Úrval - 01.04.1944, Side 26

Úrval - 01.04.1944, Side 26
24 ÚRVAL inálinu, þá komumst vér að þeirri niðurstöðu, að þær eru svo mjög tíðkaðar, bæði af dýr- um og mönnum, að næstum má telja þær líffæralegt (fysiolog- iskt) fyrirbrigði. Dukes, fyrr- verandi læknir Rugby-skólans, fullyrti, að hundraðstala þeirra skóladrengja, sem öðru hvoru iðkuðu einfarir, hafi verið 90 til 95. Katharine Davies, læknir, athugaði 1000 ameríska kven- stúdenta, eldri en tuttugu og eins árs. Af þeim iðkuðu 600 einfarir. Frekari rannsóknir hennar leiddu í ljós, að stúlkur byrja fyrr en drengir, og að meðal fullorðinna eru einfarir miklu tíðari hjá kvenfólki. Það er því vert að gera sér Ijóst þegar í byrjun, að einfarir geta frekar talizt regla en und- antekning. Af þeirri ástæðu verðum vér að líta á þær sem náttúrlegt fyrirbrigði, en ekki sem vott spillingar. Sérfræðing- ur á þessu sviði, Venture að nafni, hefir jafnvel látið svo um mælt, að einfarir sé „vísir- inn að því, sem síðar verður ást.“ Þær byrja stundum mjög snemma, og einungis sem að- ferð til að skapa líkamlega vel- líðan, sem er jafn óskyld vitandi kynferðisathöfn eins og að klóra sér þar, sem mann klæjar. Síðar kunna þær að öðlast nýtt inntak, sem smám saman færist í það horf að líkjast samförum. Af þessari ástæðu leit Venture á einfarir, ekki sem spillingu eða synd eins og siðaprédikarar og kennarar, heldur sem „nátt- úrlegan farveg, sem farið er um. til þess að öðlast hina hlýju og göfuglyndu ást æskunnar, og síðar hina rólegu og jákvæðu ást hjónabandsins.“ Kretschner hefir síðar látið í ljós sama álit: „Einfarir eru í sjálfu sér ekki vottur spillingar, heldur skaðlaust millistig á þroskaferli heilbrigðrar kyn- hvatar. Þær verka sem einskon- ar öryggisloka, þegar hindran- ir, sem óhjákvæmilega eru í borgaralegu þjóðfélagi, meina mönnum kynferðismaka. Ein- farir geta aðeins talizt spilling, þegar þær eru takmark í sjálfu sér, þ. e., þegar þær öðlast meira gildi en samfarir, og eru jafn- vel teknar fram yfir þær.“ í þessu er allur sannleikur fólginn. Sem millistig á kyn- þroskaárunum eru einfarir nátt- úrlegt fyrirbrigði, en sem var- anlegt ástand eru þær óheil- brigðar. Meginhættan við einfarir er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.