Úrval - 01.09.1942, Síða 112
110
ÚRVAL
fjórðunga/1 svaraði Annie. „Ég
kem fyrst. Það skiptir sér eng-
inn af gömlum eldabuskum.“
Hún gekk til dyra, en stað-
næmdist á miðri leið og sagði
þrjózkulega, eins og hún væri
að ásaka Molly fyrir að hafa
viðhaft síðustu orðin: ,,Ég er nú
alls ekki svo gömul!“ Svo skauzt
hún út um dyrnar.
Molly hélt andartak áfram að
prjóna, en reis svo úr sæti sínu,
til þess að bæta nokkrum kola-
molum á eldinn. Áður en hún
gat sezt aftur, var barið að dyr-
um og þegar hún lauk upp, sagði
karlmannsrödd: ,,Ég ætla ekki
að gera yður neitt mein. Ég ætla
ekki að gera yður neitt mein.“
Molly hörfaði inn í herbergið
og Tonder liðsforingi gekk á
eftir henni inn. „Hver eruð þér?
Þér hafið engan rétt til að koma
hér. Hvað er yður á höndum?“
Tonder liðsforingi var í gráa
yfirfrakkanum sínum. Hann tók
ofan hjálminn og sagði í bæn-
arrómi: „Ég ætla ekki að gera
yður neitt mein, ungfrú. Mig
langar aðeins til að tala við
yður. Mig langar til að heyra
yður tala. Það er allt og sumt.“
„Ætlið þér að vera hér inni
gegn vilja mínum?“ spurði
Molly.
„Nei, ungfrú, en gefið mér
leyfi til þess að vera hér litla
stund og þá skal ég fara leiðar
minnar. Getum við ekki gleymt
þessu stríði örlitla stund? Get-
um við ekki talað saman eins
og annað fólk aðeins stutta
stund?“
Molly virti hann fyrir sér um
hríð og svo færðist bros á varir
hennar. „Hafið þér nokkra hug-
mynd um, hver ég er?“
„Ég hefi séð yður á gangi í
bænum,“ svaraði Tonder. „Ég
veit, að þér eruð fögur. Ég veit,
að mig langar til að tala við
yður.“
Molly brosti enn þá. Síðan
sagði hún lágt: „Þér vitið ekki,
hver ég er.“ Hún sat í stól sín-
um og Tonder stóð frammi fyrir
henni eins og barn, sem veit
ekki, hvað það á af sér að gera.
Svo hélt Molly áfram: „Þér
hljótið að vera einmana. Er það
ekki það, sem amar að yður?“
Tonder vætti varir sínar með
tungunni og sagði með áfergju:
„Það er einmitt það. Þér skilj-
ið mig. Ég vissi, að þér munduð
skilja mig.“ Hann var orðinn
óðamála. „Ég er svo einmana,
að ég er orðinn sjúkur af því.,
Getum við ekki spjallað dálítið
saman?“