Úrval - 01.04.1944, Side 4
2
ÚRVAL
fótgangandi í rosaveðri til að
útvega gestum sínum tóbak.
En það-reykti einginn maður í
héraðinu, svo að hann varð að
fara í annað hérað og kom aft-
ur heim eftir tólf tíma ferða-
lag. Og það var haldin mikil
veizla og reykt tóbak.
En misseri seinna, á sumar-
degi, kastaði franskt herskip
akkerum úti fyrir Björgum. Og
þeir gerðu boð fyrir bóndann í
Björgum. Og hann var sóttur
á skipsfjöl og haldin þar veizla
mikil og fólki hans. Og áður
en staðið væri upp frá borð-
um, sagði yfirmaðurinn: Herra
minn, þér hafið bjargað fimm-
tán mannslífum fyrir voldugt
ríki lángt suður í heimi. Það
heitir Frakkland. Og mér hefur
verið falið að bjóða yður hvern
þann hlut, er þér kynnuð að
óska, allt að fimmtán þúsund
gullkróna virði, eða í reiðum
peningum, ef þér kysuð fremur.
En bóndinn á Björgum færð-
ist lengi undan og sagði: Guði
sé lof fyrir, að mennirnir kom-
ust heim til sín. Það voru hæg-
iætismenn.
En þegar hann komst ekki
hjá því að taka við umbun, lét
hann segja við yfirmanninn:
— Háttvirti herra yfirmaður!
Guð blessi Frakkland og kon-
únginn í Frakklandi. Segið hon-
um, að ég búi hér við sjóinn og
kotið sé rýrt. Öll mín bjargar-
von — það er sjórinn. Væri ekki
sjórinn, herra minn, þá dæu
börnin mín úr húngri. En kæn-
an mín er farin að gefa sig, því
hún er orðin gömul, og það hef-
ur oft verið mér áhyggjuefni,
hvemig ég ætti að útvega mér
nýa kænu. Og ekkert hef ég séð
á æfi minni, sem hafi vakið
hjá mér aðra eins ókristilega
ágirnd og skipsbátamir, sem
standa héma á þilfarinu. Það
eru nú bátar í lagi, Drottinn
minn, sagði ég við sjálfan mig,
og ef hann Torfi í Björgum
ætti einn af þeim, þá þyrfti
hann ekki að kvíða framtíðinni
fyri börnin sín . . . .
— Þama sjáið þið Islend-
ing! grenjaði kaupmaðurinn og
lamdi í borðið, svo að kvenfólk-
inu vöknaði um augu af skelf-
ingu.
— Meira te, meira te? sagði
Steinn Elliði. Osturinn er eins
og togleður, amma mín. Og
hvernig stendur á því, að það'
er ekki meira af fínum kökum
á borðinu. Gestimir era þó,
vænti ég, ekki slæmir í mag-
anum?