Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 61
voru báðir ritstjórar blaðsins Valtýr Stefánsson og Jón
Kjartansson, auk eins blaðamanns, Arna Ola og Sigfúsar
Jónssonar, sem þá var titlaður afgreiðslumaður Mbl. en
síðar framkvæmdastjóri þess. Eins og fram hefur komið
hér á undan, hafði Morgunblaðið allt fram að þessu
fylgst með málinu. Heyrst hefur, að ef til vill hafi tvær
seinustu setningarmar í frétt Mbl. verið skrifaðar fyrir
kaffidrykkjufundinn. Þetta var á laugardagskveldi, og
blaðamennirnir hafi verið að flýta sér til Rosenbergs og
ekki ætlað sér að snúa þaðan aftur í ritstjórnarskrifstofur
til að tefja sunnudagsblaðsprentunina. Því standi í
þessum setningum aðeins það, sem víst þótti fyrirfram
um fund þennan. Utilokað er samt, að Morgunblaðið
hefði ekki skýrt frá slíkum stórtíðindum þegar á
sunnudag eða a.m.k. næsta útgáfudag, að langstærsti
stjórnmálaflokkur þjóðarinnar hefði skipt um nafn.
Prentun Morgunblaðsins hefur verið stöðvuð og tafin
vegna nýrra frétta af minni tíðindum, bæði fyrr og síðar.
Stutt var að fara eftir hálfu Vallarstræti frá fundarstað á
prentstað í húsi ísafoldar.
Sennilegast virðist því, þangað til annað kann
fram að koma, að formlega hafi Ihaldsflokkurinn ekki
ummyndast í Sjálfstæðisflokk þetta umgetna kvöld hjá
Rosenberg í Pósthússtræti sjö. Hægt er að hugsa sér, að
íhaldsmenn, hafi ekki talið heppilegt vegna
sameiningarmálsins að festa nýtt nafn við flokkinn á
þessum tíma. Klaufalegt gæti þótt, yrði að fella það
niður innan nokkurra vikna, gætu Frjálslyndir ekki sætt
sig við það. Vera má einnig, að einhverjum hafi þá þegar
hugkvæmst að bjóða fram Sjálfstæðisflokksnafnið í
samningum við Frjálslynda, hvort sem því hefur nú verið
hreyft þarna um kvöldið eða ekki. Fíklegt er, meðan
annað finnst ekki, sem gæti skorið úr, að formaður hafi
59