Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 20.12.2022, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202248 Í mínum huga eru jólin tími fjöl­ skyldunnar og er ég svo heppin að fá að njóta þeirra með fjölskyldu minni, fyrst frá því að ég var barn með foreldrum mínum og systk­ inum og svo seinna meir að búa til mínar jólahefðir með manni mínum og börnum eftir að ég fór sjálf að búa og halda jól. Þar sem ég er alin upp í sveit og bý sjálf í sveit þá var biðin oft löng eftir því að fá að opna pakkana. Það þurfti að gefa öllum dýrunum og mjólka kýrnar, þá var jólabaðið eftir þegar komið var inn úr úti­ verkunum og fjósaverkum og klára að elda matinn. Þannig að matur­ inn var aldrei fyrr en rúmlega átta. Svo þurfti að ganga frá eftir matinn og vaska upp sem var extra mikið á aðfangadagskvöld. Þegar þetta var allt búið, þá höfðu foreldrar mínir þann sið að opna og lesa jóla­ kortin sem höfðu borist og það var dágóður bunki áður en pakk­ arnir voru opnaðir. Þessi bið reyndi mikið á þegar maður var barn og bíða eftir að mega opna jólapakk­ ana sem var búið að raða undir og við jólatréð. Við vorum yfirleitt að byrja að opna pakkana þegar systur mínar komu í heimsókn á aðfanga­ dagskvöld með sínar fjölskyldur enda löngu búnar með jólamat og opna pakkana. Aðfangadagskvöld endaði svo á heitu súkkulaði og smákökum sem búið var að baka fyrir jólin og mátti alls ekki borða fyrr en á aðfangadagskvöld nema kökurnar sem höfðu misheppn­ ast eins og t.d. verið of lengi inni í ofninum. Mamma límdi smáköku­ boxið aftur svo maður stælist ekki til að borða þessar gómsætu kökur sem hún var búin að baka. Ég var nú orðin frekar lagin við að plokka límbandið og stela mér nokkrum smákökum á meðan foreldrar mínir voru í fjósi og líma þá svo vand­ lega aftur svo að mömmu grunaði ekkert. En allt komst þetta upp á aðfangadagskvöld þegar kökuboxið sem átti að vera fullt var kannski orðið hálft. Þegar ég fór að halda mín jól þá ákvað ég strax að jólakort yrðu ekki opnuð fyrr en eftir pakkana eða áður en farið væri í fjósið. Meðan börnin mín voru lítil og spenningur í hámarki þá fengu þau að velja sér einn pakka og opna klukkan sex til að geta leikið sér með nýja dótið og minnkað biðina eftir jólapakka­ flóðinu. Við höfum haft sem sið fjölskyldan að fara saman og velja okkur jólatré og bakstur er helst í upphafi aðventu og smákökur borðaðar á aðventunni. Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti Jólakveðja úr Skorradal Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar, vonar og kærleika. Tími þar sem gleði og tilhlökkun ríkir hjá bæði börnum og fullorðnum og fjölskyldur koma saman til að halda á lofti gömlum venjum og siðum. Í minningunni voru jól bernsku minnar böðuð kærleika og fegurð. Fjölskyldan samankomin í ömmu og afa koti í Búðardal og þó oft hafi verið þröng á þingi þá skipti það litlu. Á aðfangadag minnist ég hræðilegu ólyktarinnar af heima­ lagaða rauðkálinu, sem lagðist yfir húsið og lét okkur börnin halda fyrir nefið og veina heil ósköp ef einhver vogaði sér að opna hurðina inn í stofu. Ég minnist þess að aðfangadagur hafi verið einn lengsti dagur ársins, mínúturnar siluðust áfram og aldrei var klukkan orðin sex. Það sem stytti mér þó oft biðina var árlega kirkjuferðin með afa. Fyrir okkur börnin skiptu gjaf­ irnar að sjálfsögðu mestu máli og biðin eftir því að uppvaskinu lyki og þar til hafist var handa við að opna gjafirnar, gat oft reynst