Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 50

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 50
Viðhorf skattamála. Hin gamla og góða íslenzka stefna í skattamálum var sú að taka sem mest af þeim tekjum, er landssjóðurinn þurfti, með tollum af munaðarvörum. Ut af þessu þótti óhjákvæmilegt að bregða nokkuð, þegar bannlögin voru sett og menn bjuggust við, að áfengistollurinn mundi hverfa (frá 1911). Var þá lagt nokkurt aðflutningsgjald á nauðsynjavörur (vörutollurinn). En síðar fluttist sú kenning hingað frá útlöndum með sósíalistastefnunni, að sem minnst gjöld til opinberra þarfa eigi að leggja á neyzlu manna eða neyzluvörur, en sem mest eigi að taka með beinum sköttum svonefndum, þ.e. með því að taka handa ríkissjóði og sveitarsjóðum stighækkandi hluta af tekjum manna og stofnana eða af tekjum þeirra að tilkostnaði frádregnum. I hreinni og fullkominni mynd birtist þessi stefna hjá kommúnistum, þegar þeir halda því fram, að enginn eigi að fá að halda til eigin þarfa eða sem sinni eign meiri árstekjum en sem svarar þurftarframfæri handa honum og fjölskyldu hans. Það, sem hann kann að afla þar fram yfir, eigi að taka af honum í skatta til opinberra þarfa. Að þessu sinni skal nú aðeins athuga, hvor af þessum tveim stefnum er líklegri til þess að greiða fyrir eignaaukningu þjóðarinnar, fyrir aukinni framleiðslu og hækkandi kaupgjaldi, fyrir vaxandi velmegun og vellíðan yfir höfuð. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning skal það þó tekið fram, að eins og hér er ástatt verða þarfir ríkissjóðs og sveitarsjóða svo miklar móts við gjaldgetu landsmanna og skattamir í heild hljóta að vera svo háir, að enginn nothæfur skattstofn má með öllu missast úr 48

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.