Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 39
Það er sameiginlegt öllum þessum þrem liðum,
að þeim fylgir tilkostnaður og að afrakstur
framleiðslunnar verður að geta borið tilkostnaðinn við þá
alla. Það er gagnlegt að athuga ofurlítið eðli hvers
þessara liða fyrir sig.
1. Stofnfé atvinnufyrirtækis er þeir fjármunir, sem
framleiðslan er bundinn við eða byggist á. Þannig þarf
sveitabýlið land, helzt með sem mestum
ræktunarmannvirkjum og með girðingum, vegum
o.s.frv., þar næst búpening, hús yfir fólk og fénað og svo
verkfæri alls konar. Utgerðin þarf skip eða bát,
veiðarfæri, húsnæði fyrir fólkið og aflann, land undir
þetta, hugsanlega lendingarmannvirki o.s.frv. Iðnaðurinn
þarf vinnustofu eða verksmiðju með vélum og
verkfærum. Auk þess þurfa öll framleiðslutæki að hafa
meira eða minna af efnivörum, óunnum eða hálfunnum,
á öllum stigum framleiðslunnar, þar á meðal oft
einhverjar birgðir óseldar af eigin framleiðslu. Dæmi
upp á þetta eru heybirgðir og aðrar fóðurbirgðir bónda,
salt og óverkaður eða hálfverkaður fiskur útgerðar,
efniviður og munir í smíðum hjá trésmíðastofu o.s.frv.
Tilkostnaður atvinnufyrirtækis við stofnféð er
þrenns konar. - Fyrst er viðhald fjármunanna og fyrning
þeirra, þ.e. endurnýjun, þegar þeir þrátt fyrir hæfilegt
viðhald eru útslitnir. Hjá þessum kostnaði verður með
engu móti komizt. Þar næst eru vextir af verðmæti
stofnfjárins. Að vísu getur um stund fallið niður greiðsla
vaxta af þeim hluta stofnfjárins, sem er skuldlaus eign
eiganda atvinnufyrirtækisins, en ekkert atvinnufyrirtæki
getur þrifizt til lengdar á þeirn grundvelli, að það fé, sem
í því stendur, beri ekki arð, og að því leyti, sem stofnféð
37