Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Qupperneq 43

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Qupperneq 43
Þetta er nú ekki nýtt að því leyti, að mönnum hefir lengi verið Ijóst, að leiðin til aukningar á framleiðslunni og þar með mannlegum þörfum er sú að umbæta vinnubrögðin. Það er að sjálfsögðu mjög mismunandi í einstökum atriðum, hverjar umbætur eiga við eftir því, hver tegund framleiðslunnar er. En allar umbætur nútímans á vinnubrögðum eiga þó að miklu leyti sammerkt í því, að þær byggjast á aukinni notkun véla og vinnusparandi tœkja, á uppfyndingum og alls konar framförum á sviði verkfræðinnar, á „vélmenningu” nútímans, sem sumir þeir tala háðulega um, sem minnst skyn bera á það, hve stórfelldum umbótum á lífskjörum almennings hún hefir þegar áorkað og á þó eftir að gera betur. Allar þessar umbætur fela það í sér, að stofnfé fyrirtækjanna þarf að vera miklu meira móts við hvem verkamann en áður var. Þar með hefir líka viðhalds- og fyrningarkostnaður stofnfjárins og vaxtagreiðslur af andvirði þess vaxið stórum. En langmest hafa þó vaxið útgjöldin til þriðja liðsins, sem áður var nefndur, endurbætur og aukning stofnfjármunanna. I vel reknum fyrirtækjum í Bandaríkjunum er það nú orðin venja, að sérhverri vinnuvél er fleygt í bræðsluofnana tafarlaust, þegar fullkomnari gerð er fáanleg, og heilar verksmiðjur eru endurbyggðar, ef mönnum hefur hugkvæmzt betri tilhögun. Það eru óhemjufjárhæðir, sem fara í umbætur og aukningu stofnfjármunanna, en framleiðslan á mann er líka miklu meiri hjá þeim en nokkur dæmi eru til áður eða annars staðar og fullnæging neyzluþarfanna komin lengra á veg hjá þeim, en nokkurri annarri þjóð. 3. Stjórn. Tilhögun á stjórn atvinnufyrirtækja getur verið með tvennu móti. Annaðhvort er stjórnin í höndum eiganda sjálfs eða í höndum manna (ráðamanna, forstjóra), sem eru ráðnir og launaðir til þess að hafa 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.