Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 49
að leggja til árlega að öllu leyti stofnfjármuni í ný
atvinnufyrirtæki handa þessum 1000 ungu mönnum, sem
við bætast, eða þá í tilsvarandi aukningu á
stofnfjármunum þeirra fyrirtækja, sem til eru áður,
þannig að þau geti fært út kvíarnar og aukið fólkshald
sitt.
Hvaðan á nú öll þessi fjármunaaukning að
koma? Aðeins tvær leiðir eru til. Annaðhvort verður
hún að myndast af afrakstri framleiðslunnar í landinu á
þann hátt, að einungis nokkur hluti afrakstursins gangi til
árlegrar neyzlu eða eyðslu og til viðhalds og
endurnýjunar þeirra fjármuna, sem til eru, en nægilegur
afgangur verði eftir óeyddur til útvegunar allra þeirra
stofnfjármuna, sem með þarf, bæði handa nýja fólkinu,
sem bætist í hinn starfandi hóp, og til umbóta á högum
allra. Eða þá að fjármagnið verður að fá að láni frá
útlöndum. Síðari leiðin er ófær til lengdar, því að þá
fylgir henni sívaxandi vaxtagreiðsla til útlanda, og endar
með því, að þjóðin verður ósjálfstæður vinnuþræll
annarra þjóða. Hins vegar getur verið gagnlegt að grípa
til erlendrar lántöku í hófi og um stundarsakir, þegar
sérstakar ástæður gera það nauðsynlegt í bili eða
arðvænlegt.
Sérhver þjóð verður að leggja stund á það að
eyða ekki meiru af afrakstri efnahagsstarfsemi sinnar en
svo, að árlega verði nægilegt eftir til þess að fullnægja
fjármagnsþörfum hennar sjálfrar. Og fjármagnsþarfirnar
eru tiltölulega mestar og brýnastar hjá þjóð eins og
Islendingum, sem eru að berjast við að komast úr
bláfátækt í bjarglegar ástæður. Þess vegna ríður ennþá
meira á því hér en annars staðar að halda eyðslunni sem
mest í hófi, en ýta með öllu skynsamlegu móti undir
fjársöfnun og efnaaukningu.
47