Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 8

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 8
var mikill nákvæmnismaður og fróður um menn og málefni og hefur beitt þeirri þekkingu sinni til hins ýtrasta við gerð þessara skýrslna. Meðal þess sem Magnús uppgötvaði var að einhvem tímann á síðustu áratugum hefur V. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var haldinn 1934 glatast, ef svo má að orði komast. Ekki er til fundargerð af þeim fundi og þegar fyrst er birt skrá yfir landsfundi Sjálfstæðisflokksins í landsfundarskýrslu 1948 er landsfundarins 1934 ekki getið og hefur svo verið allar götur síðan þá. Þessi fundur Magnúsar leiðir til þess að númeraröð landsfundanna raskast þannig að landsfundurinn 1993 verður 31. landsfundur Sjálfstæðisflokksins miðað við réttan fjölda funda og miðað við að fyrsti og síðasti landsfundur Ihaldsflokksins hefur jafnan einnig verið talinn fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins og þeirri reglu haldið í þessari skýrslu. Með þessari útgáfu og vönduðum undirbúningi Magnúsar er miklum og verðmætum heimildum um fyrstu ár Sjálfstæðisflokksins hvort tveggja í senn forðað frá gleymsku og komið á framfæri með aðgengilegum hætti fyrir alla sem áhuga hafa á Sjálfstæðisflokknum og sögu hans. Það er von útgefanda að rit þetta geti verið mönnum bæði til fróðleiks og skemmtunar. Af hálfu skrifstofu Sjálfstæðisflokksins hafa þau Már Jóhannsson og Þórdís Kr. Pétursdóttir búið ritið til prentunar og er þeim þakkað ágætt starf. 6

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.