Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 37
sá aflgjafi, sem knýr hvert einstakt hjól, en afrek
vélarinnar er framleiðsla til fullnægingar allra þörfum.
Samvinnan er eftir eðli sínu samtök framleiðenda
í sömu atvinnugrein til þess með samstarfinu að
framleiða vörur með betri árangri en einstaklingarnir
geta gjört eða til þess að halda uppi sem hæstu verði á
slíkum vörum eða samtök neytenda til þess að ná sem
beztum innkaupum á nauðsynjum. Þegar slík frjáls
samtök miða að bættri eða aukinni framleiðslu eða
fyrirgreiðslu frjálsra viðskipta, eru þau bæði réttmæt fyrir
þátttakendur og gagnleg fyrir heildina. Þegar þau miða
að því einu að standa á verði um sérhagsmuni
þátttakendanna (sölusamlög, innkaupafélög), eru þau líka
réttmæt, meðan ekki gengur svo langt, að verði til
hindrunar framleiðslu eða viðskiptum, og til marks um,
hvort svo sé, má venjulega hafa það, hvort frjáls
samkeppni sé útilokuð eða ekki. Ýmis dæmi eru þess
erlendis, að samvinna framleiðenda hefur orðið svo
víðtæk, að nálgazt hefur einokun á hinni framleiddu
vörutegund. - Hafa ýmis lönd tekið í lög ákvæði til þess
að fyrirbyggja slíkt, byggt á því, að réttmætir hagsmunir
neytenda muni verða fyrir borð bornir, þegar samtök eru
orðin svo víðtæk, að frjáls samkeppni kemst ekki að.
Einnig hafa ýmis lönd sett lög til verndar réttum reglum
frjálsrar samkeppni umfram það, er felst í hegningar-
lögum og annarri almennri löggjöf.
Hér á landi hefir talsvert öflugur samvinnu-
félagsskapur neytenda starfað nú í meir en mannsaldur,
þar sem eru kaupfélögin. Hefir hann einkum náð
útbreiðslu meðal bændastéttarinnar. Sumir af forkólfum
þess félagsskapar virðast hafa gert sér vonir um, að hann
myndi reynast lyftistöng fyrir landbúnaðinn og reynast
35