Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 36

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 36
hinnar frjálsu samkeppni. Hitt atriðið er það, að menn sjá, að hvöt sú, sem knýr keppendurna til þátttöku, er eiginhagsmunahvöt, en ekki umhyggja fyrir öðrum. Af þessu draga menn svo þá ályktun, að ávextirnir hljóti að samsvara innrætinu, afleiðingar starfsins hljóti að vera samstæðar hugarfari því, er knúði til starfsins. En þessi misskilningur hverfur, er menn skilja það, að í þessu efni er enginn mismunur á verzlun, framleiðslu, vinnusölu og hverri annarri efnahagsstarfsemi. Hvötin til starfsins er hjá öllum eiginhagsmunir, leiðin til að fullnægja eiginhagsmunum hjá öllum sú að byrja með því að leitast við að fullnægja sem bezt annarra þörfum. I þessu efni er enginn munur á bóndanum og kaupmanninum. Mjólkurbóndinn í Mosfellssveit verður að leggja stund á að fullnægja sem bezt og mest mjólkurþörfum Reykja- víkurborgara, kaupmaðurinn á Húsavík að fullnægja sem mest og bezt vöruþörfum þingeyskra bænda. Báðir gjöra það sjálfs sín vegna, síns heimilis og skylduliðs. Stundum verður vart þess misskilnings, að frjáls samkeppni í verzlun sé gagnleg og nauðsynleg fyrir verzlunarstéttina, en ekki fyrir aðra. Þetta er öfugt. Það eru hagsmunir skiptavinanna, sem þurfa að njóta hinnar frjálsu samkeppni í verzlun. - Svo er á öllum sviðum efnahagsstarfseminnar. Sérhverjum atvinnurekanda getur vegnað vel, jafnvel betur, ef hann er laus við samkeppni annarra. En fyrir alla neytendur og notendur framleiðslu og annarra gæða er það verra. Tilgangi efna- hagsstarfseminnar, að sjá fyrir fullnægingu mannlegra gæða, verður ekki eins vel fullnægt með neinu öðru móti og því, að sjálfsbjargarhvötin fái óhindruð að knýja hvem einn til að vinna sem bezt fyrir aðra. I hinni sjálfvirku vél frjálsra viðskipta er eiginhagsmunagæzlan 34

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.