Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 34

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 34
sérhver keppendanna reynir að þroska sem bezt hæfileika sína og getu til þess að fullnægja þörfum annarra. Loks skulum vér líta á samkeppni í viðskiptum. Það er nú fyrst og fremst hún, sem er andstæðingum frjálsrar samkeppni þyrnir í augum. í hverju er hún þá fólgin? I því, að þeir, sem hafa einhverja samkynja fyrirgreiðslu viðskipta að starfi, keppa eftir því hver fyrir sig að reka starfið svo, að þörfum skiptavinanna verði sem bezt fullnægt. Sem dæmi til útskýringar skulum vér taka samkeppni í verzlun. Kaupmaðurinn kaupir erlendar vörur af erlendum framleiðendum eða sölumönnum þeirra, annast um að fá þær fluttar til landsins, greiðir af þeim tolla og hefir þær til sölu handa innlendum skiptavinum með nokkurri álagningu á verði fram yfir kostnað. Velgengni hans sjálfs er nú undir því komin, að hann geti selt og fengið borgað nægilega mikið af vörum. Ef frjáls samkeppni er ríkjandi, þá verður sérhver hinna keppandi kaupmanna að gjöra sér far um að ná viðskiptamönnum með því að selja sem bezta vöru fyrir sem lægst verð, en til þess að geta þetta verður hann fyrst að hafa lagt stund á að afla sér sem beztrar þekkingar á atvinnugrein sinni, þar næst að gjöra sem bezt innkaup, fá sem ódýrastan flutning og hafa tilkostnað við rekstur verzlunar sinnar á alla lund sem minnstan. Allt þetta miðar beint að því að fullnægja á sem beztan hátt þörfum skiptavina hans, kaupendanna, og það gerir kaupendunum engan mismun, þótt ástæður kaupmannsins til þess þannig á hverju stigi að standa á verði um hagsmuni þeirra sé ekki aðrar en þær eru - löngun hans til þess að fá handa sér og sínum góðan árangur af sínu starfi. Kaupmaðurinn verður í sínu starfi að lúta framangreindu almennu lögmáli almennra 32

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.