Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 31

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 31
fyrir það missir einn af verkamönnum hennar atvinnuna hálfan eða heilan dag. Hann vanhagar um skó handa einu barni sínu - getur ekki keypt þá, af því að verksmiðjan hafði ekki þörf fyrir vinnu hans þennan daginn. Sama sagan getur svo endurtekið sig í einhverri verksmiðju fyrir bamaskó o.s.frv. Hin ályktunin, sem nú þegar verður dregin, er sú, að sérhver hindrun á viðskiptun nytsamra gæða er skaðleg, dregur úr fullnægingu mannlegra þarfa á sama hátt og hindrun framleiðslu. Tökum t.d. sveitaheimili, einangrað af vegleysum og snjóalögum á vetrardag. Heimilið hefir mjólk aflögum, í næsta kauptúni er fjölskylda sem vantar mjólk, en viðskiptin eru hindruð. Aftur vantar sveitaheimilið kol til hitunar - getur ekki keypt þau, af því að viðskiptin með mjólkina eru hindruð. En úti í Englandi eru atvinnulitlir kola- námumenn - einn þeirra verður af eins dags vinnu, af því að bóndinn norður á íslandi getur ekki selt mjólk til þess að kaupa eitt tonn af kolum. Alveg sömu afleiðingarnar eru af hindrun viðskipta og af hindrun framleiðslu. Skaðsemi þessara hindrana fyrir efnahagsstarf- semina verður öldungis hin sama, hvort sem hindrunin stafar af völdum náttúrunnar, eins og í dæmunum, sem nefnd voru, eða af völdum mannanna. Verkfall eða vinnuteppa á fiskiskipum hefir sömu efnahagsverkun og veðurhindrun. Sölubann eða innflutningsbann verkar eins og hver önnur viðskiptahindrun. I sömu átt verka allar tálmanir, sem eru hálfgerðar hindranir, hvort heldur á framleiðslu eða viðskiptum. Grasbrestur og fjármagnsskortur geta dregið alveg jafnt úr framleiðslu landbúnaðarafurða. Skiptjónsveður og tollmúrar geta dregið að jöfnu úr viðskiptum milli landa. 29

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.