Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 59

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 59
2. Fundurinn ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er sjái um, að út verði gefnar, þýddar eða frumsamdar, fræðibækur um þjóðmál, einkum um afstöðu flokksins til sameignarstefnanna, - svo og til þess að gera tillögur um útbreiðslustarfsemi flokksins. Nefnd var kosin samkvæmt síðari tillögunni og í hana kosnir Arni Pálsson, bókavörður, Thor Thors, cand.juris., Jón Þorláksson, alþm., Ólafur Thors, alþm. og Magnús Jónsson, prófessor. NAFNBREYTING Þá var nafnbreytingin tekin til umfjöllunar, og urðu þegar allsnarpar umræður. Fram kom tillaga um að fresta ákvörðun um málið, en hún var felld með 70 atkvæðum gegn 40. Þegar fundartíminn var út runninn, hafði engin lausn fengist, svo að fundarstjóri mælti svo fyrir, að málið yrði tekið fyrir á kaffidrykkjufundi, er miðstjórnin byði fundarmönnum upp á í kaffihúsi Rosenbergs kl. 9 síðdegis. Fundi sl. kl. 7 1/2”. Lengra nær nú fundargerðin ekki, og engin fundargerð hefur fundist frá þessum „kaffidrykkjufundi”. * Hvað gerðist á kvöldfundinum í kaffihúsi Rosenbergs ? Morgunblaðið skýrir svo frá lokum landsfundarins í frétt daginn eftir: „Ennfremur kom til umræðu álit nefndarinnar, er skipuð var til þess að athuga, hvort nafn flokksins væri í 57

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.