ansi erfið. Eftir að allt pakkaflóðið var uppurið og við krakkarnir komnir á fullt með nýju leikföngin, settust svo amma og afi í rólegheitum inn í eldhús og hófust handa við að opna jólakortin. Þegar ég hóf minn búskap og fór að halda jól sjálf kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en að taka upp þær jólahefðir sem ég ólst upp við hjá ömmu og afa. Allt skyldi þrifið hátt og lágt um aðventuna, fleiri sortir af smákökum bakaðar en ekki fyrr en ofninn hefði verið þrifinn, húsið skreytt með marglitu jólaskrauti í hólf og gólf, jólatréð skyldi að sjálfsögðu bara skreytt á Þorláksmessu, silfrið skyldi pússað, dúkar og rúmföt straujuð, baðher­ bergin skyldi alls ekki þrífa fyrr en á aðfangadag ásamt því að skipta á öllum rúmum. Það mátti alls ekki gera fyrr! Skápar voru þrifnir og þvotta­ húsið skúrað og skrúbbað. Ham­ borgarhryggurinn var soðinn upp úr rauðvíni, eins og amma gerði, ísinn varð að vera eftir uppskrift­ inni hennar ömmu og heima­ lagaða rauðkálið, það mátti nú ekki vera keypt, það átti að sjóða eftir uppskriftinni hennar ömmu. Jólaandinn kom fyrst yfir mig þegar mín börn fóru að kvarta yfir edikslyktinni sem fylgdi rauðkáls­ suðunni! Uppbakaða rauðvíns­ sósan, sykurbrúnuðu kartöflurnar, grænu Ora baunirnar og gulu baun­ irnar, rósakálið sem enginn borð­ aði. Allt átti að vera eins og amma gerði það. Á slaginu sex skyldi sest niður við matarborðið og hlustað á messu, til að upplifa aftur smá af hefðum fyrri jóla og leyfa heilögum anda jólanna að yfirtaka sig. Þegar kom svo loksins að því að opna gjafirnar þá átti nú að sjálfsögðu að taka upp sömu hefð og var í Búðar­ dal, einn átti að lesa upp hver fékk hvað, annar átti að útdeila þar til öllum gjöfum hefði verið útdeilt og svo átti að byrja að opna pakk­ ana. Þetta áttu börnin erfitt með og ég enn erfiðara þar sem þau vildu bara ekki skilja að þetta hefði „sko alltaf verið svona hjá ömmu og afa í Búðardal“. Allt þetta var að sjálf­ sögðu ákveðið án nokkurs samráðs við aðra heimilismeðlimi, hvað þá við sambýlismanninn, sem átti að fá að upplifa „bestu jól í heimi“ í fyrsta sinn. Þegar ég svo fékk nett spennu­ fall um kvöldið og grét í koddann af stressi, ákvað ég að svona ættu jólin ekki að vera. Jólin væru tími barnanna og þau væru lítið að spá í nýstraujuðum rúmfötum eða hvort baðherbergin hefðu verið þrifin á Þorláksmessu eða aðfangadag! Þeim var líka alveg sama þó þvotta­ húsið væri „spikk og span“, þau tóku að sjálfsögðu ekki eftir því! Hefðirnar hafa því smátt og smátt tekið breytingum í áranna rás og við fjölskyldan breytt þeim eftir okkar hentugleik. Eiginmað­ urinn hefur smátt og smátt fengið að setja meira mark á jólahefð­ irnar og leggur mikinn metnað í jólaskreytingar hússins að innan. Fyrir fram ákveðin litaþemu hús­ freyjunnar eru fljótt slegin út af borðinu þegar allir kassar af jólaskrauti eru sóttir af háaloftinu og börnunum leyft að skreyta að vild. Áfram eimir þó af gömlu hefð­ unum sem fengnar voru frá ömmu og afa og held ég að svo verði um ókomna tíð. Eftir því sem árin færast yfir og þroskinn verður meiri, hef ég lært að það eru hin óáþreifanlegu gildi jólanna sem skipta mestu máli. Samveran með fjölskyldunni, fölskvalaus gleði og spenningur barnanna og hátíðarandinn sem svífur yfir, með „dass“ af rauðkáls­ lykt í loftinu. Liv Åse Skarstad Akranesi Jólakveðja frá Akranesi Bernskunnar jól Kveðjur úr héraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.