hans saga hvað varðar lyfjamisnotkun var enda mjög stutt og fékk hann því miður ekki tæki­ færi til að misstíga sig.“ Verkefni Minningarsjóðs Einars Darra – Eitt líf falla því vel að hennar menntunarsviði. Hún segir sinn metnað til að vinna að verk­ efnum sjóðsins fyrst og fremst koma frá persónulegum stað í sínu hjarta vegna sinnar reynslu en líka út frá sinni akademísku þekkingu. Hafðu trú á sjálfri þér Andrea hefur í gegnum tíðina oft þurft að minna sig á að hafa trú á sjálfri sér í sínum verkefnum og segir hún að Einar Darri hafi verið hennar helsta klappstýra og hvatti hana óspart áfram. „Hafðu trú á sjálfri þér – sagði hann óteljandi oft við mig. Hann var svo stoltur af stóru systur sinni og fannst algjör­ lega galið hvernig ég gat efast um sjálfa mig í lífi og starfi. Þær efa­ semdir og hugsanir skjóta auðvitað ennþá upp kollinum öðru hvoru en þá minni ég mig á hans orð. Og ég hvet aðra til að gera það líka. – Hafðu trú á þér.“ Hvar sem ég verð „Plön veita mér öryggi,“ segir Andrea sem er mikil „plan“ mann­ eskja. Hún segist plana allt sem hún getur, hvort sem það eru fjölskylduferðalög eða viku­ skipulag. „Fjölskyldan mín hefur í gegnum tíðina gert mikið grín af mér út af þessu og má segja að mín einkunnarorð séu: „Hvað er planið?“ segir Andrea og hlær. „En þótt plön veiti mér öryggi veit ég líka að lífið er óútreiknanlegt og maður þarf að vera viðbúinn því að breyta sínum plönum og bregð­ ast við.“ Andrea hefur þó tekið þá ákvörðun að láta tímann leiða í ljós hvort hún haldi áfram að starfa í sveitarstjórn eða opinberri stjórn­ sýslu að þessu kjörtímabili loknu. „Oddvitastarfið er virkilega gef­ andi og það veitir mér ánægju. Því fylgir auðvitað mikil vinna en ég held að annað væri óeðlilegt því þegar maður hefur metnað til að gera vel þá þarf að leggja á sig vinnu og dug.“ Hvað varðar framtíðina segir Andrea það litlu máli skipta hvert framtíðin leiðir hana. Stóra málið sé hvernig henni líður og hvaða fólk er þar henni við hlið. „Ég vona innilega að ég haldi áfram að vera hamingjusöm og líða vel í faðmi fjölskyldu og vina, hvar sem ég verð,“ segir Andrea að lokum. gbþ/ Ljósm. úr einkasafni. GLEÐILEGA JÓLAHÁTIÐ S E N D I R Ö L L U M Ó S K U M O G F A R S Æ L D Á K O M A N D I Á R I www.simenntun.is Garða- og Saurbæjarprestakall akraneskirkja.is Garða- og Saurbæjaprestakall óskar öllum gleðilegra jóla og Guðs friðar. SK ES SU H O R N 2 02 2 Einar Darri lést 18 ára gamall vegna lyfjaeitrunar. Á myndinni er bleika arm- bandið sem Minningarsjóðurinn lét framleiða og dreifði til einstaklinga þeim að kostnaðarlausu. Fjölskyldumynd frá jólunum 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.