Úrval - 01.04.1944, Page 4

Úrval - 01.04.1944, Page 4
2 ÚRVAL fótgangandi í rosaveðri til að útvega gestum sínum tóbak. En það-reykti einginn maður í héraðinu, svo að hann varð að fara í annað hérað og kom aft- ur heim eftir tólf tíma ferða- lag. Og það var haldin mikil veizla og reykt tóbak. En misseri seinna, á sumar- degi, kastaði franskt herskip akkerum úti fyrir Björgum. Og þeir gerðu boð fyrir bóndann í Björgum. Og hann var sóttur á skipsfjöl og haldin þar veizla mikil og fólki hans. Og áður en staðið væri upp frá borð- um, sagði yfirmaðurinn: Herra minn, þér hafið bjargað fimm- tán mannslífum fyrir voldugt ríki lángt suður í heimi. Það heitir Frakkland. Og mér hefur verið falið að bjóða yður hvern þann hlut, er þér kynnuð að óska, allt að fimmtán þúsund gullkróna virði, eða í reiðum peningum, ef þér kysuð fremur. En bóndinn á Björgum færð- ist lengi undan og sagði: Guði sé lof fyrir, að mennirnir kom- ust heim til sín. Það voru hæg- iætismenn. En þegar hann komst ekki hjá því að taka við umbun, lét hann segja við yfirmanninn: — Háttvirti herra yfirmaður! Guð blessi Frakkland og kon- únginn í Frakklandi. Segið hon- um, að ég búi hér við sjóinn og kotið sé rýrt. Öll mín bjargar- von — það er sjórinn. Væri ekki sjórinn, herra minn, þá dæu börnin mín úr húngri. En kæn- an mín er farin að gefa sig, því hún er orðin gömul, og það hef- ur oft verið mér áhyggjuefni, hvemig ég ætti að útvega mér nýa kænu. Og ekkert hef ég séð á æfi minni, sem hafi vakið hjá mér aðra eins ókristilega ágirnd og skipsbátamir, sem standa héma á þilfarinu. Það eru nú bátar í lagi, Drottinn minn, sagði ég við sjálfan mig, og ef hann Torfi í Björgum ætti einn af þeim, þá þyrfti hann ekki að kvíða framtíðinni fyri börnin sín . . . . — Þama sjáið þið Islend- ing! grenjaði kaupmaðurinn og lamdi í borðið, svo að kvenfólk- inu vöknaði um augu af skelf- ingu. — Meira te, meira te? sagði Steinn Elliði. Osturinn er eins og togleður, amma mín. Og hvernig stendur á því, að það' er ekki meira af fínum kökum á borðinu. Gestimir era þó, vænti ég, ekki slæmir í mag- anum?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.