Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 43

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 43
Þetta er nú ekki nýtt að því leyti, að mönnum hefir lengi verið Ijóst, að leiðin til aukningar á framleiðslunni og þar með mannlegum þörfum er sú að umbæta vinnubrögðin. Það er að sjálfsögðu mjög mismunandi í einstökum atriðum, hverjar umbætur eiga við eftir því, hver tegund framleiðslunnar er. En allar umbætur nútímans á vinnubrögðum eiga þó að miklu leyti sammerkt í því, að þær byggjast á aukinni notkun véla og vinnusparandi tœkja, á uppfyndingum og alls konar framförum á sviði verkfræðinnar, á „vélmenningu” nútímans, sem sumir þeir tala háðulega um, sem minnst skyn bera á það, hve stórfelldum umbótum á lífskjörum almennings hún hefir þegar áorkað og á þó eftir að gera betur. Allar þessar umbætur fela það í sér, að stofnfé fyrirtækjanna þarf að vera miklu meira móts við hvem verkamann en áður var. Þar með hefir líka viðhalds- og fyrningarkostnaður stofnfjárins og vaxtagreiðslur af andvirði þess vaxið stórum. En langmest hafa þó vaxið útgjöldin til þriðja liðsins, sem áður var nefndur, endurbætur og aukning stofnfjármunanna. I vel reknum fyrirtækjum í Bandaríkjunum er það nú orðin venja, að sérhverri vinnuvél er fleygt í bræðsluofnana tafarlaust, þegar fullkomnari gerð er fáanleg, og heilar verksmiðjur eru endurbyggðar, ef mönnum hefur hugkvæmzt betri tilhögun. Það eru óhemjufjárhæðir, sem fara í umbætur og aukningu stofnfjármunanna, en framleiðslan á mann er líka miklu meiri hjá þeim en nokkur dæmi eru til áður eða annars staðar og fullnæging neyzluþarfanna komin lengra á veg hjá þeim, en nokkurri annarri þjóð. 3. Stjórn. Tilhögun á stjórn atvinnufyrirtækja getur verið með tvennu móti. Annaðhvort er stjórnin í höndum eiganda sjálfs eða í höndum manna (ráðamanna, forstjóra), sem eru ráðnir og launaðir til þess að hafa 41

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.