Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 14

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 14
sterka fylking ungra manna hafi hér ekki lagt lítið lóð í vogarskálina, enda „Ihalds”-nafnið þeim að vonum sérstaklega ógeðfellt”. Dr. Magnús segir síðan, að annað hafi hér og komið til greina, og verður drepið á það hér á eftir, þegar rætt verður um síðari ástæðuna fyrir nafnbreytingunni. = * = Menn sem mátu íhaldsnafnið á þennan veg, vildu skipta um heiti vegna hljómsins í orðinu, þ.e. nafnsins sjálfs vegna, þótt ekki kæmi annað og fleira til. Síðari ástæðan fyrir nafnbreytingu. Úrslit þingkosninganna 1927 urðu bæði Ihaldsflokknum og Frjálslynda flokknum mikil von- brigði. Með landskjörnum fulltrúum hafði Íhaldsflokk- urinn nú 16 þingmenn af 42 alls (hafði haft 20), og Frjálslyndi flokkurinn fékk aðeins einn mann kosinn, Sigurð Eggerz í Dalasýslu, en foringi hans í Reykjavík, Jakob Möller féll. Framsóknarflokkurinn myndaði síðan einn ríkisstjórn með atbeina Alþýðuflokks, þ.e. hlutleysi hans. íhaldsmenn og Frjálslyndir voru því saman í stjórnarandstöðu, og leiddi að sjálfsögðu óhjákvæmilega af því ýmislegt samstarf. Fljótlega fór mörgum að finnast óeðlilegt, að þeir, sem áttu flest sameiginlegt í stjórn- málaskoðunum og almennum landsmálum, skyldu skiptast í tvo flokka. Ýmsir menn úr báðum flokkum og utanflokkamenn einnig fóru nú „að tala sig saman” um 12

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.