Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 26

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 26
Hvað er fátækt og hvað er auðlegð? Gagnlegt er að byrja með að átta sig á því, hvað fátæktin eiginlega er og hvað auðlegð er. Fátæktina þekkja flestir Islendingar af eigin reynd og sjón og vita, að hún er vöntun á fjármunum, skortur á matvælum, skortur á klæðnaði, skortur á húsakynnum, vöntun á búpeningi, vöntun á ræktuðu landi o.s.frv. En ef menn eiga að svara spurningunni, hvað auðlegð sé, eða hvað það eiginlega sé að vera ríkur, þá verður mörgum fyrst fyrir að svara: Sá er ríkur, sem á nóga peninga, auðlegð eða ríkidæmi er sama sem peningar. En þetta er misskilningur; auðlegðin er ekkert annað en nægtir þess konar fjármuna, sem taldir voru hér að ofan, hún er andstaða fátæktarinnar og ekkert annað. Þjóðarauður er í því fólginn, að til sé í landinu og í eigu landsmanna mikið af húsum, húsmunum, matvælum, fatnaði og öðrum notkunarvörum og neyzluvörum, mikið af ræktuðu landi og búpeningi, mikið af verzlunarskipum, fiskiskipum og veiðar- færum, mikið af vinnuhúsum eða verksmiðjum og vinnu- vélum, mikið af vegum, jámbrautum, bílum og brautar- vögnum, símum og loftskeytastöðvum, listasöfnum og listaverkum, skólum, kennsluáhöldum, náttúmgæðum, efni- vörum og hálfunnum vörum á öllum stigum framleiðslunnar. En peningar þá? Eru þeir ekki verðmæti líka? Það mál þarf dálítið nánari skýringar. Þegar sagt er um einhvem mann nú á dögum, að hann „eigi mikla peninga”, er venjulegast átt við það, að hann eigi innstæðufé á vöxtum í bönkum, sparisjóðum eða annars staðar. Yér skulum þá hugsa oss mann, sem hefir haft afgang af arði vinnu sinnar eða atvinnu, segjum 1000 kr., og lagt þær í banka. Ef bankastjórnin lánar nú 24

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.