Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 13

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 13
segir Sigurbjöm Þorkelsson, kaupmaður í Vísi, eftirfarandi á bls. 290 í III. bindi sjálfsævisögu sinnar, „Himneskt er að lifa” (Reykjavík 1969). „Það var 24. febrúar 1924, sem „Ihaldsflokkurinn” var stofnaður af 20 þingmönnum. Ekki var ég vel ánægður með nafnið, þó að ég væri glaður yfir því, að meiri festa yrði nú yfir flokksstarfseminni. En mér fannst nafnið ekki tákna rétt stefnu flokksins og fyrirætlanir í framtíðinni, þar sem stefnuskráin benti til þess, að hann væri frjálslyndur umbótaflokkur. Ég þóttist viss um, að flokkurinn, með þessu nafni, ætti ekki fyrir sér að vaxa á íslandi, eins og hann átti skilið og eftir því, sem efni stóðu til. Ég fann það á sjálfunt mér, að ungt fólk myndi ekki flykkjast í flokk með slíku nafni fyrst um sinn. Það væri að kenna nafninu, en ekki ágætri stefnuskrá flokksins.” Dr. Magnús Jónsson segir um þetta í riti sínu, sem áður er vitnað til, bls. 19: „Eitt af því, sem allmikið var rætt um á lands- fundi Ihaldsflokksins 1929, var það, að breyta ætti um nafn á flokknum. Nafnið var í upphafi valið út af því verkefni, sem þá lá fyrst fyrir, en það var gætni og íhald í fjármálum. Og þó að vel mætti skýra nafnið á breiðari grundvelli, og það væri gert bæði í ræðu og riti, þá þótti mörgum óheppilegt að þurfa sí og æ að koma með þær skýringar, og nafnið var vissulega ekki vel til fylgisauka fallið. Fór fram skoðanakönnun um þessa nafnbreytingu í lok fundarins, og kom þá í ljós, að mjög mikill meiri hluti fundarmanna var meðmæltur því, að breytt væri um nafn. A fundum félaganna í Reykjavík, Varðar og einkum Heimdallar, átti sú skoðun eindregið fylgi, að breyta bæri um nafn flokksins. Er óhætt að segja, að hin 11

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.